Vinnumarkaður - 01.06.1995, Blaðsíða 15
Y firlit yfir helstu niðurstöður
13
1. Yfirlit yílr helstu niðurstöður
f þessum kafla verður fjallað um nokkrar helstu niðurstöður
skýrslunnar. Nánari skýringar á hugtökum eru í greinargerð
um aðferðir og hugtök í kafla 2.
Talnaefninu. einkum töflum í kafla 6, má í grófum
dráttum skipta í þrennt.
1. Töflur sem ná til allra sem eru á vinnualdri, þ.e. 16-74
ára.
2. Töflur sem ná aðeins til starfandi fólks.
3. Töflur sem aðeins ná til atvinnulausra.
Textinn hér á eftir fylgir þessari flokkun að mestu leyti.
Til hagræðis fyrir lesendur er vísað í töflur eða myndir með
fyrirsögn hverrar efnisgreinar.
1.1 Mannfjöldinn 16-74 ára
Atvinnuþátttaka eftir kyni.
Töflur 5.1, 6.1. Myndir 4.1-4.4
Atvinnuþátttaka á árinu 1994 var nánast hin sama og árið
1993. Á sl. ári var atvinnuþátttakan 81%. Atvinnuþátttaka
kvenna hélt áfram að aukast en árið 1994 var hún 77% miðað
við76% áárinu 1993. Atvinnuþátttakakarla varóbreytt 1994
frá 1993 eða um 86%. Þessar hlutfallstölur jafngilda þvf að
áárinu 1994hafiallsum 145.400 mannsveriðávinnumarkaði
á íslandi, 77.400 karlar og 68.000 konur. Um er að ræða
íjölgun frá fyrra ári um 1.200 manns.
í apríl 1994 var atvinnuþátttaka karla 86% en dróst saman
í 85% í nóvember það ár. Hlutfall kvenna á vinnumarkaði
jókst hins vegar á sama tíma úr 76% í 78%. Báðar þessar
breytingar eru vel marktækar.
Frá því Hagstofan hóf vinnumarkaðskannanir 1991 hefur
lítillega dregið úr atvinnuþátttöku karla en atvinnuþátttaka
kvenna aukist að sama skapi. Heildaratvinnuþátttaka hefur
því nokkum veginn staðið í stað.
Samanburður við önnur lönd.
Tafla 10.1
Á alþjóðlegan mælikvarða er atvinnuþátttaka mjög mikil á
íslandi. Árin 1991-1993 var hún alls um 81%-82%. Á sama
tímabili var hún lítið eitt meiri í Svíþjóð en minni á öðrum
Norðurlöndum. Hér á landi var atvinnuþátttaka karla þetta
árabil svipuð eða meiri en í Svíþjóð, Noregi og Ástralíu, en
nokkru minni en í Bandaríkjunum. Aðeins í Svíþjóð var
atvinnuþátttaka kvenna meiri en hér á landi á þessu sama
tímabili. Atvinnuleysi á Islandi var minna en í samanburðar-
löndunum á árunum 1991-1993. Það jókst í öllum löndunum.
Atvinnuþátttaka eftir aldri.
Töfluró.l, 6.5. Myndir 4.5, 4.6
Samdráttur í atvinnuþátttöku karla skýrist fyrst og fremst af
minnkandi þátttöku eldri karla (65-74 ára) á vinnumarkaði.
Frá nóvember 1992 til nóvember 1994 hefur hún fallið úr
64% í 48%. Enginn aldurshópur meðal kvenna sýnir jafn
afgerandi breytingu þegar litið er yfir tímabilið 1991 - 1994.
í aldurshópnum 16-24 ára er atvinnuþátttaka kvenna
nánast sú sama og hjá körlum eða um 65-66%. Eftir 24 ára
aldur skilur mjög á milli atvinnuþátttöku kynjanna. Þetta
verður helst skýrt með fjölda bama á heimili. Séu börn á
heimili er atvinnuþátttaka kvenna á aldrinum 25-54 ára minni
en ef engin eru, eða 84% á árinu 1994 á móti 92%. Atvinnu-
þátttaka kvenna minnkar einnig með auknum barnafjölda á
heimili. Þá skiptir aldur barna máli. Séu fleiri en eitt barn á
heimili og yngsta bam yngra en 7 ára er atvinnuþátttaka
kvenna minni en ef yngsta bam er 7 ára eða eldra, eða 77%
á móti 88% árið 1994.
Atvinnuþátttaka eftir h júskaparstétt.
Töflur 5.4, 6.4
Hjúskaparstétt virðist ekki hafa mikil áhrif á atvinnuþátttöku
en þar virðist aldur og kyn ráða meira. Þó er nokkur munur
eftir kynjum. Atvinnuþátttaka ógifts fólks er svipuð hjá
körlum og konum eða um 90% í aldursflokkunum 25-64 ára.
Giftar konur og konur í sambúð eru hlutfallslega færri á
vinnumarkaði en karlar. Sama máli gegnir um áður gift fólk.
Breytingar milli 1993 og 1994 era ekki teljandi.
Atvinnuþátttaka eftir búsetu.
Töflur 5.1, 6.2. Mynd 4.3
Atvinnuþátttaka í kaupstöðum og bæjum utan höfuðborgar-
svæðisins var 83% 1994 en 81% á höfuðborgarsvæðinu og
81% í öðram sveitarfélögum. Breytingar milli áranna 1993
og 1994 vora þær helstar að konum á höfuðborgarsvæðinu
og í öðram sveitarfélögum fjölgaði á vinnumarkaði, svo og
körlum í kaupstöðum og bæjum. Samdráttur var hins vegar
í atvinnuþátttöku kvenna í kaupstöðum og bæjum og karla
í öðram sveitarfélögum.
Atvinnuþátttaka eftir menntun.
Töflur 5.3, 6.3. Mynd 4.4
Árið 1994 var atvinnuþátttaka háskólagengins fólks um
96%. Atvinnuþátttaka fólks með starfs- og framhaldsmenntun
var þá 86% en 75% hjá fólki sem aðeins hefur lokið
grannmenntun. Þessi munur skýrist að nokkru leyti af aldri.
Breytingar á þessum hlutföllum frá fyrri áram era ekki
teljandi.
Atvinnuþátttaka skólanema.
Tafla 6.6
Atvinnuþátttaka skólanema jókst á árinu 1994 frá árinu áður,
en 1991-1993 hafði hún dregist nokkuð saman. Tæplega
46% nemenda vinnur með námi. Atvinnuþátttaka skóla-
stúlkna er töluvert meiri en skólapilta eða 50% á móti 41%.
Á árinu 1994 var meðalvinnustundafjöldi nemenda 22,1
klst á viku sem er nokkuð meira en árin þar á undan.
Aðaliðja.
Töflur 6.1, 6.58-6.61
Aðaliðju fólks má gera gleggri skil með því að setja mörk
atvinnuþátttöku við 12 klst. eða fleiri á viku í stað einnar
klst. á viku eins og alþjóðleg skilgreining gerir ráð fyrir.
Þessi breytta viðmiðun veldur því einkum að mun færri á
aldursbilinu 16-24 ára reiknast til vinnuaflsins, eða 54% í
stað 65%. Heildaratvinnuþátttaka á árinu 1994, með þessari
breyttu skilgreiningu, var þannig 78% í stað 81%. Þetta er
óbreytt atvinnuþátttaka frá árinu 1993.