Útvegur - 01.10.1999, Blaðsíða 340
338
Afli erlendra ríkja við ísland og heimsafli
9. Afli erlendra ríkja við ísland og heimsafli
9. Fishing byforeign countries in Icelandic waters and the world catch
9.1 Afli erlendra ríkja við ísland á svæði Va
9.1 Fishing byforeign countries in Icelandic waters in the
Va region
Veiðar erlendra ríkja við ísland á svæði Va (sjá kort af
svæðinuíkafla ljátímabilinu 1983-1997hafa veriðtalsvert
breytilegar, fóru niður í 9 þús. tonn árið 1993 þegar þær voru
sem minnstar og mest upp í 99 þús. tonn árið 1997 eins og sést
á mynd 9.1.
Þennan áratug hafa veiðar erlendra ríkja dregist saman frá
því sem áður var á síðari hluta níunda áratugarins. Undan-
tekningarnar á þessu eru árin 1992 og 1997.
A veiðisvæði Va veiddu erlend skip um 5,3% heildaraflans
árið 1997, samanborið við 2,4% 1996 og 1^4% árin 1992-
1995. Af þessu sést að íslensk fiskiskip veiða rúmlega 95%
af þeim afla sem dregin er úr sjó við Island. Af erlendum
skipum við ísland veiða norsk og færeysk skip að jafnaði
mest. Árið 1997 veiddu Norðmenn og Færeyingar um 99,8%
þess afla sem erlend skip veiddu við Island.
Mynd 9.1 Veiðar erlendra ríkja við ísland á svæði Va 1983-1997
Figure 9.1 Fishing by foreign countries in Icelandic waters in the 'Va region 1983-1997
1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997
9.2 Heimsafli
9.2 World catch
Heimsafli hefur aukist jafnt og þétt á undanfömum árum og
hefur stigið úr rúmum 85 milljón tonnum árið 1992 í rúmar
93 milljónir tonna árið 1997. Eins og sést í töflu 9.7 um
heimsaflan árið 1997 eru Islendingar í 11. sæti yfir aflahæstu
þjóðir heims, en Islendingar veiddu um 2 milljónir tonna
samkvæmt heimildum FAO. Kínverjar eru í fyrsta sæti, þeir
veiddu um 15,7 milljónir tonna árið 1997 sem var 16,8% af
heimsaflanum það ár. Afli Islendinga á árinu 1997 var um
2,4% af heimsafla. Mynd 9.2 sýnir afla þeirra ríkja sem
veiddu mest á árinu 1997.
Þau tólf ríki sem veiddu yfir 2 milljónir tonna árið 1997
veiddu samtals um 62,4 milljón tonn eða sem svarar til 66,8%
af heimsafla. Önnurríki veiddu samtals 30,9 milljóntonneða
meira en helmingi minna en þau 12 stærstu.
Sé heimsafla skipt eftir meginlöndum kemur í ljós að Asíu-
ríki veiða langmest eða um 44 milljónir tonna árið 1997, þar
langt á eftir kemur síðan Suður-Ameríka með rúmlega 17
milljónir tonna og Evrópa er í þriðja sæti með um 12,5
milljónir. Langmest af aflanum kemur úr Kyrrahafi, rúm 53
milljónir tonna árið 1997, en þar á eftir kemur Atlantshaf þar
sem aflinn var tæpar 23 milljónir tonna.
Perúansjósa er sú tegund sem mest var veitt af í heiminum
árið 1997, loðna er sjöunda mest veidda tegundin og þorskur-
inn er í niunda sæti en tegundaskipting er misjöfn eftir árum
eins og sést á töflu 9.10.
I töfluhluta þessa kafla er einnig fróðlegt að skoða heildar-
afla einstakra ríkja og heildarafla eftir tegundum í NV-
Atlantshafi og NA-Atlantshafi, en þar fer næstum öll veiði
Islendinga fram.
Á NA-Atlantshafi eru Norðmenn aflasælastir þeirra ríkja
sem þar veiða, Islendingar fylgja síðan fast á hæla þeirra.
Samkvæmt heimildum FAO veiða Islendingar 2,2 milljónir
tonna þar en Norðmenn 2,9 milljónir tonna. Mynd 9.3 sýnir
skiptingu aflans í NA-Atlantshafi árið 1997.