Sveitarstjórnarkosningar - 01.04.1998, Blaðsíða 87

Sveitarstjórnarkosningar - 01.04.1998, Blaðsíða 87
Sameining sveitarfélaga 1993 og 1994 85 Loks er gerð tillaga um að Þórshafnar- [hreppur], Sauða- neshreppur og hluti Svalbarðshrepps sameinist í liðlega 600 manna sveitarfélag. Austurland Umdæmanefnd Austurlands leggur til að sveitarfélögum á Austurlandi verði fækkað úr 30 i átta. Tillögumar gera ráð fyrir að á svokölluðu norðursvæði myndu Skeggjastaða- hreppurog Vopnafjarðarhreppursameinastmeð liðlega 1.000 íbúa. A Héraðssvæði er lagt til að að ellefu hreppar sameinist með liðlega 3.000 íbúa. Það era Hlíðarhreppur, Jökuldals- hreppur, Fljótsdalshreppur, Fellahreppur, Tunguhreppur, Hjaltastaðarhreppur, Borgarfjarðarhreppur, Skriðdals- hreppur, Vallahreppur, Egilsstaðir og Eiðahreppur. Þá er lagt til að Neskaupstaður og Norðfjarðarhreppur sameinist Mjóafjarðarhreppi í liðlega 1.760 manna sveitar- félagi og Reyðarfjörður og Eskifjörður sameinist í liðlega 1.800 manna sveitarfélagi. Sunnar myndu Fáskrúðsfjarðar-, Búða-, Stöðvar- og Breiðdalshreppur sameinast í tæplega 1.500 manna sveitarfélag og loks er gert ráð fyrir að á suður- svæði sameinistsexhrepparmeðnærri2.500 manns. Það eru Bæjarhreppur, Nesjahreppur, Höfn, Mýrahreppur, Borgar- hafnarhreppur og Hofshreppur.9 Suðurland A Suðurlandi er lagt til að sveitarfélögum á Austurlandi verði fækkað úr30 í sjö. Afþessum 30 standiþrjú óbreytt,10 * hin27 skiptist í fjögur sveitarfélög. Rangárvallasýslu verði skipt í tvö sveitarfélög (um Eystri-Rangá), austur- og vestursvæði. Austan Rangár yrðu eftirtaldir hreppar með um 1.750 íbúa: Austur-Eyjafjallahreppur, Vestur-Eyjaljallahreppur, Austur- Landeyjahreppur, Vestur-Landeyjahreppur, Fljótshlíðar- hreppur og Hvolhreppur. Vestan Rangár er lögð til sameining fjögurra hreppa með tæplega 1.600 íbúa, þ.e. Rangárvalla- hrepps (Hellu), Holta- og Landsveitar, Asahrepps og Djúpár- hrepps. Nefndin leggur til að Ámessýslu verði skipt í tvö sveitar- félög. í efri hluta yrðu eftirtalin átta sveitarfélög með liðlega 2.300 íbúa: Skeiðahreppur,Gnúpverjahreppur,Hranamanna- hreppur, Biskupstungnahreppur, Laugardalshreppur, Gríms- neshreppur, Þingvallahreppur og Grafningshreppur. í neðri hluta yrðu Flói og Ölfus með nærri 8.700 íbúa. Þar er um að ræða Selfosskaupstað, Gaulverjabæjarhrepp, Stokkseyrarhrepp, Eyrarbakkahrepp, Sandvíkurhrepp, Hraun- gerðishrepp, Villingaholtshrepp, Hveragerði og Ölfúshrepp (með Þorlákshöfn).“ C. Atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga 20. nóvember 1993 Elections on the amalgamation of municipalities 20 November 1993 Hinn20.nóvember 1993 fórffamatkvæðagreiðslaumtillögur 9 Á Seyðisfirði og í Djúpavogshreppi kæmi ekki til frekari sameiningar sveitarfélaga en orðin er. 10 Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur, þar sem sem sjö hreppar hafa þegar verið sameinaðir í tvo, og Vestmannaeyjar. umdæmanefnda um sameiningu sveitarfélaga. Tölur um kosningamar er að finna í töflu 1 og yfirlitum I-IV. