Ferðavenjur Íslendinga - 01.02.1998, Blaðsíða 24

Ferðavenjur Íslendinga - 01.02.1998, Blaðsíða 24
22 Ferðavenjur íslendinga 1996 Yfirlit 23. Meðalmannfjöldi 16-74 ára eftir aldri og aðsetri 1996 Summary 23. Mean population 16-74 years by age groups and residence 1996 Alls Total Á Islandi In lceland Erlendis Abroad Alls Total 186.600 180.700 5.900 16-24 ára years 37.900 35.400 2.500 25^14 ára years 80.900 78.000 2.900 45-64 ára years 50.200 49.800 400 65-74 ára years 17.700 17.600 100 erlendis en hafa lögheimili á íslandi. Meðalmannfjöldi árið 1996 eftir aldri og aðsetri eins og hann er metinn skv. þessari aðferð er birtur í yfirliti 23. Ekki er ástæða til að ætla að í þjóðskrá sé umtalsverð vanþekja, þ.e. að í hana vanti fólk sem ætti að teljast til þýðisins. Brottfallsskekkjur. I öllum rannsóknum geta niðurstöður skekkst vegna þess að brottfall í úrtakinu dreifist misjafnt eftir hópum. Helstu ástæður brottfalls eru neitanir, erftðleikar vegna veikinda eða fötlunar, fjarvera frá heimili meðan könnum stendur yftr eða að ekki tekst að finna heimili eða símanúmer þeirra sem eru í úrtakinu. Yfirleitt reynist erftðara að ná til karla en kvenna. Oftast er það vegna fjarveru frá heimili eða þess að ekki tekst að hafa uppi á þátttakendum. Erfiðara er að ná til ungs fólks í síma en þeirra sem eldri eru. Til þess að minnka bjaga vegna þessa hafa niðurstöður verið vegnar eftir kyni og aldri. Annars konar brottfall er vegna ófullnægjandi svara við einstökum spumingum. Þótt einstaklingur sé tilbúinn að taka þátt í könnun getur verið að hann vilji ekki svara einhverjum spumingum, annað hvort vegna þess að þær ganga honum nærri eða hann man ekki eða veit ekki rétta svarið. I ferða- venjukönnuninni varð ósjaldan brottfall þegar spurt var um tekjur viðkomandi, sérstaklega í fyrsta hluta könnunarinnar. í stað þess að láta slíkt brottfall liggja milli hluta hefur verið fyllt upp í ófullgerð svör við tekjuspumingunni, svo sem gerð er grein fyrir síðar Aðrar skekkjur. Öðmm skekkjum má gróflega skipta í þrjá flokka. Skráningarskekkjur, úrvinnsluskekkjur og snið- skekkjur. Skráningarskekkjur. Spyrlar geta skráð svör viðmælenda sinna ranglega, hlaupið yfir spumingar, mglast í röð þeirra eða umorðað þær þannig að spurt er um annað en til stóð. I ferðavenjukönnuninni var reynt að vinna gegn þessu með því að ráða spyrla sem hafa reynslu frá öðrum könnunum sem Hagstofan hefur staðið fyrir, þjálfa þá og skýra spurninga- listann vandlega áður en könnunin hófst. Urvinnsluskekkjur. Skekkjur geta slæðst inn vegna flokkunar einstakra „opinna" spurninga þar sem svör em flokkuð eftir að viðtali lýkur. Hér ber einkum að nefna flokkun menntunar-stigs. Slíkar skekkjur geta stafað af ófullnægjandi upplýsingum í frumgögnum. óljósum leiðbeiningum í flokkunarkerfum og mistökum flokkunarfólks. Reynt hefur verið eftir megni að halda úrvinnsluskekkjum í lágmarki með nákvæmri endurskoðun gagna og kerfis- bundinni villuleit með aðstoð tölvuforrita. Sniðskekkjur. Ófullnægjandi skipulagning og hönnun könnunarinnar getur leitt til niðurstaðna sem em ekki í samræmi viðraunvemleikann. Orðalag spumingagetur valdið misskilningi og ólík röð spuminga getur leitt til mismunandi svara. I fyrsta hluta könnunarinnar urðu þau mistök við gerð spumingarinnar um tekjur að allir þátttakendur vom spurðir hennar án tillits til þess hvaða stöðu þeir höfðu á heimilinu. Þetta olli töluverðu brottfalli og óvissu í svömm, sérstaklega þegar unglingar sem lentu í úrtakinu voru spurðir um samanlagðar eigin tekjur og foreldra sinna. I tveimur síðari hlutum könnunarinnar var þetta lagfært með því að kvæntir karlar, giftar konur og fólk í sambúð var spurt um samanlagðar tekjur sínar og maka síns en aðrir vora eingöngu spurðir um eigin tekjur. Til þess að fyrsti hluti könnunarinnar yrði þó sambærilegur hinum hlutunum vom svör við spumingunni um heimilistekjur ekki notuð ef fleiri en einn fullorðinn bjó á heimilinu og viðkomandi svarandi var hvorki í hjónabandi né sambúð. 4. Hugtök Ferðamenn. Ferðamaður er einstaklingur sem ferðast út fyrir sitt venjulega hversdagsumhverfi og dvelur a.m.k. eina nótt á ákvörðunarstað. Ferð. Með ferð er átt við för einstaklings út fyrir venjulegt hversdagsumhverfi þar sem hann gistir a.m.k. eina nótt. Með hversdagsumhverfi er átt við umhverfi þar sem höfð er föst búseta og þaðan sem sótt er vinna eða skóli. Dvöl sjómanna um borð í því skipi þar sem þeir eru skipverjar telst ekki til ferðalaga. Til ferðalaga telst ekki heldur dvöl á sjúkrahúsi eða í fangelsi. Reglulegar ferðir í sumarbústaði teljast til ferðalaga jafnvel þótt sumir telji sumarhúsið sem sitt annað heimili. Spurt var um allar ferðir fólks á aldrinum 11 til 74 ára en ekki ferðir sem börn yngri en 11 ára fóm án þess foreldris sem tók þátt í könnuninni. Mánuður. Ferðamánuður telst sá mánuður sem brottför hófst í, jafnvel þótt meginhluti ferðarinnar hafi verið í næsta mánuði á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ferðavenjur Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðavenjur Íslendinga
https://timarit.is/publication/1393

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.