Ferðavenjur Íslendinga - 01.02.1998, Blaðsíða 12
10
Ferðavenjur íslendinga 1996
Ferðir innanlands
Yfirlit 4 til 9 ná til ferða og gistinátta innanlands. Ferðir
innanlands voru um 1 milljón talsins, 26% þeirra eða 257
þúsund voru ferðir barna yngri en 16 ára, ýmist ein eða með
foreldrum sínum. Gistinætur innanlands vom nálægt 3,3
milljónum.
Augljóst er að sumartíminn er aðalferðatíminn. í yfirliti 4
sést að nærri 2/3 hlutar allra ferða innanlands vom famar yfir
sumartímann og rúmlega 2/3 hlutar gistinátta komu til yfir
sumarið. Hlutfallsleg skipting ferða annars vegar og gistinátta
hins vegar eftir aldri gefur til kynna dvalarlengd hjá aldurs-
hópunum. Mismunur á hlutfalli ferða og gistinátta hjá
ákveðnum aldurshópi gefur til kynna að dvalarlengd þess
hóps sé frábrugðin dvalarlengd annarra aldurshópa. Sem
dæmi má nefna að 73% gistinátta barna vom að sumri til
þegar þau fóru í 61 % ferða sinna, en á sama tíma var hlutfall
gistinátta í aldurshópi 16-24 ára 53% og hlutfall ferða 66%.
Bömin dvöldu þar af leiðandi lengur í ferðum yfir sumarið en
fólk í hópi 16-24 ára. Mynd 3 sýnir að yfirleitt var hlutfall
gistinátta hærra en ferða yfir sumartímann að aldurshópi 16-
24 ára undanskildum. A öðmm árstímum var hlutfall ferða
yfirleitt hærra en gistinátta.
Af heildarfjölda ferða vom 77% stuttar ferðir, 1-3 nátta,
en 17% vom 4—7 nátta. Lengd ferða var svipuð hjá öllum
aldurshópum. Yfirlit 5 gerir betur grein fyrir dvalarlengd í
ferðum.
Einkabílar vom langalgengasti farkosturinn, sem nýttur
var í 82% allra ferða. Flugvélar voru notaðar í 8% ferða.
Aldurshópurinn 16-24 ára hefur nokkra sérstöðu um val á
farartæki, en sá hópur nýtti sér einkabíla í 68% tilvika sem er
Mynd 3. Ferðir og gistinætur innanlands eftir aldri ferðamanna maí-ágúst 1996
Figure 3. Domestic trips and overnight stays by age of tourists May-August 1996
< 16 ára 16-24 ára 25-44 ára 45-64 ára 65-74 ára
< lóyears 16-24 years 25-44 years 45-64 years 65-74 years
Yfirlit 5. Innanlandsferðir eftir dvalarlengd og aldri ferðamanna 1996
Summary 5. Domestic trips by length ofstay and age of tourists 1996
Alls Total < 16 ára <16 years 16-24 ára 16-24 years 25-44 ára 25—44 years 45-64 ára 45-64 years 65-74 ára 65-74 years
Fjöldi ferða Number of trips 1.000.000 256.600 127.800 341.400 213.600 60.600
Hlutfallstölur Percent
Alls Total% 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
1-3 nætur 1-3 nights 76,8 72,6 81,5 77,5 78,3 76,0
4-7 nætur 4-7 nights 17,4 20,3 14,5 16,9 16,5 16,8
8-14 nætur 8-14 nights 4,2 5,2 3,2 4,2 3,9 4,0*
15-28 nætur 15-28 nights 1,2 1,6 0.6* 1,2 1,2* 1,0*
29-91 nótt 29-91 nights 0,3* 0,2* 0,2* 0,3 0,2* 2,1*
92-365 nætur 92-365 nights 0,0* 0,1 * - - -