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum semja sveitarstjórnir kjörskrá byggða á kjörskrárstofhi sem Hagstofa hefur látið þeim í té.11 Atkvæðisbærir við þessa atkvæðagreiðslu vora þeir sem skráðir vora með lögheimili í viðkomandi sveitar- félagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 1. september 1993 og áttu kosningarrétt við sveitarstjómarkosningar.12 Á kjörskrá þar sem kjósa skyldi vora 151.255, 75.325 karlarog 75.930 konur. Þar af vora 694 danskir, fmnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar. Á kjörskrárstofni í þeim 11 sveitarfélögum sem tóku ekki þátt í sameiningarkosningunum vora 34.035, 17.141 karlar og 16.894 konur. Alls væra þetta 185.350 kjósendur eða 70,0% af íbúatölu landsins, en hún var 264.919 1. desember 1993. Atkvæði greiddu 62.478 eða 41,9% kjósenda á kjörskrá. Af körlum greiddu 33.363 atkvæði, 44,3%, ogkonum 29.115, 38,3%. Mest var þátttaka í Grafningshreppi, 93,9%, en minnst í Reykjavík, 24,1%. Þegar litið er á hvert hinna fyrir- huguðunýju sveitarfélaga varþátttakamest í Hnappadalssýslu og Skógarströnd (É)13,79,6%, enminnst áHöfuðborgarsvæði (A), 27,6%. Atkvæði greidd utan kjörfundar vora mjög fá miðað við aðrar almennar kosningar, einungis 2.061 eða 3,3% greiddra atkvæða. T i 1 lögur umdæmanefnda voru samþykktar með meiri hluta atkvæða í 64 sveitarfélögum en felldar í 121, þar af í tveimur ájöfnum atkvæðum, Snæfjallahreppi og Skeggja-staðahreppi. Á landinu öllu féllu atkvæði svo að 35.898 kjósendur voru tillögunum samþykkir en 25.906 andvígir, 560 skiluðu auðum seðli og 114 ógildum. Af gildum atkvæðum voru 58,1% með þeim og 41,9% á móti. Þessar heildartölur fyrir landið era þó merkingarlausar varðandi úrslit atkvæða- greiðslunnar þar sem þau ráðast í hverju og einu sveitarfélagi. Tillögumar fengu yfír 90,0% fylgi í þremur sveitarfélögum. Hæst atkvæðahlutfall fékk sameiningartillaga í Hafnahreppi, 98,0%, Fellsstrandarhreppi, 90,9%, ogKeflavík, 90,3%. 118 sveitarfélögum var tillögum hafnað með yfir 90,0% gildra atkvæða. I Fjallahreppi voru aðeins greidd tvö gild atkvæði og féllu bæði þannig. Annars var hæst hlutfall þeirra sem höfnuðu tillögunum, meira en 95%, í fjórum hreppum i Húnavatnssýslu, í Bólstaðarhlíðarhreppi, þar sem hlutfallið var 98,6%, Svínavatnshreppi, Þverárhreppi og Sveinsstaða- hreppi, svo og i Þingvallahreppi og Reykjarfjarðarhreppi. Áðeins í einu af fyrirhuguðu sveitarfélögunum var sam- eining samþykkt með meiri hluta atkvæða í öllum núverandi sveitarfélögum. Það var í Staðarsveit, Breiðuvíkurhreppi, Neshreppi og Ólafsvík (F). Á fjórum öðram svæðum hlaut tillaga umdæmanefhdar meiri hluta atkvæða í 2/3 núverandi sveitarfélaga, í Dölum (H), Vestur-Barðastrandarsýslu (I), í Þistilfirði og á Langanesi (S) og í Mjóafirði og Norðfirði (U). Þama er viðkomandi sveitarstjómum heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga sem samþykkt hafa sam- eininguna.14 Annars staðar var tillagan felld að öllu leyti með 11 2. mgr. 21. gr. sveitarstjómarlaga nr. 8/1986. 12 19. gr. laga nr. 8/1986. 13 Fyrirhuguð sveitarfélög eru án heitis að svo stöddu. Þess vegna er vísað til þeirra með bókstaf hér í textanum og í töflu I. Þar sést hvaða sveitarfélög sem fyrir em falla undir hvert hinna 32 nýju sveitarfélaga. 14 2. tölul. 1. gr. laga nr. 75/1993.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Sveitarstjórnarkosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarkosningar
https://timarit.is/publication/1386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.