Útvegur - 01.10.1999, Blaðsíða 19
Aðferðir og hugtök
17
1. Aðferðir og hugtök
1. Methods and concepts
1.1 Heimildir
1.1 Sources
Megnið af þeim tölum sem birtar eru í bókinni eru fengnar úr
vigtarskýrslum og ráðstöfunarskýrslum sem Fiskistofa safnar,
fer yftr og lætur Hagstofunni í té.
Vigtarskýrslur innihalda upplýsingar um aflakaup. Þar
kemur m.a. fram nafn fiskkaupanda, númer skráningar ofl.
ásamt öllum nauðsynlegum upplýsingum um keyptan afla,
svo sem fisktegund, stærðarflokkun, gæðaflokkun, magn og
verð. Ein skýrsla er gerð á hvert skip sem keypt er af og nær
skýrslan í flestum tilfellum yfir mánaðarviðskipti fisk-
kaupandans við skipið, tilgreind eftir dögum. Fiskkaupandi
útbýr vigtarskýrsluna og sendir Fiskistofu sem sér um
skráningu hennar. V igtarskýrslur eru sendar rafrænt eða eftir
hefðbundnum leiðum.
Við opinbert eftirlit sjávarafurða er leitast við að fylgja
afla eftir, allt frá því að hann er veiddur og þar til búið er að
vinna hann og afurðirnar komnar í hendur kaupenda. Hluti
af eftirlitinu felst í því að fylgjast með vinnslu afla og
myndun afurða hjá framleiðendum. I núverandi skipulagi fer
þetta eftirlit þannig fram að framleiðendur (aflakaupendur)
senda Fiskistofu skýrslu um ráðstöfun afla.
Ráðstöfunarskýrslur eru sendar Fiskistofu á mánaðarlega.
Fyrir hvem mánuð er greint frá afla sem var til ráðstöfunar og
hvernig honum var ráðstafað. Afli til ráðstöfunar saman-
stendur af birgðum í upphafi tímabils ásamt fiskkaupum
samkvæmt vigtarskýrslum. Afli til ráðstöfunar er annað
hvort unninn eða seldur óunninn. Því verður það aflamagn
sem til ráðstöfunar er, að vera jafnt því aflamagni sem er
verkað og því sem selt er óunnið. Ráðstöfunarskýrsla sýnir
í hvaða verkun aflinn fer. Hins vegar er ekki hægt að sjá á
ráðstöfunarskýrsluhvaðaafurðirverðatilhjáframleiðendum.
I stuttu máli veita vigtarskýrslurnar upplýsingar um allan
afla upp úr sjó en ráðstöfunarskýrslurnar segja til um vinnslu-
aðferð hans.
Fjölmargarupplýsingar sembirtast í Utvegi eru frá Hagstofu
íslands, t.d. upplýsingar um starfsfólk í sjávarútvegi og tölur
um útflutning. Skipaskrá Siglingastofnunar Islands er notuð
við gerð taflna um fiskiskipastólinn, Hafrannsóknarstofnun
leggur til upplýsingar um grásleppuafla og Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gögn
varðandi heimsafla og skiptingu hans eftir löndum og veiði-
svæðum. Alþjóða hafrannsóknarráðið (ICES) veitti
upplýsingar um veiðar erlendra skipa við Island. Fiskifélag
Islands hefur verið höfundum innan handar með fjölmargar
upplýsingar, sérstaklega varðandi samanburð milli ára, og
Fiskistofa útvegaði upplýsingar um innflutt hráefni til vinnslu
á Islandi. Eins og fyrr sagði varðveitir Fiskistofa ráðstöfunar-
og vigtarskýrslur. Upplýsingar um fjármunamyndun og
fjármuneign í veiðum og vinnslu eru loks fengnar frá
Þjóðhagsstofnun.
1.2 Skýringar á töflum
1.2 Explanatory notes to tables
Allur afli í bókinni er reiknaður yfir í óslægðan afla (fisk upp
úr sjó) og skiptir þá ekki máli í hvaða ástandi honum er
landað. Reiknistuðlar fyrir ákveðnar fisktegundir eru gefnir
upp í töflu 1.1. aftast í þessum kafla.
I kafla 5, um afla og aflaverðmæti, og kafla 6, um hagnýtingu
afla og ráðstöfun, eru tölur ýmist merktar „Islandsmið",
„Fjarlæg mið“ eða „Öll mið“. Með afla af Islandsmiðum er
átt við fisk sem veiðist innan fiskveiðilögsögunnar auk afla
úr stofnum sem ýmist halda sig innan eða utan lögsögu svo
sem úthafskarfa og síld af norsk-íslenska stofninum. Afli af
fjarlægum miðum er sá fiskur sem Islendingar veiða í Barents-
hafi, á Flæmingjagrunni, við Austur-Grænland auk annarra
miða. Afli af öllum miðum er síðan samtala hinna tveggja
fyrmefndu.
I köflum 5 og 6, um afla og ráðstöfun hans, eru birtar neðst
í hverri töflu tölur um aukaafurðir. Þessar tölur eru ekki
teknar með í heildartölum sem birtar eru efst í hverri töflu.
Aukaafurðimar (hrogn, lifur o.fl.) em viðbót við slægðan
fisk og þar sem allur fiskur er reiknaður yfir í óslægðan fisk
væri það tvítalning að bæta aukaafurðunum við heildamiður-
stöðumar.
Upplýsingar um afla erlendra skipa, sem landað var til
vinnslu hérlendis, em birtar í töflum 8.1- 8.5. Hins vegarer
þetta innflutta hráefni ekki aðskilið frá innlendu í töflurn um
framleiðslu og útflutning sjávarafurða í kafla 7.
Verðmætatölur eru vergar (brúttótölur) nema annað sé
tilgreint. Afli sem seldur er á markaði, hvort heldur sem er
innanlands eða utan, er tilgreindur á söluverði. Verðmæti
selds afla erlendis miðast við gengi á söludegi.
í töflum 9.1 og 9.2 er afla skipt milli veiðisvæðis Va og
annarra veiðisvæða. Veiðisvæði Va er skilgreint af alþjóða-
stofnunum og er eins og sést á mynd 1.1 aftast í þessum kafla.
í töflum þar sem fram kemur fjöldi skipa er miðað við
skráningarnúmer en ekki nafn skips. Því telst hvert skip
aðeins einu sinni þrátt fyrir að það komi fram með afla undir
tveimur eða fleiri nöfnum.
f bókinni er nær eingöngu notuð landshlutaskipting, nema
í kafla 4 um skipastólinn þar sem kj ördæmaskipting er notuð.
Landshlutaskiptingin er eftirfarandi:
Höfuðborgarsvæði: Reykjavík, Kópavogur, Garðabær,
Hafnarfjörður, Seltjarnarnes
Suðurnes: Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Sandgerði,
Garður, Vogar, Hafnir.
Vesturland: Akranes, Hellissandur, Rif, Ólafsvík, Grundar-
fjörður, Stykkishólmur, Hellnar, Borgarnes, Amarstapi,
Búðardalur, Flatey á Breiðafirði.
Vestfirðir: Reykhólar, Barðaströnd, Brjánslækur, Patreks-
fjörður, Tálknafjörður, Bfldudalur, Þingeyri, Flateyri, Suður-
eyri, Bolungarvík, Hnífsdalur, ísafjörður, Súðavík, Strandir,
Drangsnes, Hólmavík.