Fréttablaðið - 09.10.2019, Page 32
Fjölbrey t t ir g jör ninga r og leikhústengd verk af öllum toga eru á A!
Gjörningahátíð sem opnuð
verður á Akureyri á morgun,
10. október. Hún stendur
fram á sunnudag. Þetta er
alþjóðleg hátíð sem haldin er
árlega, nú í fimmta sinn. Hátt
í 2.000 gestir hafa sótt
hana heim hverju
s i n n i . Ókey pi s
er inn á alla við-
burði hennar.
E i n n þ e i r r a
sem verk eiga á
hátíðinni er Har-
aldur Jónsson
myndlistarmaður, sem
býr í borginni. Hann
á ekki heimangengt
og segir þetta verða í
fyrsta skipti sem hann
sé ek k i v iðst addu r
opnun á eigin verkum.
„Gjörningurinn minn
nefnist Þröng. Ég
t r e y s t i þ e i m
fyrir norðan til
að setja hann
rét t upp og
vona að hann
komi vel út.
Þó ég verði
e k k i s j á l f -
u r á hátíð-
inni í holdinu verð ég mjög nálægur
í andanum.“
Fylgir samt ekki gjörningum allt-
af eitthvað sem gerist á staðnum?
„Jú, gjörningur fer fram í tíma og
rúmi og inniheldur mjög gjarnan
hrey f ing u og einhvers konar
stefnumót við áhorfendur. Grunn-
munurinn á gjörningi og leiklist er
að gjörningurinn skapar ástand en
honum fylgir ekki frásaga, hann er
meira í ætt við athöfn, eða ritúal.“
Haraldur segir um frumf lutning
að ræða á verkinu Þröng og það feli
í sér þátttöku gesta. „Þröng er
nokkurs konar afsprengi yfirlits-
sýningar minnar á Kjarvalsstöðum
fyrir ári. Hún stóð í þrjá mánuði
og ég var alltaf með gjörninga síð-
degis á laugardögum. Það var mjög
gaman og það má segja að fræi að
þessum gjörningi hafi verið sáð
þá. Verkin mín hafa samt, alveg frá
upphafi, gjarnan haft einhverja
umbreytingu í sér, þannig að
Þröng er angi af þeirri stefnu.“
A! Gjörningahátíð er samvinnu-
verkefni Listasafnsins á Akureyri,
Menningarhússins Hofs, Leikfélags
Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar
leiklistarhátíðar, Gilfélagsins og
Heim-vídeólistahátíðar.
Samhliða A! fer vídeólistahátíðin
Heim fram. gun@frettabladid.is
Vet r a r g u l r æt u r er smásagnasafn eftir Rög nu Sig u rð a r-dóttur, en hún hefur áður sent frá sér sex sk á ld sög u r, smá-
sögur og ljóð. Hún var tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna
fyrir skáldsöguna Borg.
„Í garðyrkju eru vetrargulrætur
látnar ósnertar fram á vetur. Þær
vaxa áfram og halda gæðum sínum.
Þetta er ekki gert hérlendis enda
líklega of mikið frost í jörð. Í sam-
nefndri sögu í bókinni eru vetrar-
gulrætur tákn fyrir eitthvað gott
sem leynist, vetrarforða eða framtíð
sem mikilvægt er að trúa á þótt hún
sé ekki sýnileg berum augum.“
Hið sammannlega
„Þarna eru fimm langar smásögur
sem hafa orðið til á síðustu þremur
árum,“ segir Ragna. „Sögurnar
gerast á ólíkum tíma og ólíkum
stöðum, sú síðasta á 18. öld. Hið
sammannnlega breytist ekki þótt
tæknin breytist, grundvallaratriði
lífsins eru eins, sama hvar við erum.
Ég vildi leggja áherslu á þetta en um
leið fannst mér spennandi að skoða
þann tíðaranda sem er ríkjandi
hverju sinni. Mig langaði líka að
skrifa um persónur í ákveðnum
aðstæðum, stundum mjög drama-
tískum, og hvernig þær bregðast við
þeim.
Með því að finna sögu stað í
ákveðnum tíma er hægt að skoða
ólíka hluti. Eins og margir sem
skrifa hef ég áhuga á fólki og hvernig
það tekst á við lífið. Í þremur sögum
hefur stríð bein eða óbein áhrif á
sögupersónur og líf þeirra. Þar er ég
að skoða hvernig við manneskjurn-
ar tengjumst hinu stærra samhengi.
Fólk hugsar ekki um það alla daga
að það er hluti af stærra samhengi,
sérstaklega ekki á okkar litlu eyju.“
Sami sagnaheimur
Söguefnið er margs konar. Ungur
málari grípur til örþrifaráða þegar
kærasta hans sekkur í þunglyndi;
myndlistarkona finnur sér leið
þrátt fyrir þöggun; f lóttakona frá
Þýskalandi tekst á við sköpunar-
kraftinn í nýju umhverfi: unglingur
á sér einn draum heitastan. Fyrsta
sagan, ansi áhrifamikil, nefnist Ég
skal bjarga þér og gerist í Reykjavík
árið 2019 en þar týnir kona barni.
