Sveitarstjórnarkosningar - 01.03.1993, Qupperneq 22
20
Sveitarstjórnarkosningar 1990
voru 88.561 (49,9%) og konur 88.922 (50,1%), 361 fleiri. í
tölu kjósenda á kjörskrá eiga ekki að vera taldir neinir, er
fengu kosningarrétt eftir kjördag en áður en kjörskrá gekk úr
gildi um komandi áramót, eða höfðu ekki kosningarrétt af
öðrum ástæðum.
Kjósendum fjölgaði um 8.445 frá síðustu sveitarstjórnar-
kosningum, eða um 5,0%. Þá var tala þeirra 169.038, sem
nam 69,6% afíbúatölunni. Kjósendur á aldrinum 18-21 árs,
sem höfðu nú í fyrsta sinn aldur til að kjósa í sveitarstjórnar-
kosningum, voru um 16.300 eða 9,2% kjósenda.
Itöflu 1 ersýndtalakjósendaákjörskráíhverjusveitarfélagi
og í 2. yfirliti er sýnd tala kjósenda á hvem sveitarstjórnarmann
ogfjölgunkjósendafrákosningunum 1986. Þarermiðað við
sömu sveitarfélög í hverjum flokki bæði árin og ræður
flokkun þeirra 1990 hvar þau teljast.
Norðurlandaborgarar, sem voru á kjörskrá, voru taldir
sérstaklega í tvö fyrstu skiptin sem þeir höfðu kosningarrétt,
1982 og 1986. Ætlast var til þess að tala þeirra yrði einnig
tilgreind á kosningarskýrslu hvers sveitarfélags við kosning-
arnar 1990, en svo mikill misbrestur varð á þvi að það væri
gert, að samtalning þeirra er marklaus.
Kjósendatala á upphaflegum kjörskrárstofni var 180.235
en endanleg tala kjósenda á kjörskrá varð 2.742 lægri, eða
177.483 eins og fyrr segir. I Reykjavíklækkaði talan um 845
og í öðrum sveitarfélögum samtals um 1.907. Bæði
kjörskrárstofn og endanleg kjörskrá eru unnin á sérstakan
hátt fyrir Reykjavík og breytingar frá kjörskrárstofni ekki
sambærilegar við brey tingar annars staðar. Skýrsla barst ekki
um þetta úr Kópavogi, en þar voru 163 færri á kjörskrá en
kjörskrárstofni. I öðrum sveitarfélögum breyttust upphaflegar
tölur eftir kjörskrárstofnum, sem birtar voru í mars, sem hér
segir:
A kjörskrárstofni (án Reykjavíkur og Kópavogs) 97.638
Breytingar áður en kjörskrá var lögð fram:
Bætt á kjörskrá +1.052
Teknir af kjörskrá -1.382
A kjörskrá þegar hún var lögðfram 97.308
Breytingar eftir að kjörskrá var lögð fram:
Bætt á kjörskrá með kæru eða dómi +834
Teknir af kjörskrá með kæru eða dómi -580
Dánirfyrirkjördag -215
A kjörskrá á kjördegi 97.344
Fæddir 1972, ekki orðnir 18 ára á kjördegi -1.524
Með kosningarrétt á kjördegi 95.823
5. Kosningaþátttaka
5. Participation
I sveitarstjómarkosningunum 1990 greiddu atkvæði 144.485
kjósendur í 199 sveitarfélögum, eða 82,0% af þeim 176.218
sem voru þar á kjörskrá. Er það næstum því sama þátttaka og
1986, en þá var hún 81,9%.
Atkvæði greiddu 72.258 karlar og 72.227 konur, 31 færri.
Var þátttaka karla 82,3% (82,3% 1986) og kvenna 81,7%
(81,5% 1986).
