Útvegur - 01.10.1999, Blaðsíða 20
18
Aðferðir og hugtök
Norðurland vestra: Hvammstangi, Blönduós, Skagaströnd,
Sauðárkrókur, Hofsós, Haganesvík, Siglufjörður.
Norðurland eystra: Olafsfjörður, Grímsey, Hrísey, Dalvík,
Arskógssandur, Arskógsströnd, Hauganes, Hjalteyri,
Akureyri, Grenivík, Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn, Þórs-
höfn.
Austurland: Bakkafjörður, Vopnafjörður, Egilsstaðir,
Borgarfjörður eystri, Seyðisfjörður, Mjóifjörður, Neskaup-
staður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Stöðvar-
fjörður, Breiðdalsvík, Djúpivogur, Homafjörður.
Suðurland: Vík, Stokkseyri, Eyrarbakki, Selfoss,
Vestmannaeyjar, Þorlákshöfn.
Osamræmi er milli einstakra taflna um afla. Þetta stafar af
því að töflurnar eru unnar úr tveimur meginskrám.
Vigtarskýrslur taka til fyrstu sölu afla, þ.e. viðskipta skips
sem aflar og vinnslustöðvar, og eru töflur úr þeim merktar
“vigtarskýrslur” neðanmáls. Skrá yfir ráðstöfun
vinnslustöðvar á aflanum er unnin úr ráðstöfunarskýrslum.
Töflur sem byggjast á gögnum úr þessum skýrslum em á
hliðstæðan hátt merktar “ráðstöfunarskýrslur” neðanmáls.
Af tæknilegum ástæðum er nokkur innbyrðis mismunur á
þessum tveimur skrám, sem stafar af eftirfarandi:
a) I ráðstöfunarskýrslunum er miðað við vinnslustað en ekki
löndunarstað afla. Þegar fyrsti kaupandi fisks selur hluta
aflans í annað sveitarfélag kemur fram misræmi milli
gagna úr vigtarskýrslum og ráðstöfunarskýrslum. Dæmi:
Vinnslustöð í Grindavík kaupir 10 tonn af bát. Þau viðskipti
eru skráð á kaupandann í Grindavík. Ef hann selur síðan
t.d. vinnslustöð í Keflavík 2 tonn af þessum afla, skráist
vinnslan á þessum tveimur tonnum í Keflavík. Þetta hefur
í för með sér að í ráðstöfunarskýrslu er skráður afli bæði í
Grindavík (8 tonn) og í Keflavík (2 tonn). Viðskiptin milli
upphaflegs kaupanda og báts (10 tonn) sem fram koma í
vigtarskýrslu eru hins vegar eingöngu skráð í Grindavík.
b) Hafi afla ekki verið ráðstafað í ákveðna vinnslu er hann
talinn til birgða um mánaðamót. Þvíkemur fram mismunur
milli þessara skráa í samanburði á mánuðum og stafar það
af birgðabreytingum.
c) Tilfærsla milli tegunda getur orðið við að afli er ekki vand-
lega tegundagreindur. Við vigtun koma stundum í Ijós
tegundir sem ekki eru skráðar í viðskiptum báts og stöðvar.
Oftast er þó um óverulegt magn að ræða.
d) I einstaka tilfellum verður rýrnun á magni frá frumsölu til
vinnslu.
e) Afli er í flestum tilfellum skráður í tonnum og verð í
þúsundum króna. Einhver munur kemur fram þegar tölur
eru hækkaðar eða lækkaðar í næstu heilu tölu.
1.3 Nýjungar í Útvegi 1998
1.3 Changes in presentation
Öllu töfluverki títvegs hefur verið breytt frá útgáfu ársins
1997. Allar samtalstölur eru nú feitletraðar og settar fremst
og efst á síður. Þetta verður til þess að fyrstu tölumar sem
birtast em samtalstölur en þær eru síðan brotnar niður til
hægri á síðunni og ofan frá og niður úr.
Útvegur 1998 er samansettur af 9 köflum sem allir inni-
halda texta og töflur. Textinn er studdur myndum sem
auðvelda lesandanum að glöggva sig á þróun, t.d. í veiðum
ákveðinnarfisktegundaro.s.frv. Töfluverkkaflannaersíðan
jafn ítarlegt og töfluverk títvegs hefur verið fram til þessa.
Bætt hefur verið við nýjum töflum með ýmsum lykil-
upplýsingum. Þetta sést vel t.d. í töflum 5.1 - 5.4 um heildar-
afla og verðmæti. Einnig eru nýjar töflur í 6. kafla, t.d. þar
sem magn er tilgreint eftir verkunarstöðum (tafla 6.1.1).
Töflunúmemm hefur verið breytt til þess að þau falli að
hinni breyttu uppsetningu títvegs. Töflurnar fá nú sem fyrsta
gildi númer þess kafla sem þær birtast í, næst kemur númer
töflunnar og svo bætast við tölustafir, einn eða tveir, eftir
sundurliðun efnisins. Sem dæmi verður tafla um hagnýtingu
afla af Islandsmiðum eftir verkunarstað númer 6.1.1. Sex
stendurfyrrinúmerkaflans,einnstendurfyrirnúmeryfirtöflu
um hagnýtingu afla eftir fiskveiðisvæði, þriðja talan stendur
síðan fyrir hagnýtingu niður á verkunarstaði.
I þessu riti er sfld skipt niður í tvo flokka, norsk-íslenska
síld og síld. Sú sfld sem nefnd er norsk-íslensk er úr norsk-
íslenska síldarstofninum og hefur fram til þessa verið kölluð
Íslandssíld í títvegi. Nafngiftin íslandssfld hefur hins vegar
valdið miskilningi og því verður hún nefnd norsk-íslensk
síld í þessu riti. Islensk sumargotssíld verður áfram kölluð
sfld.
f títvegi 1998 em allar töflur þýddar á ensku.
1.4 Geisladiskur
1.4 CD-ROM
í fyrsta skipti býðst notendum títvegs að fá bókina á
geisladiski. Geisladiskur auðveldar alla vinnslu með gögn
þar sem töflurnar em á Excel-formi.
A geisladisknum em allar sömu upplýsingar og í bókinni
auk viðbótarupplýsinga. í kafla 5 eru auk þeirra taflna, sem
em í bókinni, töflur um afla og aflaverðmæti einstakra skipa.
f kafla 6 eru töflur um ráðstöfun afla í vinnslu settar fram
eftir verkunarstöðum, en í bókinni ná þessar upplýsingar
aðeins yfir verkunarsvæði. Ráðstöfun afla eftir heimahöfn
skips er einnig að finna á geisladisknum en í bókinni er
einvörðungu að finna upplýsingar eftir verkunarsvæðum
(suðurland, suðumes o.s.frv.). Tegundaskipting afla eftir
verkunarstöðum er ennfremur eingöngu á geisladisknum.