Útvegur - 01.10.1999, Blaðsíða 42
40
Afli og aflaverðmæti
Heildaraflaverðmæti til útgerðarinnar nam 59,3 milljörðum
króna árið 1998 og jókst um 5% frá því árið á undan. Heildar-
afli í tonnum dróst hins vegar saman um 23%.
Þegar hlutur fiskmarkaða er skoðaður liggur beint við að
draga frá uppsjávaraflann því að hann fer nánast aldrei um
markað þó að í reynd sé t. d. loðnan á hörðum uppboðsmarkaði.
S ala á loðnu fer fram á fj arskiptamarkaði en ekki á staðbundn-
um markaði. Einnig er dreginn frá afli vinnsluskipa og afli af
fjarlægum miðum, sem kemur mestallur unninn á land, svo
og sá afli sem siglt er með beint á erlendan markað. Þegar
þetta hefur verið gert eru eftir um 583 þús. tonn sem annað
hvort fara á markað eða ekki. Árið 1998 voru 106 þús. tonn
seld á markaði, eða um 18%.
Mynd 5.6 sýnir verðmæti aflans 1988-1998 á verðlagi
ársins 1998. Þar sést að verðmæti aflans var, eins og áður
hefur komið fram, um 59 milljarðar og hafði aukist um 2
milljarða frá árinu 1997. Á myndinni sést greinilega að verð-
mæti fiskaflans sveiflast á bilinu 52 milljarðar og upp í 61
milljarð 1991.
Mynd 5.6 Verðmæti heildarafla 1988-1998 á verðlagi ársins 1998. Afli af öllum miðum
Figure 5.6 Value of total catch 1988-1998 at 1998 prices. Catch from all fishing grounds
Hér verður fjallað um afla og aflaverðmæti helstu tegunda
sem bera uppi heildarafla Islendinga. Stuðst er við tölur af
fslandsmiðum nema annað sé tekið fram. Það á einnig við um
myndir og töflur nema annað sé sérstaklega tekið fram.
5.2.1 Þorskur
5.2.1 Cod
Heildarþorskafli íslenskra fiskiskipa af öllum miðum árið
1998 var 242.968 tonn og jókst um 17% frá árinu áður. Af
þessum afla veiddust aðeins 1.423 tonn á fjarlægum miðum
og var því aflinn af íslandsmiðum 241.545 tonn, 19% meiri
enárið 1997.Árið 1996 veiddist7,3%þorskaflansáfjarlægum
miðum, árið 1997 um3%en 1998 fór hlutfallið niður í 0,6%.
Eins og fram kemur á mynd 5.7 jókst þorskafli af íslands-
miðum ár frá ári 1984-1987, og komst í 390 þús tonn. Á
árunum 1987-1995 dróst aflinn jafnt og þétt saman og var
aflamagnið árið 1995 orðið tæpur helmingur þess sem það
var árið 1987. En á síðustu þremur árum hefur þorskaflinn
aukist á nýjan leik og hefur aukningin verið hlutfallslega
mjög mikil. Aukningin var mun meiri milli áranna 1997-
1998 en milli áranna 1996-1997 eða rúm 19%. Þrátt fyrir
þessa aukningu nær heildarafli þorsks af íslandsmiðum árið
1998 ekki nema um 63% af aflanum árið 1987.
V erðmæti þorskaflans í heild var um 21,5 milljarðar króna
árið 1998 samanborið við um 15,6 milljarða árið 1997.
Aukningin frá fyrra ári er því um 38%. Verðmætið af íslands-
miðum var 21,4 milljarðar 1998 en var 15 milljarðar 1997.
V erðmætaaukningin er um 43 %. Verðmæti þorskaflans jókst
töluvert meira en magn hans sem skýrist af hærra verði.
Meðalverð á þorski af íslandsmiðum til útgerðar var 88,48
krónur á kíló á árinu 1998 og er þá tekið tillit til allra
viðskipta, þ.e. hvort heldur fiskurinn er ferskur, frosinn,
seldur beint á markað o.s.frv. Þetta er um 14 krónum hærra
verð á kfló en fékkst fyrir þorsk árið 1997 (mynd 5.8).
I töflu í þessum textahluta sést verðþróun síðustu þriggja
ára í beinum viðskiptum, gámaviðskiptum og á innlendum
mörkuðum. Þar kemur fram að á árinu 1998 fór hlutur beinna
viðskipta vaxandi og verðið hækkaði um 9,8% frá árinu áður
en hafði þá að mestu staðið í stað frá árinu 1995.
Gámaviðskipti jukust líkt og undanfarin 3 ár eftir verulegan
samdrátt árið 1995 og fóru yfir 5.000 tonn. Verðið í þessum
viðskiptum hefur hækkað mjög mikið undanfarin tvö ár og
þar af um um 22% milli áranna 1997 og 1998. Fjórðungur af