Sveitarstjórnarkosningar - 01.04.1998, Side 87
Sameining sveitarfélaga 1993 og 1994
85
Loks er gerð tillaga um að Þórshafnar- [hreppur], Sauða-
neshreppur og hluti Svalbarðshrepps sameinist í liðlega 600
manna sveitarfélag.
Austurland
Umdæmanefnd Austurlands leggur til að sveitarfélögum á
Austurlandi verði fækkað úr 30 i átta. Tillögumar gera ráð
fyrir að á svokölluðu norðursvæði myndu Skeggjastaða-
hreppurog Vopnafjarðarhreppursameinastmeð liðlega 1.000
íbúa.
A Héraðssvæði er lagt til að að ellefu hreppar sameinist
með liðlega 3.000 íbúa. Það era Hlíðarhreppur, Jökuldals-
hreppur, Fljótsdalshreppur, Fellahreppur, Tunguhreppur,
Hjaltastaðarhreppur, Borgarfjarðarhreppur, Skriðdals-
hreppur, Vallahreppur, Egilsstaðir og Eiðahreppur.
Þá er lagt til að Neskaupstaður og Norðfjarðarhreppur
sameinist Mjóafjarðarhreppi í liðlega 1.760 manna sveitar-
félagi og Reyðarfjörður og Eskifjörður sameinist í liðlega
1.800 manna sveitarfélagi. Sunnar myndu Fáskrúðsfjarðar-,
Búða-, Stöðvar- og Breiðdalshreppur sameinast í tæplega
1.500 manna sveitarfélag og loks er gert ráð fyrir að á suður-
svæði sameinistsexhrepparmeðnærri2.500 manns. Það eru
Bæjarhreppur, Nesjahreppur, Höfn, Mýrahreppur, Borgar-
hafnarhreppur og Hofshreppur.9
Suðurland
A Suðurlandi er lagt til að sveitarfélögum á Austurlandi verði
fækkað úr30 í sjö. Afþessum 30 standiþrjú óbreytt,10 * hin27
skiptist í fjögur sveitarfélög. Rangárvallasýslu verði skipt í
tvö sveitarfélög (um Eystri-Rangá), austur- og vestursvæði.
Austan Rangár yrðu eftirtaldir hreppar með um 1.750 íbúa:
Austur-Eyjafjallahreppur, Vestur-Eyjaljallahreppur, Austur-
Landeyjahreppur, Vestur-Landeyjahreppur, Fljótshlíðar-
hreppur og Hvolhreppur. Vestan Rangár er lögð til sameining
fjögurra hreppa með tæplega 1.600 íbúa, þ.e. Rangárvalla-
hrepps (Hellu), Holta- og Landsveitar, Asahrepps og Djúpár-
hrepps.
Nefndin leggur til að Ámessýslu verði skipt í tvö sveitar-
félög. í efri hluta yrðu eftirtalin átta sveitarfélög með liðlega
2.300 íbúa: Skeiðahreppur,Gnúpverjahreppur,Hranamanna-
hreppur, Biskupstungnahreppur, Laugardalshreppur, Gríms-
neshreppur, Þingvallahreppur og Grafningshreppur.
í neðri hluta yrðu Flói og Ölfus með nærri 8.700 íbúa. Þar
er um að ræða Selfosskaupstað, Gaulverjabæjarhrepp,
Stokkseyrarhrepp, Eyrarbakkahrepp, Sandvíkurhrepp, Hraun-
gerðishrepp, Villingaholtshrepp, Hveragerði og Ölfúshrepp
(með Þorlákshöfn).“
C. Atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga 20.
nóvember 1993
Elections on the amalgamation of municipalities 20
November 1993
Hinn20.nóvember 1993 fórffamatkvæðagreiðslaumtillögur
9 Á Seyðisfirði og í Djúpavogshreppi kæmi ekki til frekari sameiningar
sveitarfélaga en orðin er.
