Útvegur - 01.10.1999, Blaðsíða 25
Vinnuafl í sjávarútvegi
23
3. Vinnuafl í sjávarútvegi
3. Employment in thefishing sector
Fram til ársins 1990 voru tölur um atvinnuþátttöku unnar á
Hagstofu Islands upp úr gögnum skattastofanna um vinnu-
vikur slysatryggðra. Eftir að sú skrásetning féll niður var
tekin upp ný aðferð hjá Þjóðhagsstofnun til að áætla notkun
vinnuafls. Nú hefur verið ákveðið að breyta enn til og er í
þessum kafla stuðst við vinnumarkaðskannanir Hagstofunnar.
Hagstofan hóf gerð reglubundinna kannanna á vinnu-
markaðnum árið 1991 og er því til átta ára gagnagrunnur til
þess að vinna með. Þessi breyting hefur það í för með sér að
þessar tölur eru ekki samanburðarhæfar við þær tölur um
vinnuafl í sjávarútvegi sem birst hafa í Utvegi til þessa.
Niðurstöður um fjölda starfandi fólks í sjávarútvegi er að
finna í töflu 3.1.
Tafla 3.1. Starfandi fólk við fiskveiðar og ilskvinnslu 1991-1998'
Table 3.1. Number of employed persons infishing andfish processing 1991-1998'
1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998
Starfandi í öllum Employedpersons in
atvinnugreinum 136.500 136.200 136.200 137.700 141.800 142.000 142.000 147.900 all economic activities Total fishing and
Veiðar og vinnsla alls 14.200 14.300 15.800 16.000 16.000 15.500 14.200 13.600 fish processing
Fiskveiðar 6.200 6.700 6.600 6.400 7.000 7.100 6.300 6.200 Fishing
Fiskvinnsla 8.000 7.600 9.200 9.600 9.000 8.400 7.900 7.400 Fish processing
Fisheries as percentage
Hlutfall í sjávarútvegi 10,4 10,5 11,6 11,6 11,3 10,9 10,0 9,2 of total
Þar af fiskveiðar 4,5 4,9 4,8 4,7 4,9 5,0 4,4 4,2 Fishing
Þar af fiskvinnsla 5,9 5,6 6,8 6,9 6,4 5,9 5,6 5,0 Fish processing
Áætlaður fjöldi. Estimatedfigures.
Heimild: Vinnumarkaðskannanir Hagstofu íslands. Source: Labourforce survey.
Upplýsingar um fjölda starfandi sjómanna í hverjum
mánuði árið 1998, ásamt ársmeðaltali, má hins vegar lesa úr
töflu 3.2. Þar eru tölurnar jafnframt flokkaðar eftir gerð
skipa. Þessar tölur eru ekki samanburðarhæfar við tölumar
úr vinnumarkaðskönnunun Hagstofunnar því að þar em með
taldir allir sem starfa við fiskveiðar (þó ekki í fiskvinnslu) en
tafla 3.2 sýnir eingöngu starfandi sjómenn.
Úr töflu 3.1 má lesa þróun vinnuaflsnotkunar í íslenskum
sjávarútvegi undanfarin átta ár. I upphafi þessa tímabils var
nokkur samdráttur í veiðum og fjöldi starfandi fólks rétt
rúmlega 14.000 árin 1991 og 1992. Atvinnuástandiðbatnaði
og árið 1993 jókst fjöldi þeirra sem störfuðu við sjávarútveg.
Þetta ár hófust úthafs veiðar og fiskur var keyptur erlendis frá
til vinnslu hér á landi (innflutningur hráefnis hófst á síðustu
mánuðum ársins 1992). Rækjuafli sló einnig fyrri met árið
1993. Þá jókst vinna við loðnu, síld og rækju. Vinnslan
styrktist enn frekar árið 1994 en hefur að mestu staðið í stað
síðan. Starfsfólki við fiskveiðar hefur hins vegar haldið
áfram að fækka síðustu tvö árin eftir örlitla aukningu 1995 og
1996. Þótt útvegurinn hafi náð sér upp úr lægðinni sem hann
var í um 1992 er greinilegt að tímabilið 1991-1998 er lang-
tímaleitni vinnuaflsnotkunar niður á við. Þetta sést glöggt á
myndum3.1 og3.2. Þannig fækkar þeim sem hafa beinlínis
atvinnu af sjávarútvegi meðal annars vegna hagræðingar og
tækninýjunga í þessari atvinnugrein.