Útvegur - 01.10.1999, Blaðsíða 28
26
Fiskiskipastóllinn
4. Fiskiskipastóllinn
4. Fishingfleet
Samkvæmt skipaskrá Siglingastofnunar voru þilfarsskip í
íslenska fiskiskipaflotanum í árslok 1998 795 talsins. Þau
mældust samtals 120.742 brúttórúmlestir og heildarafl aðal-
véla var 414.020 kW. Meðalaldur skipanna var 20,1 ár.
Opnir bátar sem lögðu upp afla 1998 voru 849. tít frá
þessum upplýsingum má áætla að fjöldi íslenskra skipa á
árinu 1998 hafi verið 1.644. Þar af lögðu 1.610 skip upp afla
á árinu 1998 (sjá töflu 5.18).
Þess ber að geta að tölur um þilfarsskip, þ.e. vélbáta og
togara, sem birtast í töfluhluta hér að aftan, eru unnar úr
skipaskrá Siglingastofnunar og miðast við skip sem voru
skráð þar um áramótin 1998-1999. Þarna eru skráð öll
fiskiskip án tillits til veiðiréttinda þeirra. Því eru í þessum
tölum nokkur skip sem ekki voru með veiðiheimildir í
íslenskri lögsögu, og einnig skip sem hafa veiðiheimildir
sem eru ekki nýttar á viðkomandi skipi heldur fluttar á önnur
skip. Einnig þarf að athuga að opnir bátar eru ekki reiknaðir
með í tölum um stærð, vélarafl og þess háttar. Flokkurinn
opnir bátar, sem tíundaður er hér að framan, jafngildir ekki
flokki sem nefndur er “smábátar” í fiskveiðistjómunarkerfinu.
4.1 Fjöldi skipa
4.1 Number of vessels
Arið 1998 hafði skipum fjölgað um 5 frá árinu 1997 og er
þetta í fyrsta skipti síðan 1990 sem skipum fjölgar, en þeim
hafðifækkaðumhérumbil200átímabilinu 1990-1997. Sú
fækkun hefur jafnað út, reyndar gott betur en það, þá fjölgun
sem varð í flotanum á ámnum 1987-1990 (178 skip).
Smávægileg fjölgun milli áranna 1997 og 1998 og einnig
lítill samdráttur milli áranna 1996-1997 sýnir að ákveðinn
stöðugleiki virðist vera að myndast í fiskiskipastóli Islendinga
eftir sveiflurnar á árabilinu 1987-1996. Þetta sést á mynd
4.1. um þróun fjölda fiskiskipaflotans síðastliðin 15 ár.
Mynd 4.1 Fiskiskipaflotinn 1984-1998. Fjöldi skipa
Figure4.1 Thefishingfleet 1984-1998. Number of vessels
1200 -j-----------------------------------------------------
1000 -------------------------------------------------------
1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998
Fjöldi skipa segir mikla sögu um þróun sjávarútvegs en
stærð þeirra skiptir einnig miklu máli. Af þeim 795 skipum
sem skráð voru um áramótin 1998-1999, voru 102 togarar,
13 færri en árið 1997.
Flest skipin eru í minnsta stærðarflokknum, þ.e. flokki
vélbáta undir 12 brúttórúmlestum. Árið 1998 voru 328 bátar í
þessum flokki, um 41% af heildarfjöldanum, og hafði fjölgað
um 15 báta ffá fyrra ári. Bátar á bilinu 13-50 brúttórúmlestir
voru 124 en voru 123 árið 1997. Bátar í stærðarflokknum 51-
200brúttórúmlestir voru 158 árið 1998 en 160 árið 1997. Skip,
önnur en togarar, 200 brúttórúmlestir eða stærri, voru 83 árið
1998, fjórum skipum fleiri en árið 1997. Af þessum fjórum
skipum sem bættust við árið 1998 voru tvö í flokki skipa yfir
800 brúttórúmlestir, eitt í flokki 501-800 brúttórúmlesta og eitt
í flokki skipa 201-500 brúttórúmlestir. Því má segja að þær
breytingar sem urðu á samsetningu fiskiskipastólsins á árinu
1998 hafi verið fækkun togara annars vegar og fjölgun smábáta
undir 200 brúttórúmlestum hins vegar.
4.2 Stærð fiskiskipaflotans
4.2 Size ofthe fishingfleet
Stærð fiskiskipaflotans mæld í brúttórúmlestum dróst nokkuð
saman árið 1998, eða um 4.000 brúttórúmlestir. Þetta virðist