Ferðavenjur Íslendinga - 01.02.1998, Blaðsíða 9

Ferðavenjur Íslendinga - 01.02.1998, Blaðsíða 9
Inngangur Introduction 1. Ferðavenjukönnun Hagstofu íslands 1996 Ferðavenjur íslendinga 1996 hafa að geyma niðurstöður úr könnun Hagstofu Islands á ferðavenjum Islendinga árið 1996. Markmiðið með könnuninni var að afla haldbærra gagna um ferðalög landsmanna, bæði skemmti- og viðskipta- ferðir, svo fremi þeir gisti a.m.k. eina nótt fjarri heimili sínu. Haft var samband símleiðis við 1.200 einstaklinga og þeir inntir eftir ferðalögum sínum mánuðina á undan. Ferða- venjukönnun þessi var framkvæmd í samvinnu við aðildarlönd Evrópska efnahagssvæðisins en þar fara nú fram sambærilegar kannanir. Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat hefur gefið út aðferðafræði um söfnun upplýsinga til handa ferða- þjónustunni sem byggir á tilskipun ráðs ESB um þetta efni. Við gerð könnunarinnar hefur m.a. verið stuðst við þessi gögn þannig að niðurstöðurnar má auðveldlega bera saman við niðurstöður sambærilegra kannana í öðrum aðildarlöndum. 2. Helstu níðurstöður Hér á eftir eru niðurstöður könnunarinnar birtar í stuttum yfirlitum, myndum og töflum. Niðurstöðumar hafa verið umreiknaðar þannig að þær eigi við alla Islendinga og útlendinga yngri en 75 ára sem búsettir voru á Islandi þegar könnunin fór fram. Tölur um fjölda ferðamanna em sundurliðaðar eftir árs- þriðjungum og þjóðfélagshópum, s.s. kyni, aldri, menntun o.s.frv. Tölur um fjölda ferða em sundurliðaðar eftir aldri og hinum ýmsu einkennum ferða, s.s. áfangastað, tegund gististaðar, farartæki o.fl. Til að auðvelda samanburð em víða birtar hlutfallstölur. Fyrst er vikið að ferðamönnum, þá að tíðni ferða og loks að ferðum og gistinóttum, fyrst innanlands- og síðan utanferðum. Ferðamenn Tvö fyrstu yfirlitin fjalla um fjölda fslenskra ferðamanna eftir kyni, aldri og áfangastað. í töflu 1 í töfluhlutanum er greint nánar frá ferðamönnum eftir þjóðfélagshópum. Hér er ekki talað um ferðimar sem slíkar heldur aðeins hverjir ferðast og hvort þeir ferðast innanlands, utan eða hvort tveggja. Nærri helmingur fólks á aldrinum 16-74 ára ferðaðist á fyrsta og þriðja ársþriðjungi. Yfir sumartímann ferðuðust að sjálfsögðu mun fleiri eða 81% karla og 86% kvenna. Samkvæmt könnuninni er ekki mikill munur á ferðavenjum fólks eftir aldri en þó má benda á nokkuð lægra hlutfall ferðamanna 16-24 ára og 65-74 ára á fyrsta og þriðja ársþriðjungi en ferðamanna á aldrinum 25-64 ára. I yfirliti 2 er sýnd hlutfallsleg skipting ferðamanna eftir því hvort þeir ferðuðust innanlands eða utan eða hvort tveggja. Allflestir ferðamenn ferðuðust innanlands hvort sem var á sumri eða vetri, um og yfir 80% á fyrsta og þriðja ársþriðjungi og 90% að sumri til. Um þriðjungur ferðamanna fór utan á fyrsta og öðrum ársþriðjungi en rúmlega helmingur á síðasta árs- þriðjungi. Hlutfall þeirra sem ferðuðust bæði innanlands og erlendis hækkaði þegar leið á árið, úr 10% í 35%. Enginn áberandi munur er á ferðavenjum karla og kvenna þegar litið er þess hvort farið var innanlands eða utan. Hinsvegar er nokkur munur á innanlands- eða utanferðum eftir aldri. Hlutfall þeirra sem ferðuðust innanlands lækkar með hærri aldri á fyrsta og þriðj a ársþriðjungi eða úr 86-90% í aldurshópi Mynd 1. Fjöldi ferðamanna eftir ársþriðjungum 1996 Figure 1. Number of tourists by four-month periods 1996 Janúar-apríl January-April 26% September-December 28% Maí-ágúst May-August '46%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ferðavenjur Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðavenjur Íslendinga
https://timarit.is/publication/1393

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.