10 Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur, þar sem sem sjö hreppar hafa þegar
verið sameinaðir í tvo, og Vestmannaeyjar.
umdæmanefnda um sameiningu sveitarfélaga. Tölur um
kosningamar er að finna í töflu 1 og yfirlitum I-IV.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum semja sveitarstjórnir
kjörskrá byggða á kjörskrárstofhi sem Hagstofa hefur látið
þeim í té.11 Atkvæðisbærir við þessa atkvæðagreiðslu vora
þeir sem skráðir vora með lögheimili í viðkomandi sveitar-
félagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 1. september 1993 og
áttu kosningarrétt við sveitarstjómarkosningar.12 Á kjörskrá
þar sem kjósa skyldi vora 151.255, 75.325 karlarog 75.930
konur. Þar af vora 694 danskir, fmnskir, norskir og sænskir
ríkisborgarar. Á kjörskrárstofni í þeim 11 sveitarfélögum
sem tóku ekki þátt í sameiningarkosningunum vora 34.035,
17.141 karlar og 16.894 konur. Alls væra þetta 185.350
kjósendur eða 70,0% af íbúatölu landsins, en hún var 264.919
1. desember 1993.
Atkvæði greiddu 62.478 eða 41,9% kjósenda á kjörskrá.
Af körlum greiddu 33.363 atkvæði, 44,3%, ogkonum 29.115,
38,3%. Mest var þátttaka í Grafningshreppi, 93,9%, en
minnst í Reykjavík, 24,1%. Þegar litið er á hvert hinna fyrir-
huguðunýju sveitarfélaga varþátttakamest í Hnappadalssýslu
og Skógarströnd (É)13,79,6%, enminnst áHöfuðborgarsvæði
(A), 27,6%.
Atkvæði greidd utan kjörfundar vora mjög fá miðað við
aðrar almennar kosningar, einungis 2.061 eða 3,3% greiddra
atkvæða.
T i 1 lögur umdæmanefnda voru samþykktar með meiri hluta
atkvæða í 64 sveitarfélögum en felldar í 121, þar af í tveimur
ájöfnum atkvæðum, Snæfjallahreppi og Skeggja-staðahreppi.
Á landinu öllu féllu atkvæði svo að 35.898 kjósendur voru
tillögunum samþykkir en 25.906 andvígir, 560 skiluðu
auðum seðli og 114 ógildum. Af gildum atkvæðum voru
58,1% með þeim og 41,9% á móti. Þessar heildartölur fyrir
landið era þó merkingarlausar varðandi úrslit atkvæða-
greiðslunnar þar sem þau ráðast í hverju og einu sveitarfélagi.
Tillögumar fengu yfír 90,0% fylgi í þremur sveitarfélögum.
Hæst atkvæðahlutfall fékk sameiningartillaga í Hafnahreppi,
98,0%, Fellsstrandarhreppi, 90,9%, ogKeflavík, 90,3%. 118
sveitarfélögum var tillögum hafnað með yfir 90,0% gildra
atkvæða. I Fjallahreppi voru aðeins greidd tvö gild atkvæði
og féllu bæði þannig. Annars var hæst hlutfall þeirra sem
höfnuðu tillögunum, meira en 95%, í fjórum hreppum i
Húnavatnssýslu, í Bólstaðarhlíðarhreppi, þar sem hlutfallið
var 98,6%, Svínavatnshreppi, Þverárhreppi og Sveinsstaða-
hreppi, svo og i Þingvallahreppi og Reykjarfjarðarhreppi.
Áðeins í einu af fyrirhuguðu sveitarfélögunum var sam-
eining samþykkt með meiri hluta atkvæða í öllum núverandi
sveitarfélögum. Það var í Staðarsveit, Breiðuvíkurhreppi,
Neshreppi og Ólafsvík (F). Á fjórum öðram svæðum hlaut
tillaga umdæmanefhdar meiri hluta atkvæða í 2/3 núverandi
sveitarfélaga, í Dölum (H), Vestur-Barðastrandarsýslu (I), í
Þistilfirði og á Langanesi (S) og í Mjóafirði og Norðfirði (U).
Þama er viðkomandi sveitarstjómum heimilt að ákveða
sameiningu þeirra sveitarfélaga sem samþykkt hafa sam-
eininguna.14 Annars staðar var tillagan felld að öllu leyti með
11 2. mgr. 21. gr. sveitarstjómarlaga nr. 8/1986.
12 19. gr. laga nr. 8/1986.
13 Fyrirhuguð sveitarfélög eru án heitis að svo stöddu. Þess vegna er vísað til
þeirra með bókstaf hér í textanum og í töflu I. Þar sést hvaða sveitarfélög
sem fyrir em falla undir hvert hinna 32 nýju sveitarfélaga.
14 2. tölul. 1. gr. laga nr. 75/1993.