Vinnumarkaður - 01.06.1995, Blaðsíða 23
Greinargerð um aðferðir og hugtök
21
Þar sem hver skiptihópur í vinnumarkaðskönnunum er
valinn með einfaldri hendingaraðferð þá verða tveir yngstu
árgangar endanlegs úrtaks hlutfallslega fámennari en þeir
ættu að vera. Þetta stafar af því að þeir sem á árinu áður voru
16 og 17 ára eru nú orðnir árinu eldri. A hverju vori er t.d.
hlutfallslegur heildarfjöldi 16 ára árgangsins aðeins
fjórðungur af því sem vera ætti þar sem þeir sem áður voru
16 ára hafa nú elst um eitt ár. Skekkjan er helmingi minni
fyrir 17 ára árganginn og hverfur frá og með 18. aldursárinu.
Þetta getur leitt til ofáætlunar á fjölda fólks á vinnumarkaði
þar sem lítil atvinnuþátttaka tveggja yngstu árganganna ætti
að öllu jöfnu að hafa áhrif til lækkunar á mati á
atvinnuþátttöku heildarinnar. Við þessu hefur verið bmgðist
með því að taka sérstakt tillit til 16 og 17 ára árganganna
þegar úrtakið er vegið.
Frá og með nóvember 1994 var úrtaksaðferð breytt þannig
að hlutfallslegur fjöldi tveggja yngstu árganganna yrði í
samræmi við stærð þeirra í mannfjöldanum.
2.1.4 Hugtök
Aðaliðja. I skýrslunni em þrjár töflur þar sem talnaefnið er
flokkað eftir aðaliðju svarenda (töflur 6.58 - 6.61). Við þá
flokkunerunotaðaraðrarskilgreiningarávinnuafli.starfandi
fólki og atvinnulausum en í öðrunt töflum. Aðaliðja er
skilgreind þannig að í vinnuafli teljast aðeins þeir sem vinna
að jafnaði 12 klst. eða meira á viku eða eru atvinnulausir
skv. skilgreiningu ILO. Námsmenn sem aðeins em að leita
sér að hlutavinnu em þó ekki flokkaðir með atvinnulausum.
Að öðru leyti em svarendur flokkaðir í samræmi við þá
stöðu sem þeir telja sig hafa.
Aldur. Við birtingu gagna eftir aldri svarenda er miðað
við þann aldur sem svarendur hafa náð 15. dag könnunar-
mánaðar. í vorkönnuninni 1993 var miðað við 31. mars það
ár.
Atvinnugrein. Atvinnustarfsemi þeirra fyrirtækja sem
fólk starfar hjá eða starfaði síðast hjá er flokkuð í samræmi
við Islenska atvinnugreinaflokkun. ISAT 95, sem byggð er
á atvinnugreinaflokkun Evrópusambandsins, NACE (1.
endursk.). Atvinnustarfsemierflokkuðmeðfjögurratölustafa
atvinnugreinamúmeri. Námugröftur er talin með iðnaði.
Heimilishald með launuðu starfsfólki og starfsemi alþjóð-
legra stofnana er talin með annarri samfélagsþjónustu,
félagastarfsemi, menningarstarfsemi o.fl.
Atvinnustétt. Fjórar atvinnustéttir em skilgreindar í
vinnumarkaðskönnunum Hagstofunnar: Launþegar, ein-
yrkjar, atvinnurekendur og ólaunað skyldulið. I þessari
skýrslu er einyrkjum og atvinnurekendum slegið saman í
einn hóp, sjálfstætt starfandi. Launþegar eru þeir sem em
starfandi og telja sig vera launþega eða eru á undirverktaka-
samningi með starfsskyldur launþega. Til launþega teljast
einnig þeir sem em atvinnulausir og em að leita sér að vinnu
semlaunþegaroghafaekkileitaðeftirleyfum.fjárhagsaðstoð,
lóð eða þ.h. í þeim tilgangi að hefja sjálfstæðan rekstur.
