Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2019, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 09.10.2019, Qupperneq 6
UTANRÍKISMÁL Logi Einarsson, for- maður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram beiðni til utanríkismála- nefndar um að óskað verði eftir yfir- liti um efni allra funda og samtala sem utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur átt við ráð- herra Bandaríkjastjórnar og aðra embættismenn bandarískra stjórn- valda frá 1. janúar 2018 til dagsins í dag. „Vegna þess í hvaða farveg sam- skipti Bandaríkjaforseta við önnur ríki eru komin finnst mér full ástæða til að utanríkisráðherra upplýsi um þau samskipti sem hann hefur átt við Bandaríkja- stjórn á undanförnum misserum,“ segir Logi. Vísar Logi fyrst og fremst til þeirrar rannsóknar sem Banda- ríkjaþing hefur hafið á meintum embættisbrotum forsetans í sam- skiptum við forseta Úkraínu en háttalag forsetans í samskiptum við umheiminn almennt skipti auð- vitað máli. Inngrip og afskipti Rússa af forsetakosningum í Bandaríkj- unum árið 2016 og meint aðkoma og vitund náinna samstarfsmanna Trumps þar um hafi auðvitað verið til rannsóknar í hátt á þriðja ár. Þá hafi forsetinn ítrekað lýst jákvæðu viðhorfi sínu til einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, með óskum um að honum sjálfum verði sýnd sambærileg virðing heima fyrir. Þjóðarleiðtogar fjölda ríkja hafi þurft að svara fyrir furðulegar fullyrðingar Bandaríkjaforseta um hitt og þetta, þar á meðal um áhuga hans á að eignast Grænland. Logi hefur þegar óskað eftir að utanríkisráðherra komi á fund nefndarinnar vegna þeirrar ákvörð- unar Trumps að draga Bandaríkja- Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvort þetta er rétti tíma- punkturinn til að auka samskiptin. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar BRETLAND Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. Samning sem hann hefur kallað lokaboð. Heim- ildarmaður innan Downingstrætis 10 varð vitni að hávaðarifrildi Johnsons og Angelu Merkel Þýska- landskanslara í gegnum síma, þar sem landamæri Norður-Írlands voru enn einu sinni ásteytingar- steinninn. Stjórn Johnsons og Evrópu- sambandið keppast nú við að klína sökinni hvort á annað. And- stæðingar Johnsons heima fyrir halda því fram að engin alvara hafi verið að baki tilboðinu og bak við tjöldin sé unnið að samningslausri útgöngu. Þetta hafi verið augljóst eftir að DUP, f lokkur sambands- sinna á Norður-Írlandi, og öfgafullir útgöngusinnar í Íhaldsf lokknum tóku vel í tilboðið. Á meðan er tekist á um Benn- löggjöfina svokölluðu í dómsölum Skotlands, sem skylda á Johnson til að sækja um frest. Fyrir helgi vísaði dómari frá beiðni Joönnu Cherry, þingmanns Skoska þjóðarflokksins og tveggja forstjóra, um að þvinga Johnson til að fylgja löggjöfinni. Treysta yrði loforðum stjórnar- innar um að halda lögin. Í gær var tekist á um hvort dómstólarnir sjálfir gætu tekið fram fyrir hend- urnar á Johnson, og sent beiðni um útgöngufrest ef hann gerði það ekki þann 19. október. – khg Átök á tvennum vígstöðvum Utanríkisráðherra upplýsi um öll samskipti við Bandaríkin Formaður Samfylkingarinnar óskar eftir yfirliti yfir öll samskipti utanríkisráðherra við ráðherra og embættismenn bandarískra yfirvalda. Hann segir samskipti Bandaríkjanna við umheiminn komin í þannig farveg að eðlilegt sé að utanríkismálanefnd Alþingis sé haldið upplýstri um samskipti ríkjanna. Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna Guðlaugur Þór Þórðarson og Mike Pompeo funduðu tvisvar snemma á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Tíð samskipti ráðherra við ráðamenn vestanhafs Af dagbók utanríkisráðherra má sjá að auk fjölda fundaferða til Washington og funda með leið- togum Atlantshafsbandalagsins hefur hann átt tíða fundi með ráðamönnum Bandaríkjanna á kjörtímabilinu. Má þar nefna fundi með aðstoðarráðherrum í bæði utanríkis- og varnarmála- ráðuneytum Bandaríkjanna, fundi með Mike Pompeo utan- ríkisráðherra bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, fund með varn- armálaráðherra Bandaríkjanna og fund með varaforseta Banda- ríkjanna hér á landi í síðasta mánuði. Þá átti Guðlaugur fund með Daniel Coats, þá æðsta yfir- manni leyniþjónustumála, hér á landi í júní síðastliðnum. Á grundvelli samstarfs ríkjanna í varnarmálum eru miklar fram- kvæmdir í farvatninu á vegum Bandaríkjahers á Keflavíkurvelli. Þrír deila Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði 2019 Fulltrúar Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar tilkynntu í Stokkhólmi í Svíþjóð í gær hverjir hlytu Nóbelsverðlaunin í eðlis- fræði 2019. Þrír vísindamenn deila verðlaununum fyrir tvær ólíkar uppgötvanir: Svissnesku stjörnufræðingarnir Michel Mayor og Didier Queloz fyrir uppgötvun á fyrstu fjarreikistjörnunni og James Peeble fyrir rannsóknir á eðli alheimsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA her frá Norður-Sýr landi og landa- mær um Tyrk lands sem forseti Bandaríkjanna virðist hafa tekið án nokkurs samráðs við önnur varnar- málayfirvöld Bandaríkjanna og helstu samstarfsríki Bandaríkjanna á sviði varnarmála. „Það eru ekki aðeins þessi umdeildu samskipti forsetans við önnur ríki sem reka mig til að óska þessara upplýsinga frá utanríkis- ráðherra heldur sú staðreynd að það er beinlínis stefna ríkisstjórn- ar Íslands að ef la samskipti við Bandaríkin bæði á sviði viðskipta og þjóðaröryggismála,“ segir Logi og bætir við: „Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvort þetta er rétti tímapunkturinn til að auka samskiptin með tilliti til þess hver heldur um stjórnartaumana þar.“ Logi segir þessa stöðu gefa utan- ríkismálanefnd fullt tilefni til að fylgjast nánar með og eðlilegt sé að ráðherra veiti á þessum tíma- punkti ítarlegt yfirlit yfir sam- skipti ríkjanna á undanförnum misserum. Hann segir þrjá nefndarmenn þegar hafa lýst stuðningi við beiðn- ina og gerir ráð fyrir að hún verði samþykkt á fundi nefndarinnar í dag. adalheidur@frettabladid.is SÝRLAND Kúrdar í Rojava í norð- austurhluta Sýrlands lifa í mikilli óvissu eftir vendingar undanfar- inna daga. Erdogan Tyrklandsfor- seti er sem fyrr vígreifur en Trump er meir hikandi með fyrri ákvörðun um að draga herlið frá svæðinu. „Fólkið hérna er örvæntingar- fullt, en lífið heldur áfram,“ sagði Ghazi Ali, kúrdískur bílstjóri, en jafnframt að enn gengi öll bíla- umferð sinn vanagang. „Allir eru að bíða eftir að sjá hvað gerist.“ Talið er að um leið og Bandaríkja- her yfirgefi svæðið muni Tyrkir gera árás. „Í gær hélt Erdogan að hann gæti gert hvað sem er, en síðan vaknaði hann upp við nýjan veruleika,“ sagði vongóður kúrdískur sölumað- ur í bænum Qamishi. „Kannski yfir- gefa Bandaríkjamenn okkur ekki.“ Þeir staðir þar sem ókyrrðin er þegar byrjuð að hafa áþreifanleg áhrif eru fangabúðirnar þar sem ISIS-liðar eru geymdir. „Ástandið er mjög óstöðugt,“ sagði embættis- maður á staðnum því árásum ISIS- liða á fangaverðina hefði fjölgað til muna. – khg Kúrdar lifa í mikilli óvissu Johnson kennir Evrópusambandinu um. NORDICPHOTOS/GETTY Kúrdar í Rojava, Sýrlandi í gær. NORDICPHOTOS/GETTY +PLÚS 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 8 -8 C 6 4 2 3 F 8 -8 B 2 8 2 3 F 8 -8 9 E C 2 3 F 8 -8 8 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.