Sveitarstjórnarkosningar - 01.04.1998, Side 9
Inngangur
Introduction
1. Lög um sveitarstjórnarkosningar
1. Legislation concerning local government elections
Um kosningar til sveitarstjóma gilda lög um kosningar til
Alþingis frá árinu 19871, með þeim frávikum sem kveðið er
á um í sveitarstjómarlögum sem sett vom árið 1986.2
Samkvæmt þeim er kjörtímabil sveitarstjóma fjögur ár og
fara almennar sveitarstjómarkosningar fram síðasta laugardag
í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu.
Heimilt er, að ósk sveitarstjóma, að fresta kosningum í
sveitarfélögum, þar sem færri en 3A hlutar íbúanna em búsettir
í kauptúnum, til annars laugardags í júní. Ósk um frestun
kosninga skal hafa borist félagsmálaráðuneytinu fyrir 1. apríl
kosningaársins.3
Fulltrúar í sveitarstjómum skulu kjömir í leynilegum
almennum kosningum sem era með tvennu móti:
a. Bundnar hlutfallskosningar þar sem kosning er bundin við
framboð á listum og fulltrúar á hverjum lista ná kjöri í
hlutfalli við það atkvæðamagn sem listinn fær.
b. Óbundnar kosningar þar sem kosning er ekki bundin við
framboð en allir kjósendur era í kjöri nema þeir sem
löglega era undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa
fyrir ffam skorast undan því.4
I sveitarfélögum, þar sem íbúar eru fleiri en 300, skal kjósa
bundinni hlutfallskosningu.
í öðram sveitarfélögum skulu kosningar vera óbundnar.
Þó skal einnig þar kjósa bundinni hlutfallskosningu ef 20
kjósendur eða einn tíundi hluti kjósenda krefjast þess í bréfi
stíluðu til oddvita yfirkjörstjómar eigi síðar en sex vikum
fyrir kjördag.
Nú kemur enginn framboðslisti fr am áður en fr amboðsfresti
lýkur eða svo fá nöfn eru á ffamboðslistum að sveitarstjóm
verður ekki fullskipuð í bundinni kosningu og skal þá kosning
verða óbundin.
Nú kemur aðeins ffam einn ffamboðslisti og skal þá
yfirkjörstjóm ffamlengja ffamboðsffest um tvo sólarhringa.
Komi ekki fram nýr ffamboðslisti áður en þeim ffesti lýkur
verður ffam kominn ffamboðslisti sjálfkjörinn.5
Þegar almennar sveitarstjómarkosningar eiga að fara fram
skulu öll ffamboð tilkynnt skriflega yfirkjörstjóm þeirri sem
í hlut á eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann dag þegar fj órar vikur
eru til kjördags.6
1 Lög um kosningar til Alþingis nr. 80 16. október 1987, sbr. lög nr. 10/1991
og lög nr. 92/1991.
2 12. gr. sveitarstjómarlaga nr. 8 18. apríl 1986.
3 1. mgr. 13. gr. laga nr. 8/1986.
4 14. gr. laga nr. 8/1986.
5 15. gr. laga nr. 8/1986.
6 1. mgr. 27. gr. laga nr. 8/1986, sbr. 4. gr. laga nr. 19/1994.
Sveitarstjómarlögin 1986 komu í stað sveitarstjómarlaga
ffá árinu 19617, laga um sveitarstjómarkosningar ffá 1962*
og laga um sameiningu sveitarfélaga frá 1970.9
Kosningartíminn er meðal þeirra atriða sem þessi lög
breyta. Eftir sveitarstjómarlögunum ffá 1961 var kosið til
sveitarstj ómar í kaupstöðum og þeim hreppum, þar sem fullir
3A íbúanna bjuggu í kauptúni (,,kauptúnahreppum“), síðasta
sunnudag í maímánuði, sem ekki bar upp á hvítasunnu, en í
öðrum hreppum síðasta sunnudag í júní. Með breytingu á
lögunum árið 198210, sem kom til framkvæmda þá um vorið,
var kosningardagur færður frá sunnudegi til laugardags á
sama tíma, og skyldi hann á sama hátt ekki bera upp á
aðfangadag hvítasunnu. Samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða
varðandi kosningamar 1986" gilti fyrri skipan á kosninga-
tímanum að öðm leyti en því, að þar sem annars hefði verið
kosið síðasta laugardag í júní var kosið annan laugardag í
júní.
Samkvæmt eldri lögum var ákveðið að í kaupstöðum og
kauptúnahreppum skyldi kosning vera hlutbundin, nema
enginn listi kæmi ffam, þá yrði hún óhlutbundin. í þeim
hreppum, sem kosið var í i júní, skyldi kosning vera óbundin,
nema l/w hluti kjósenda eða 25 þeirra hið fæsta krefðust
hlutbundinnar kosningar.12
Til þess að ffamboðslisti teljist réttilega borinn fram þarf
tiltekinn fjöldi kjósenda að mæla með listanum. Lágmarks-
fjöldi meðmælenda er 10 í sveitarfélagi með færri en 500
ibúa, 20 í sveitarfélagi með 501-2.000 íbúa, 40 í sveitarfélagi
með 2.001-16.000 íbúa og 100 í sveitarfélagi með 16.001
íbúa og fleiri. Hámarkstala meðmælenda er tvöfold tilskilin
lágmarkstala.13
Samkvæmt núgildandi sveitarstjórnarlögum nefnast
sveitarfélög hreppar, bæir eða kaupstaðir.14 Þar sem meiri
hluti íbúa hrepps býr í þéttbýli og íbúafjöldi hefur náð að
minnsta kosti 1.000 í þrjú ár samfellt, getur hreppsnefnd
ákveðið í samþykkt um stjóm sveitarfélagsins að það nefnist
kaupstaður eða bær, og nýtur það þá þeirrar stöðu sem
kaupstaðirhafahaft.15 Meðal þess sem breyttistmeð sveitar-
stj ómarlögunum 1986 var skipan sveitarfélaga í kaupstaði og
sýslur. Áður urðu hreppar að kaupstað með lagasetningu og
fengu þá sérstöðu og voru utan sýslufélaga.16 Sýslufélög
hurfu úr sögunni og urðu ekki lengur hin lögbundnu samtök
7 Lögnr. 58/1961, sbr. lögnr. 28/1968, lögnr. 52/1972, lögnr. 41/1976, lög
nr. 19/1978, lög nr. 9/1982 og lög nr. 12/1983.
8 Lög nr. 5/1962, sbr. lög nr. 5/1966, lög nr. 7/1978, lög nr. 8/1982, lög nr.
10/1982 og lög nr. 64/1984.
9 Lögnr. 70/1970.
10 1. mgr. 17. gr. laganr. 58/1961, sbr. 1. gr. laganr. 9/1982.
11 Ákvæði til bráðabirgða II við lög nr. 8/1986.
12 2.-4. mgr. 15. gr. laganr. 58/1961.
13 2.-4. mgr. 27. gr. laga nr. 8/1986.
14 2. mgr. 1. gr. laga nr. 8/1986.
15 2. mgr. 10. gr. laga nr. 8/1986, sbr 1. gr. laga nr. 26/1988.
16 1. mgr. 3. gr. og 92. gr. laga nr. 58/1961.