Atvinnuþátttaka. I vinnumarkaðskönnunum Hag-
stofunnar er fylgt skilgreiningum Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar (ILO) á grundvallarhugtökum um vinnu-
markað en þær eru notaðar á alþjóðavettvangi. Helstu
skilgreiningar eru þessar:
Atvinna. Hvers konar vinna gegn endurgjaldi í peningum
eða fríðu, ólaunuð vinna við fyrirtæki eigin fjölskyldu,
ólaunuð vinna við byggingu eigin íbúðarhúsnæðis eða
framleiðslu til eigin neyslu. Ennfremur vinna við listsköpun
jafnvel þótt viðkomandi hafi ekki tekjur af henni. Olaunuð
vinna við heimilishald á eigin heimili telst ekki atvinna í
skilningi vinnumarkaðskannana.
Atvinnulausir. Fólk telst vera atvinnulaust ef það hefur
ekki atvinnu og uppfyllir auk þess eitthvert eftirfarandi
skilyrða:
1. Hefur leitað sér vinnu sl. fjórar vikur og er tilbúið að
hefj a störf innan tveggj a vikna frá þ ví könnunin er gerð.
2. Hefur fengið starf en ekki hafið vinnu.
3. Bíður eftir að vera kallað til vinnu.
4. Hefur gefist upp á að leita að atvinnu en bjóðist starf er
það reiðubúið að hefja vinnu innan tveggja vikna.
Námsmenn, þ.m.t. þeir sem leita námssamnings í iðngrein,
teljast því aðeins atvinnulausir að þeir hafi leitað að vinnu
með námi eða framtíðarstarfi sl. fjórar vikur og eru tilbúnir
að hefja störf innan tveggja vikna frá því könnunin var gerð.
Starfandi. Fólk telst vera starfandi (hafa atvinnu) ef það
hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarvikunni
eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu.
Fólk í bamsburðarleyfi telst vera fjarverandi frá vinnu hafi
það farið í leyfi úr launuðu starfi jafnvel þótt það hafi ekki
hug á að hverfa aftur til sama starfs.
Utan vinnuafls. Fólk telst vera utan vinnuafls ef það er
hvorki í vinnu né fullnægir skilyrðum um að vera atvinnulaust.
Vinnuafl samanstendur af starfandi og atvinnulausu fólki.
Búseta. Ur þjóðskrá fást upplýsingar um sveitarfélag og
póstfang svarenda. Búsetu í vinnumarkaðskönnunum er
skipt í a) höfuðborgarsvæði, b) kaupstaði og bæi utan
höfuðborgarsvæðis og c) önnur sveitarfélög. Við flokkun
búsetu er stuðst við þjóðskrá eða nýjar upplýsingar frá
svarendum meðan á könnun stendur.
Á höfuðborgarsvæði eru eftirtalin sveitarfélög:
Reykjavík, Seltjarnarnes, Hafnarfjörður, Bessastaða-
hreppur, Garðabær, Kópavogur, Mosfellsbær, Kjalames-
hreppur og Kjósarhreppur.
Til kaupstaða og bæja teljast eftirtalin sveitarfélög eða
þéttbýli:
Keflavfk, Grindavík, Sandgerði, Njarðvík, Akranes,
Borgames, Stykkishólmur, Olafsvík, Isaíjörður, Bolungar-
vík, Blönduós, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Akureyri, Dalvík,
Olafsfjörður, Húsavík, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Eski-
fjörður, Neskaupstaður, Höfn í Homafirði, Selfoss, Hvera-
gerði og Vestmannaeyjar.
Til annarra sveitarfélaga teljast sveitarfélög ótalin hér að
ofan.
Hjúskaparstétt. Nokkuð er um það að hjúskaparstétt
svarenda eins og þeir skilgreina hana sjálfir beri ekki saman
við þjóðskrá. Ekki er óalgengt að fráskildir eða ekkjur og
ekklar segist vera ógiftir þegar þeir em spurðir um hjúskapar-
stöðu. Nokkuð er um að fólk í óvígðri sambúð telji sig vera
gift. Væm svör um hjúskaparstétt greinilega röng, miðað
við þjóðskrámpplýsingar, vora þau leiðrétt.
Lítil vinna. Ef svarandi vann minna en 40 klst. í
viðmiðunarvikunni og jafnframt minna en hann gerir að
jafnaði vegna verkefnaskorts, vinnudeilu eða atvinnuleysis
hlutaúr vikunni en var jafnframt að leita sér að annarri vinnu
eða aukastarfi telst hann vera vinnulítill. Ef svarandi er í
hlutastarfi en vill vera í fullu starfi og heildarvinnutími hans