Fréttablaðið - 22.10.2019, Page 1

Fréttablaðið - 22.10.2019, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 4 6 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 dagar outlet- FÓTBOLTI  Á Faxaf lóa- og Reykja- víkurmótum fimmta flokks verður spilað eftir hugmyndum Arnars Þórs Viðarssonar, yfirmanns knatt- spyrnumála KSÍ, en fjórar breyting- ar eru þar á meðal. Sparkað verður inn í stað inn- kastsins, hálfleikjum verður fjölgað, þjálfarar dæma leikina hjá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref og einnig spila sumir á minni velli. „Við erum búin að funda oft með yfirþjálfurum yngri f lokka þar sem við höfum verið að ræða hluti sem geta stuðlað að því að við búum til aðeins betri leikmenn,“ segir Arnar. Nánar er fjallað um breytingarnar á íþróttasíðunni. – bb / sjá síðu 10 Vildu innspark í stað innkasts Akureyrarbær hélt í gær fjölmennan íbúafund um breytingu á aðalskipulagi fyrir hluta Oddeyrar. Bæjarstjórnin samþykkti nýverið skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi. Þar hefur skilgreindu athafnasvæði verið breytt í íbúðarsvæði fyrir allt að 11 hæða fjölbýlishús. Í fundarboði var tekið fram að fundargestum gæfist að fundi loknum „tækifæri til að kynna sér skipulagslýsinguna í rólegheitum...“ – Fundurinn fór friðsamlega fram en greina mátti kurr meðal fundargesta og undirliggjandi öldu gagnrýni á fyrirætlanir bæjarins. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Arnar Þór Viðarsson. STJÓRNSÝSLA „Það er hryggilegt og ekki sæmandi formanni banka- ráðs Seðlabanka Íslands að lýsa afstöðu sinni með þessum hætti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergs- son, f ramk væmdastjór i Sam- taka atvinnulífsins, um viðbrögð Gylfa Magnússonar, dósents við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, við nýju frumvarpi sem á að ein- falda sam keppnis löggjöf lands- ins verulega. Gagnrýndi Gylf i frumvarpið harðlega og sagði meðal annars að „blautir draumar fákeppnismógúla væru að rætast“. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að afnema heimild Sam- keppniseftirlitsins til að áfrýja niðurstöðum áfrýjunarnefndar til dómstóla. Þá er einnig ráðgert að afnema heimild stofnunarinnar til íhlutunar í starfsemi fyrirtækja sem ekki hafa gerst brotleg við sam- keppnislög. Að sögn Gylfa eru þessi baráttumál ekki ný af nálinni hjá hagsmunaaðilum. „Hugmyndir í þessa veru hafa oft verið viðraðar áður en ekki fengið brautargengi vegna harðrar andstöðu. Nú sjá þeir Ummæli sæma ekki formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins furðar sig á viðbrögðum Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs Seðlabankans, varðandi nýtt frumvarp sem ætlað er að einfalda samkeppnislöggjöf landsins. Þau samræmist ekki stöðu hans. Ráðherrar kynntu í gær ítarlegar tillögur um einföldun regluverks. Formaður banka- ráðs verður að gæta þess að vegna stöðu sinnar er á hann hlustað Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri SA hins vegar greinilega lag til að knýja þetta fram,“ sagði Gylfi. „Formaður bankaráðs verður að gæta þess að vegna stöðu hans er á hann hlustað, orð hans metin bæði hér á landi og erlendis. Það stendur upp á hann að skýra hvernig þetta samræmist stöðu hans og ég vænti þess að gengið verði eftir þeim skýr- ingum,“ segir Halldór. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Kristján Þór Júlíusson héldu blaða- mannafund í gær þar sem tillögur þeirra um einföldun á regluverki voru lagðar fram. – bþ / sjá síðu 4 2 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 8 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 D -E 4 F 8 2 4 0 D -E 3 B C 2 4 0 D -E 2 8 0 2 4 0 D -E 1 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.