Ferðavenjur Íslendinga - 01.02.1998, Blaðsíða 23

Ferðavenjur Íslendinga - 01.02.1998, Blaðsíða 23
Ferðavenjur íslendinga 1996 21 Úrtak og heimtur I úrtökuramma hvers hluta könnunarinnar voru allir íslenskir og erlendir nkisborgarar á aldrinum 16-74 ára sem skráðir voru í þjóðskrá og áttu lögheimili á Islandi meðan könnunin fór fram. Stærð hvers úrtakshluta var 1.200 einstaklingar sem voru valdir af handahófi úr þjóðskrá. Til þess að könnunin næði einnig til barna 15 ára og yngri voru mæður inntar eftir ferðavenjum barna sinna en að öðrum kosti voru einstæðir feður beðnir um sömu upplýsingar. Mæðurnar voru valdar fremur en feðumir þar sem líklegra þótti að þær vissu meira um ferðir barna sinna en feðurnir. Endanleg stærð úrtaksins, fullorðnir og böm í fyrsta hluta könnunarinnar reyndist vera 1.600, í öðmm hluta hennar 1.681 og 1.643 í þeim þriðja. Samanlögð hrein úrtaksstærð úr öllum áföngunum var 4.812. Svarhlutfall var87%. Nánari útlistun á heimtum er að finna í yfirliti 20. Areiðanleiki Villur og skekkjuvaldar í úrtakskönnunum má í grófum dráttum flokka í tvennt, úrtökuskekkjur og aðrar skekkjur. Hér á eftir er aðallega fj allað um þær skekkjur sem skipta máli í úrvinnslu ferðavenjukönnunarinnar. Úrtökuskekkja Úrtaksrannsóknir hafa ávallt ákveðna óvissu í för með sér þar sem einstaklingar í úrtakinu em valdir af handahófi úr einhverri heildarskrá, t.d. þjóðskrá. Óvissan felst í því að úrtakið er ekki nákvæm eftirmynd af heildarskránni eða þýðinu. Þar sem þessi óvissa ræðst af hendingu þarf að reikna út öryggismörk fyrir þær stærðir sem metnar eru. I yfirliti 21 em sýnd öryggismörk fyrir fjölda einstaklinga í ferðavenju- könnun Hagstofunnar miðað við 95% öryggisstig. Til þess að finna öryggismörk fyrir stærðina 42.500 - þ.e. fjöldi ferða- manna á tímabilinu maí-ágúst á aldrinum 45-64 ára - er fundin sú tala undir töfluliðnum metinnjjöldi sem kemst næst þeim fjölda þ.e. 37.500. Öryggismörkin em síðan fundin í dálkinum lengst til hægri, +/- 4.600. Af því má álykta að 95% líkur séu á þ ví að 32.900 til 42.100 í slendingar á aldrinum 45- 64 ára hafi ferðast á tímabilinu maí-ágúst. Sé stærð hóps metin minni en 4.000 fer frávikshlutfallið, þ.e. hlutfall staðalskekkjunnar af metnu stærðinni, yfir 20%. Aætlaðar stærðir, hlutfallstölur og meðaltöl fyrir smærri hópa en 4.000 em sérstaklega auðkenndar með stjörnu (*). I yfirliti 22 eru sýnd öryggismörk fyrir fjölda ferða í könnuninni miðað við 95% öryggisstig og mörkin eru fundin út á sama hátt og lýst er hér að ofan. Aðrar skekkjur. Aðrar skekkjur en úrtökuskekkju má flokka í þrennt: Þekjuskekkjur, brottfallsskekkjur og aðrar skekkjur. Yfírlit 22. Frávikshlutfall og öryggismörk fyrir fjölda ferða 1996 Summary 22. Relative standard error and confidence limitsfor number oftrips 1996 Metinn fjöldi Estimated number Frávikshlutfall Relative standard error Öryggismörk Confidence limits 1.000.000 1,6 31.100 800.000 2,2 29.500 600.000 2,4 28.500 500.000 2,8 27.100 400.000 3,2 25.100 300.000 3,8 22.500 200.000 4,8 18.800 100.000 6,7 13.200 50.000 9,0 8.800 25.000 11,5 5.700 10.000 15,4 3.000 5.000 18,8 1.800 4.000 19,9 1.600 Þekjuskekkjur. Þekjuskekkjur stafa annars vegar af því að sú skrá sem lögð er til gmndvallar vali á úrtakinu, þ.e. úrtökuramminn, er ekki tæmandi og hins vegar af því að í rammanum eru einstaklingar eða einingar sem ekki eiga þar heima. Þetta kallast hvort um sig vanþekja og ofþekja. Eins og áður er getið er úrtak ferðavenjukönnunarinnar tekið úr hópi fólks á aldrinum 16-74 ára sem hefur lögheimili á íslandi skv. þjóðskrá. I þjóðskránni er hins vegar allstór hópur fólks sem hefur aðsetur erlendis vegna náms eða vinnu lengur en 6 mánuði í senn. Aðeins hluti þessa fólks er skráður með slíkt aðsetur. Sé þessi hópur ekki dreginn frá mann- fjöldanum kemur fram umtalsverður bjagi og mat á heildar- stærðum verður ofáætlað sem því nemur. I þessari skýrslu hafa því allar áætlaðar heildartölur um bæði fjölda ferða og ferðamenn verið umreiknaðar til samræmis við meðalmannfjölda á viðkomandi ári, eins og Hagstofan reiknar hann út, að frádregnum fjölda þeirra sem ferðavenjukönnunin gefur vísbendingu um að séu búsettir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ferðavenjur Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðavenjur Íslendinga
https://timarit.is/publication/1393

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.