Vinnumarkaður - 15.12.2002, Blaðsíða 107
Atvinnuleysi
105
Árið 2002 voru 19,8% atvinnulausra atvinnulausir í 6
mánuði eða lengur en ári áður var hlutfallið tæplega 17%.
Algengustu aðferðir atvinnulausra árið 2002 við að leita sér
að vinnu fólust í því að lesa atvinnuauglýsingar í blöðum
(78%), snúa sér beint til atvinnurekenda (65%), leita til vina
og ættingja (52,2%) eða opinberrar vinnumiðlunar (61,4%).
Fólk sem ekki er í starfi er jafnan spurt að því í vinnu-
markaðsrannsóknum Hagstofunnar hvort það sé skráð
atvinnulaust hjá opinberri vinnumiðlun. Árið 2002 voru af
5.300 atvinnulausum aðeins 2.700 skráðir á atvinnuleysis-
skrá eða um helmingur. Af 4.100 manns sem voru skráðir
atvinnulausir voru 900 í einhverju starfi í viðmiðunarvikunni
og 500 sem ekki gátu byrjað að vinna strax.
Allt frá árinu 1986 hefur Hagstofan gert sérstakar árs-
fjórðungslegar kannanir á aldri fólks á atvinnuleysisskrá og
hversu lengi það hefur verið atvinnulaust. Af skráðum
atvinnulausum árið 2002 voru 26,2% á aldrinum 15-24 ára
en 21,4% ári áður. Ef litið er á þá sem skráðir hafa verið
atvinnulausir í sex mánuði eða lengur var hlutur þeirra af
öllum atvinnulausum 19,5% árið 2002 en 19,6% ári áður.
In 2002, 19.8% of the unemployed were out of work for
six months or longer, whereas this ratio was under 17% in
2001. The most common methods used in 2002 by
unemployed people for seeking work included reading job
advertisements in newspapers (78%), contacting employers
directly (65%), and approaching friends and relatives
(52.2%) or official employment agencies (61.4%).
People who are not employed are normally asked in the
Statistics Iceland labour force surveys whether they are
registered as unemployed at an official unemployment
agency. In 2002 only 2,700 out of 5,300 unemployed were
registered in the list of unemployed, which is around one-
half. Of the 4,100 people registered as unemployed, 900
had some work during the reference week and 500 were not
able to begin work immediately.
Ever since 1986 Statistics Iceland has conducted special
quarterly surveys on the age of people registered as
unemployed and on the length of time they have been
without work. Those in the age group of 15-24 in 2002
comprised 26.2% of those registered as unemployed, but
had comprised 21.4% in the previous year. As a fraction of
the total unemployed, those who had been registered without
work for 6 months or longer were 19.5% in 2002 and 19.6%
in 2001.
Mynd 3.2 Atvinnulausir eftir menntun 2002
Figure 3.2 Unemployed by education levels 2002
Sérskólamenntun ISCED 5 9%
Starfsnámskeið/gagnfræðapróf
ISCED 1, 2+ 11%
Framhaldsskólamenntun ISCED 3 23%
Grunnmenntun
ISCED I, 2 49%
Háskólamenntun ISCED 6, 7 8%