Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2019, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 09.10.2019, Qupperneq 16
Aðgerða leysi st jór nva lda þegar kemur að rekstrar-umhverfi bankanna getur orðið til þess að niðursveif la hag- kerfisins verði dýpri en ástæða er til. Stjórnvöld geta spornað gegn niðursveif lunni með því að lækka skatta hraðar en áform eru um. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ásdísar Kristjánsdótt- ur, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja, sem mættu fyrir efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis í gær. Þar var rætt um ástæður að baki verulegum samdrætti í útlánum banka til fyrirtækja og áhrifin á þróun í efnahagsmálum. Hrein ný útlán innlánsstofnana til fyrir- tækja á fyrstu átta mánuðum árs- ins drógust saman um 90 milljarða milli ára, eða um 52 prósent. „Það er verulegt áhyggjuefni að sjá svona snarpan viðsnúning í útlánum bankanna. Ef erfiðara aðgengi að lánsfé er meginskýring- in á bakvið þessar tölur þá kemur það niður á fjárfestingu og þar með hagvexti. Niðurstaðan getur því orðið enn dýpri niðursveif la en kannski ástæða er til,“ segir Ásdís í samtali við Markaðinn. „Aðlögunin að þessu sinni er í auknum mæli að eiga sér stað í gegnum vinnumarkaðinn. Ólíkt f lestum þeim niðursveif lum sem við höfum áður upplifað er aðlög- unin ekki að koma fram með geng- isveikingu krónunnar og aukinni verðbólgu heldur fækkun starfa og auknu atvinnuleysi.“ Ásdís segir að þegar kemur að stjórnvöldum geti þau brugðist við með því að lækka sérstaka skatta á fjármálafyrirtæki hraðar en áform eru um en í vor var lækkun banka- skattsins frestað til ársins 2021. „Það er að hægja verulega á útlánavextinum, sem kannski að hluta má rekja til minni efna- hagsumsvifa en einnig til annarra þátta. Það er talsverð áskorun að reka banka í því rekstrarumhverfi sem við blasir. Talsverðar kröfur eru gerðar um eigið fé. Lausafjár- reglur hafa verið hertar og þessu til viðbótar eru auk hinna almennu skatta sem fyrirtæki í landinu greiða þá eru bankarnir að greiða bankaskatt, almennan fjársýslu- skatt af launum og sérstakan fjár- sýsluskatt af hagnaði. Áformum stjórnvalda um að lækka bankaskattinn frá og með árinu 2021 ber að fagna en þau áform bæta ekki stöðuna í dag. Stjórnvöld ættu að huga að því hvernig unnt er að lækka banka- skattinn hraðar og meira,“ segir Ásdís. – þfh Snarpur samdráttur í útlánum bankanna verulegt áhyggjuefni Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarformaður Bláa lóns-ins, er í hópi stærstu hluthafa Iceland Seafood Inter national með 1,3 prósenta hlut. Félagið Hofgarðar, sem er í eigu Helga, á þannig samtals 30 milljónir hluta í sjávarútvegsfyr- irtækinu að nafnvirði, sem er metinn á tæplega 300 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa félagsins. Þetta kemur fram í yfirliti yfir stærstu hluthafa Iceland Seafood í lýsingu sem birtist í liðinni viku vegna áforma félagsins um að skrá fyrirtækið á aðalmarkað Kaup- hallarinnar samhliða því að selja í næstu viku í almennu útboði bréf í félaginu sem jafngildir rúmlega 9,6 prósenta hlut. Helgi, sem er fyrrverandi stjórnar- formaður Lífeyrissjóðs verslunar- manna og sat í stjórn Marels í fjórtán ár, hóf að fjárfesta í Iceland Seafood síðastliðið vor, samkvæmt upplýs- ingum Markaðarins. Ásamt því að vera stór hluthafi í Bláa lóninu hefur Helgi að undanförnu fjárfest meðal annars í Stoðum, Kviku banka auk þess sem hann keypti í júní síðast- liðnum helmingshlut í Torgi, útgáfu- félagi Fréttablaðsins, og tók hann í kjölfarið sæti í stjórn félagsins. Stærstu hluthafar Iceland Sea- food eru félögin Sjávarsýn, fjárfest- ingafélag Bjarna Ármannssonar, Nesfiskur, FISK-Seafood og Jakob Valgeir ehf. sem fara samanlagt með rúmlega 40 prósenta hlut auk þess að eiga í sameiningu félagið Solo Hold- ing sem á 9,7 prósenta hlut í sjávarút- vegsfyrirtækinu. Heildarvelta samstæðunnar á fyrri árshelmingi þessa árs nam 232 milljónum evra, jafnvirði um 31 milljarðs króna, sem var 55 pró- senta aukning frá fyrra ári. Aðlag- aður hagnaður Iceland Seafood nam tæplega 5,5 milljónum evra á tíma- bilinu. – hae Helgi meðal stærstu hluthafa Iceland Seafood  300 milljónir króna er markaðs- virði hlutar Helga í sjávarút- vegsfyrirtækinu. Ef erfiðara aðgengi að lánsfé er megin- skýringin þá kemur það niður á fjárfestingu og þar með hagvexti. