Útvegur - 01.10.1999, Blaðsíða 50
48
Afli og aflaverðmæti
Karfi í beinni sölu, gámaviðskiptum og á innlendum
mörkuðum dróst saman á milli áranna 1997 og 1998. Árið
1998 voru bein viðskipti með karfa um 35% af heildarkarfa-
viðskiptunum en voru 40% árið 1997 og 42,5% árið 1996.
Þetta er um 18% samdráttur frá árinu 1996 til ársins 1998.
Verðið hækkaði í beinu viðskiptunum milli áranna 1997
og 1998 um 4,4%, svipuð hækkun átti sér stað í gáma-
viðskiptum eða 4,9%. Mest var verðhækkunin á innlendum
mörkuðum eða 13,3%. Þróunin í viðskiptum með karfa sést
vel í töflu hér að neðan.
Viðskipti með karfa 1996-1998
Redfish trading 1996-1998
1996
1997
1998
Bein viðskipti Direct trade
Magn (tonn) 28.777 29.245 24.072 Quantity (tonnes)
% af heildarafla 42,5 40.1 34,7 % oftotal catch
Verð (kr/kg) 36,98 36,04 37,63 Price (ISK pr. kg.)
Verðbr. frá fyrra ári % 6,5 -2,5 4,4 Price change from previous year, %
Gámaviðskipti Trading in containers
Magn (tonn) 8.243 7.702 5.825 Quantity (tonnes)
% af heildarafla 12,2 10,5 8,4 % oftotal catch
Verð (kr/kg) 114.72 123,44 129,45 Price (ISK pr. kg.)
Verðbr. frá fyrra ári % -2,6 7,6 4,9 Price change from previous year, %
Innlendir markaðir Trading on domestic markets
Magn (tonn) 5.658 4.703 3.927 Quantity (tonnes)
% af heildarafla 8,4 6,4 5,7 % oftotal catch
Verð (kr/kg) 66,14 63,87 72,36 Price (ISK pr. kg.)
Verðbr. frá fyrra ári % 7,0 -3,4 13,3 Price change from previous year, %
5.2.5 Úthafskarfi
5.2.5 Oceanic Redfish
Uthafskarfi er aðallega veiddur á Reykjaneshrygg. Úthafs-
karfaafli Islendinga hefur verið skráður frá 1989 og var
nokkurþúsundtonnfyrstuþrjúárin. Árið 1992 varaflinnum
14 þús. tonn og um 20 þús. tonn árið eftir. Árið 1994 var
aflinn kominn í um 47 þús. tonn og hafa Islendingar aldrei
veitt meira af úthafskarfa en það ár. Árið 1995 dróst aflinn
saman um 40% og var rúmlega 29 þús. tonn en árið 1996
náðist allur sá kvóti sem úthlutað var eða tæplega 47 þús.
tonn. Árið 1997 varð síðan aftur samdráttur í úthafskarfa-
veiðunum, aflinn dróst saman um 25% og fór niður í35 þús.
tonn. Árið 1998 glæddist veiðin aftur og voru veidd tæplega
46 þús. tonn. Þróunin sést á mynd 5.16.
Verðmæti úthafskarfaaflans var um 3.291 milljón krónur
áárinu 1998 sem er 39% aukning frá árinu 1997. Meðalverð
á úthafskarfa hækkaði úr 67,40 krónum á kíló 1997 í 72,15
krónur 1998. Þetta er um 7% hækkun meðalverðs á milli ára.
5.2.6 Grálúða
5.2.6 Greenland Halibut
Grálúðuaflinn dróst saman um 36,9% milli áranna 1997 og
1998. Aflinn var um 17 þús. tonn árið 1997 en rúm 10 þús.
tonn 1998. Hann hefur minnkað jafnt og þétt síðan 1989 er
hann var sem mestur, um 49 þús. tonn. Síðan þá hefur aflinn
dregist saman áhverju einasta ári ef undan er skilið árið 1993
þegar hann jókst um 6,3% frá árinu á undan. Þróun grálúðu-
aflans síðastliðin 20 ár er sett fram í mynd 5.18
Verðmæti aflans 1998 dróst saman um 40% frá fyrra ári.
Kflóverð á grálúðu var að meðaltali var 183,80 krónur árið
1997 en 175,56 krónurárið 1998, lækkunin nemur um 4,5%.
Grálúða er nær eingöngu veidd í botnvörpu, en þó var afli á
línu nokkur fram til ársins 1998 þegar einungis veiddust um
500 tonn eða 4% af heildarafla samanborið við 10% árið
1997.