„Það er venjulega komið fram við
börn eins og börn, en börn eru bara
litlar manneskjur. Mig langaði til að
skrifa um konu sem lítur barn sömu
augum og fullorðna manneskju.
Aðstæður verða til þess
að hana langar ákaft til
að kynnast þessu barni,“
segir Ragna.
„Persónurnar eiga
það sameiginlegt að
f inna sig knúnar til
þess að takast á við
umhverfi sitt – bjarga
öðrum eða bjarga
sjálf um sér. Og í
gegnum þær ólíku
björgunaraðgerðir
komast þær að ein-
hver ju ný ju u m
sjálfar sig. Konan
sem týnir barninu
vill ákaft bjarga
því, en á endanum
er það kannski alls ekki
barnið sem þarfnast björgunar. Það
sama má segja um kærastann sem
á erfitt með að takast á við þung-
lyndi kærustu sinnar, hann þarf að
horfast í augu við hvaða tilfinning-
ar búa í raun að baki. Eiginkonan
sem upplifir óvænt þöggun á eigin
heimili þarf að taka ákvörðun um
það hvernig hún ætlar að taka þann
slag, en þar fannst mér áhugavert
að skoða hvernig straumar
og stefnur í listum
um miðja síðustu
öld höfðu áhrif á
persónulegt líf. Ein
af sögunum gerist í
Reykjavík á fjórða
á r at ug og hef u r
brottsendingu flótta-
manna og hjálpsemi í
brennidepli. Hversu
langt erum við tilbúin
að ganga til þess að
bjarga öðrum? Síðasta
sagan víkur síðan frá
þeim sjónræna heimi
listamanna á 20. og 21.
öld sem hefur ríkt í bók-
inni og hverfur aftur í
myrkur blinds unglings á
18. öld. Hún er eins og dökkur bak-
grunnur, lím fyrir hinar sögurnar
fjórar og í henni býr kjarni bókar-
innar, sköpunarkrafturinn.“
„Eins og sjá má af þessu býr hver
saga yfir sínum eigin heimi, en
þær tilheyra engu að síður einum
og sama sagnaheiminum. Í þeim
má sjá snertif leti á milli persóna,
hversdagslífs þeirra og þess sem þær
takast á við. Tímaflakkið felur líka
í sér möguleika á vangaveltum um
til dæmis þróun stöðu konunnar og
valdabaráttu kynjanna.“
Vinnur að skáldsögu
Spurð um smásagnaformið segir
Ragna: „Smásagnaformið hentaði
þessum sögum. Tvær sögur hugsaði
ég upphaflega sem skáldsögur en sá
svo að efnið hentaði ekki í það og ég
stytti þær. Þetta langa smásöguform
finnst mér mjög skemmtilegt vegna
þess að innan þess er hægt að gera
svo mikið, ekki síst byggja upp per-
sónur. Ég er sjálf heilluð af þessum
stóru höfundum sem hafa skrifað
langar sögur, eins og Alice Munro,
Doris Lessing og Joyce Carol Oates.“
Ragna er nú að vinna að skáld-
sögu sem gerist í París og Reykjavík
um miðja 20. öld og þar er á ferð
ástarsaga listamanna.
Sýnendur:
Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Dustin Harvey, Einkasafnið, Florence Lam,
Haraldur Jónsson, Íris Stefanía / Hljómsveitin Eva, Listahópurinn
Kaktus, The Northern Assembly / Nordting, Photo Studio »Schmidt &
Li« , Rodney Dickson, Snorri Ásmundsson, Sunna Svavarsdóttir,
Tales Frey, Tine Louise Kortermand / María.
PERSÓNURNAR EIGA
ÞAÐ SAMEIGINLEGT
AÐ FINNA SIG KNÚNAR TIL ÞESS
AÐ TAKAST Á VIÐ UMHVERFI
SITT – BJARGA ÖÐRUM EÐA
BJARGA SJÁLFUM SÉR.
Eins og margir sem skrifa hef ég áhuga á fólki, segir Ragna Sigurðardóttir sem hefur sent frá sér smásagnasafn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hver saga býr yfir sínum eigin heimi
Ragna Sigurðar-
dóttir sendir frá
sér smásagnasafn.
Fimm sögur sem
gerast á ólíkum
tíma og stöðum.
Leggur áherslu á
það sammannlega.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Verður sjálfur ekki á hátíðinni í holdinu en mjög nálægur í andanum
Haraldur segir gjörninginn
Þröng fela í sér þátttöku gesta.
9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
0
9
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
F
8
-7
8
A
4
2
3
F
8
-7
7
6
8
2
3
F
8
-7
6
2
C
2
3
F
8
-7
4
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
8
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K