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA Lækningatækjafyrirtækið Nox Medical og systur-félag þess, Fusion Health, sem rekið er í Bandaríkj-unum hafa sameinast undir merkjum Nox Health. Reiknað er með að velta fyrirtækisins á þessu ári verði rúmir fjórir milljarðar króna. Starfsmenn eru 200, þar af rúmlega 50 á Íslandi. „Með sameiningunni verður til fyrirtæki með lausnaframboð það víðfeðmt að það á sér ekki hliðstæðu á markaði fyrir lækningatæki og lausnir sem notuð eru til greiningar og meðhöndlunar á svefnvanda,“ segir Pétur Már Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Nox Medical. Sigur- jón Kristjánsson, einn stofnenda og framkvæmdastjóri Fusion Health, verður forstjóri samstæðunnar. Samhliða sameiningunni var hlutafé aukið og framtakssjóður í rekstri Alfa framtaks eignaðist 13 prósenta hlut. Ekki fæst uppgefið hve mikil hlutafjáraukningin var. Nýta á aukið hlutafé í markaðssókn, aukna vöruþróun og samtvinna rekstur fyrirtækjanna. „Það er okkur mikils virði að fá Alfa inn í hluthafa- hópinn. Alfa hefur á að skipa einvala liði sérfræðinga með mikla reynslu úr alþjóðlegum rekstri,“ segir Pétur Már. Við aðkomu Alfa að félaginu, verða breytingar á eignarhaldi. „Einhverjir hluthafar hafa ákveðið að fara af vagninum á þessum tíma- mótum, sumir þeirra hafa verið með okkur í þessu verkefni í meira en tíu ár. Eftir sem áður er sameinað félag enn að meirihluta til í eigu stofnenda og lykilstjórnenda þess,“ segir hann. Kvika Securities, dótturfélag Kviku banka í Bretlandi, kom að fjármögnun og skipulagningu verk- efnisins fyrir hönd Nox og Fusion. „Það hefur verið stórkostlegt að vinna með Gunnari Sigurðssyni og hans fólki í þessu verkefni. Reynslan og þekkingin sem þar er að finna gerði okkur kleift að vinna okkur í gegnum tiltölulega flókið ferli við að sameina þessar rekstrareiningar í eitt fyrirtæki, kynna fjárfestum vaxtar- sögu Nox Health og hjálpa okkur að velja réttu fagfjárfestana að verk- efninu með okkur,“ segir Pétur Már. Pétur Már segir að Nox Medical hafi keypt 20 prósenta hlut í Fusion Health árið 2014. „Markmiðið með fjárfestingunni var að fyrirtækin myndu vinna nánar saman að tæknilausnum,“ segir hann. Upphaf fyrirtækjanna beggja má rekja til Flögu sem stofnuð var árið 1994 af Helga Kristbjarnarsyni lækni en Flaga var í lok síðustu aldar leiðandi í að þróa vörur fyrir svefn- sérfæðinga til að greina svefn með aðstoð tölvutækninnar. Stofnendur fyrrnefndra fyrirtækja störfuðu hjá Flögu þar til starfsemi hennar var flutt úr landi árið 2005. „Nox Medical byggði að hluta til á grunni Flögu en hugmyndin með stofnun Nox var að þróa næstu kyn- slóð lækningatækja til greiningar á svefni. Nox komst f ljótt á skrið vegna þess að starfsmenn höfðu mikla reynslu og þekkingu til þess frá fyrri störfum. Nox hefur verið rekið með hagnaði frá því að það fyrst seldi sínar framleiðsluvörur árið 2009 sem er ástæðan fyrir því að Nox hefur ekki þurft að sækja fjármagn til vaxtar. Um svipað leyti og Nox lagði upp í sína vegferð fór Sigurjón vestur um haf til Atlanta og stofnaði Fusion Health ásamt f leirum með það fyrir augum að aðstoða fyrirtæki við að draga úr kostnaði við heil- brigðisþjónustu vegna undirliggj- andi svefnvandamála starfsmanna þeirra. Fusion Health hefur þróað hugbúnaðarlausnir, aðferðafræði og sérþjálfað starfsfólk til að takast á við svefnvandamál, með því að greina þau og meðhöndla,“ segir Pétur Már. Hann segir að rekstur Fusion Health hafi gengið vel á síðasta ári. Eftir miklar fjárfestingar í þróun hafi félagið skilað jákvæðri EBITA-niður- stöðu. „Fusion Health hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Nú er veltan um tveir milljarðar króna. Það var meðvituð ákvörðun að fjár- festa ríkulega í innviðum og tækni- lausnum á þessu tímabili. Það eru því tvö öflug fyrirtæki að sameinast. Eftir sameininguna er sameinað félag algerlega skuldlaust, rekið með hagnaði og jákvæðu veltufé frá rekstri. Þessi sterka staða gefur fyrirtækinu mikið frelsi til að sækja hratt fram, takast á við ný tækifæri á markaðnum og bregðast við breyt- ingum. Við höfum samhliða sameining- unni ákveðið að sinna dreifingu á vörum okkar í Bandaríkjunum sjálf- ir en hingað til höfum við unnið með dreifingaraðila sem hefur annast alla okkar markaðsfærslu þar í landi,“ segir Pétur og nefnir að ávinningur- inn af því sé aukin nálægð við við- skiptavini sem geti eflt þjónustuna og við það fangi fyrirtækið stærri hlut í virðiskeðjunni sem auki fram- legð. Verður fyrirtæki án hliðstæðu í svefni Nox Medical og Fusion Health hafa sameinast í Nox Health. Sameinað fyrirtæki veltir rúmlega fjórum milljörðum og er skuldlaust. Sjóður í rekstri Alfa framtaks kemur inn í hluthafahópinn. Nox Medical átti fyrir sameininguna 20 prósenta hlut í Fusion Health. Pétur Már segir að samhliða sameiningunni muni Nox Health annast dreifingu eigin vara í Bandaríkjunum í stað dreifingaraðila. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 0 9 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 8 -9 6 4 4 2 3 F 8 -9 5 0 8 2 3 F 8 -9 3 C C 2 3 F 8 -9 2 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.