Fréttablaðið - 09.10.2019, Side 36
Ég kynntist Lars Jakob-sen fyrir algera tilviljun haustið sem ég f lutti til Danmerkur fyrir tutt-ugu árum. Þegar ég fór á aðalbókasafnið hérna
í Köben var lítil myndasöguhátíð í
gangi. Peter Madsen var þarna með
Goðheimana og svo Lars með aðra
seríu sem hann hefur teiknað lengi
og þarna byrjaði ég aðeins að kynn-
ast þessu danska teiknimyndasögu-
liði,“ segir Árni Beck Gunnarsson,
sem kennir útlendingum dönsku og
fæst við myndasöguþýðingar í Dan-
mörku svo eitthvað sé nefnt.
Síðan leið og beið og það var
ekki fyrr en fyrir átta árum sem
þeir Jakobsen kynntust almenni-
lega þegar Árni fylgdi vini sínum
á myndasöguhátíðina Art Bubble
sem Jakobsen kom á laggirnar í
Danmörku.
Byrjað á öfugum enda
„Þannig að þetta byrjaði hægt og
rólega og ég er búinn að vera að
vinna með Lars í eitthvað á sjöunda
ár,“ segir Árni sem þýddi sína
fyrstu myndasögu, Mouse
Guard 3: The Black Axe,
einmitt í tengslum við Art
Bubble.
„Bandaríski höfundur-
inn David Peterson var að
koma á hátíðina en hann
er af dönskum ættum og
okkur fannst nauðsynlegt
að bók eftir hann kæmi út á
dönsku. Það voru ekki allir
jafn hrifnir af því að þýða
úr ensku á dönsku en mér
tókst að sannfæra Lars og
hann gaf bókina út og hún er upp-
seld á dönsku hérna.“
Danskur
tímaflakkari
tékkar á Íslandi
Tímaflakkarinn
Mortensen hefur
borið hróður danska
teiknimyndasögu-
höfundarins Lars
Jakobsen víða um
lönd en þeir reyna
nú fyrir sér á Íslandi í
fyrsta sinn með full-
tingi íslensks vinar
höfundarins, Árna
Beck Gunnarssonar,
sem hefur þýtt bók-
ina um Dularfulla
handritið.
Mortensen er æðislegur
Árni segir Jakobsen lengi hafa
langað til þess að fá Mort ensen
þýddan á íslensku og sjálfur hafi
hann verið meira en til í verkið.
„Mortensen-bækurnar eru alveg
æðislegar,“ segir hann og bætir við
að Jakobsen styðjist mikið við raun-
verulega atburði og aðstæður sem
geri bækurnar jafn skemmtilegar
og raun ber vitni.
„Síðan er þetta líka ósköp mein-
laust, enginn hættulegur hasar eða
blótsyrði þannig að þetta er fyrir
alla aldurshópa. Hrein og einföld
saga.“
Bókin Dularfulla handritið er til
sölu í Nexus, varnarþingi mynda-
sögufólks og nörda allra gerða á
Íslandi, og Árni segir að ef fer sem
horfir muni þeir Jakobsen gefa út
fleiri bækur um hetjuna á íslensku.
„Þetta hefur gengið ansi vel og það
gengur á litla upplagið. Við ákváð-
um að keyra á smá upplag og sjá
hvernig það gengur.“
Gangi áform þeirra félaga eftir er
af nógu að taka þar sem fjórar aðrar
bækur hafa komið út um
Mortensen og „hann er að
vinna í sjöttu bókinni núna
og hún á að koma út í Dan-
mörku, Hollandi og Belgíu
á næsta ári“.
Ísland er öðruvísi
Ekki þarf því að fjölyrða
um vinsældir Mortensens
í heimalandinu. „En bókin
hefur líka komið út í Banda-
ríkjunum þaðan sem henni
var dreift til Englands og
Ástralíu. Hún hefur komið út
ansi víða, verið mjög vinsæl
og er uppseld á enska mark-
aðnum,“ segir Árni.
Hvað áhuga Jakobsens
á íslenskri þýðingu varðar
segist Árni telja að hann hafi
fyrst og fremst „bara langað að
prófa eitthvað annað“ og ger-
ist ögn dularfullur þegar hann
bætir við: „Og svo er aldrei að
vita nema Mortensen sjálfur
eigi eftir að koma til Íslands.“
Danskurinn ekki svo djöful-
legur
„Danir seldu okkur kannski maðk-
„Bækur mínar höfða til allra og við Árni hlökkum til að kynna Mortensen
fyrir Íslendingum,“ sagði myndasöguhöfundurinn Lars Jakobsen.
OG SVO ER ALDREI
AÐ VITA NEMA
MORTENSEN SJÁLFUR EIGI
EFTIR AÐ KOMA TIL
ÍSLANDS.
Árni Beck Gunnarsson hefur búið í Danmörku í tuttugu ár þar sem hann unir hag sínum vel í
félagsskap myndasöguliðsins og á kafi í myndasögum sem enginn skortur er á þar í landi.
9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
0
9
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
F
8
-8
7
7
4
2
3
F
8
-8
6
3
8
2
3
F
8
-8
4
F
C
2
3
F
8
-8
3
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
8
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K