I töflu 1 er sýnd tala karla og kvenna, sem greiddu atkvæði,
og kosningarþátttaka í hverju sveitarfélagi, og í töflu 2 eru
sömu tölur fyrir hvern kjörstað í Reykjavík. í 2. yfirhti er
sýnd skipting sveitarfélaganna eftir því hver þátttakan var. I
3. yfirliti er sýnd kosningarþátttaka karla og kvenna eftir
flokkum s veitarfélaga og í sveitarfélögum með 1.000 íbúa og
fleiri. Kosningarþátttaka er jafnan minni í óbundnum
kosningum en listakosningum. Þar sem hlutbundin kosning
var, varð þátttakan 82,7%, en 72,5% þar sem hún var
óbundin.
Mest kosningarþátttaka í sveitarfélögum með 1.000 íbua
og fleiri var á Ólafsfirði, 94,7%, í Ólafsvík, 92,9% og á
Blönduósi, 92,4%, en minnst á Akureyri, 71,7%, á Höfn,
77,5%, og á Egilsstöðum, 80,0%.
í sveitarfélögum með 300-999 íbúa þar sem kosning var
hlutbundin var þátttaka mest í Búlandshreppi, 95,1%.
Eyrarsveit, 94,9%, og Breiðdalshreppi, 94,3%, en minnst í
Patrekshreppi, 78,7%, Hvammstangahreppi, 82,6%, og
Raufarhafnarhreppi, 83,0%.
I sveitarfélögum með 300-999 íbúa þar sem kosning var
óbundin var þátttaka mest í Gnúpverjahreppi, 83,8%, og
Svalbarðsstrandarhreppi, 80,6%, en minnst í Aðaldælahreppi.
52,1%, og Grýtubakkahreppi, 60,6%.
I sveitarfélögum með færri en 300 íbúa þar sem kosning
var hlutbundin var þátttaka mest í Skarðshreppi í Skagafirði,
98,7%,ogNorðfjarðarhreppi,98,2%,enminnstíSúðavíkur-
hreppi, 89,0%, og Grímsneshreppi, 89,1%.
I sveitarfélögum með færri en 300 íbúa þar sem kosning
var óbundin var þátttaka mest í Torfalækjarhreppi, 92,5%,
Laugardalshreppi, 91,6%, og Austur-Eyjafjallahreppi, 90,1 %,
en minnst í Geithellnahreppi, 40,7%, Miðdalahreppi, 47,2%,
og Skagahreppi, 47,4%.
I fimm sveitarfélögum greiddu allar konur á kjörskrá
atkvæði. Þau voru Norðfjarðarhreppur, Skarðshreppur í
Skagafirði, Snæfjallahreppur (3 konur á kjörskrá), Sveins-
staðahreppur og Torfalækj arhreppur. Þátttaka karla var mest
í Vestur-Landeyjahreppi, 98,4%, Eyrarsveit, 98,3%, og
Hafnahreppi, 98,1%.
Minnst var þátttaka karla í Geithellnahreppi, 36,4%,
Skagahreppi, 48,6%, og Skorradalshreppi og Miðdalahreppi,
50%. Þátttaka kvenna var minnst, minni en 50%, í Fjalla-
hreppi, 40,0% (5 konur á kjörskrá), Kirkjuhvammshreppi,
43,8%, Miðdalahreppi, 43,9%, Skagahreppi, 45,0% og
Geithellnahreppi, 47,6%.
6. Atkvæði greidd utan kjörfundar
6. Absentee votes
Kjósandi, sem gerir ráð fyrir því að hann geti ekki vegna
fjarveru eða af öðrum ástæðum sótt kjörfund á kjördegi á
þeim stað þar sem hann er á kjörskrá, hefur heimild til þess
að greiða atkvæði utan kjörfundar. Með alþingiskosninga-
lögunum frá 1987 var þessi heimild rýmkuð þannig að ekki
þurfti lengur að tilgreina sérstaklega ástæðu fyrir atkvæða-
greiðslu utan kjörfundar. Aður þurftu kjósendur að tilgreina
tiltekna ástæðu fyrir því að vilja kjósa utan kjörfundar og vera
staddir utan þess sveitarfélags, þar sem þeir stóðu á kjörskrá,
eða gera ráð fyrir að verða það. Sömu heimild höfðu þeir, sem
samkvæmt læknisvottorði var gert ráð fyrir að dveldust á
sjúkrahúsi á kjördegi, barnshafandi konur sem ætla mátti að