Fréttablaðið - 22.10.2019, Page 4

Fréttablaðið - 22.10.2019, Page 4
Við munum láta í okkur heyra á næstu vikum og munum ekki gefast upp. Sævar Reykjalín Ég held að það sé samhljómur um að það sé ekki óþarfa reglu- verk, svo getur okkur greint á um hvað er óþarfi og hvað ekki. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir S TJÓRN SÝS L A „Við erum með þyngsta eftirlitskerfi innan OECD, það er ekki vænlegt til árangurs. Það er sameiginlegt verkefni að laga það og þess vegna erum við að keyra þetta verkefni í gang,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný sköp un ar ráðherra. Á blaðamannafundi í gær kynnti hún aðgerðir til að einfalda reglu- verk ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra. Í síðustu viku var opinberað frumvarp, svokallaður bandorm- ur, þar sem felldir eru á brott heilu lagabálkarnir. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Þórdís Kolbrún einn- ig lagt fram frumvarp um breytta samkeppnislöggjöf með það að markmiði að einfalda framkvæmd og auka skilvirkni. Það frumvarp er þó óskylt þessum breytingum á regluverkinu, en í stóru myndinni er þetta sama verkefnið. „Ég er mjög meðvituð um að það verða tvö atriði í frumvarpinu sérstaklega gagnrýnd, varðandi markaðsrann- sóknir og varðandi áfrýjunarheim- ild, ef þú tekur þær tvær út fyrir sviga þá eru aðrar tillögur gerðar til að létta á eftirlitinu, stytta máls- meðferðartíma og forgangsraða,“ segir Þórdís Kolbrún. Aðspurð hvort hún búist við tregðu í kerfinu við svo miklar breytingar segist Þórdís Kolbrún ekki hafa fundið fyrir slíku enn. „Við erum að vinna þetta með undirstofnunum og það er alveg skýrt hvert við viljum fara. Ég held að það sé samhljómur um að það sé ekki óþarfa regluverk, svo getur okkur greint á um hvað er óþarfi og hvað ekki.“ Reglugerðarbreytingarnar í gær eru fyrsta skrefið í átt að því að einfalda regluverkið. Næsta skref er frumvarp sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra. „Þriðji áfanginn er sá f lóknasti, hann snýr að eftir- Eru fyrst og fremst að taka til Ferðamála-, iðnaðar- og ný sköp un ar ráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boða aðgerðir til að einfalda regluverk. Binda vonir við að önnur ráðuneyti og sveitarfélög grípi til sömu aðgerða. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með reglugerðirnar 1.090 sem hann felldi úr gildi í gær og grínaðist með að brenna. Um er að ræða úreltar reglugerðir sem hafa litla þýðingu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON litsreglunum sem eru nú í gangi í laga- og regluverkinu sem fyrir- tæki eiga að starfa eftir. Þar erum við komin á fullt í samráði við bæði stofnanirnar okkar og atvinnulífið,“ segir Kristján Þór. Mun það frum- varp koma fram í lok næsta árs. „Við í sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytinu erum með flókið regluverk, bæði í reglugerðum og lögum, og ekki síður í leyfisveit- ingum undirstofnana. Við ætlum að taka til í þessum efnum og ein- falda sem mest það umhverfi sem atvinnurekstrinum er ætlað að starfa innan, við erum að stíga fyrsta skrefið í þá átt,“ segir Kristján Þór. Ekki er þó um að ræða neinar grundvallarbreytingar. „Við erum fyrst og fremst að taka til, henda út úreltu regluverki sem hefur engan tilgang, hefur bara hangið inni í kerfinu.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins binda ráðherrarnir vonir við að önnur ráðuneyti ráðist í sams konar aðgerðir, þá sérstak- lega þau sem stjórnað er af öðrum Sjálfstæðismönnum. Einnig er von- ast til að sveitarstjórnarstigið taki þessar aðgerðir til sín og einfaldi eigið regluverk. arib@frettabladid.is Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is 50% Afsláttur Olíulitir, vatnslitir, akrýlitir, penslar, trönur, flúraðir rammar, o.fl. o.fl. ÚTSALA - ÚTSALA Opið 8 - 16 REYK JAVÍK Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Keldu- skóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. Nemendum í Korpuskóla hefur fækkað mjög á síðustu árum, úr 140 árið 2012 í 59 á þessu skólaári. Hjallastefnan hefur lýst yfir áhuga á að taka yfir skólann. „Börn í hverjum árgangi eru allt niður í fjögur talsins og það er ávísun á verri aðbúnað en við viljum bjóða okkar nemendum bæði náms- og félagslega,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. „Meginatriðið er að geta boðið nem- endum meiri fjölbreytni í námi og ekki síður félagslega, þ.e. að börnin hafi gott val þegar kemur að vina- samböndum og félagslegum tengsl- um.“ Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað 1 Landsliðsmarkvörður opnar sig Björgvin Páll Gústavsson opnaði sig um glímu sína við and- leg og líkamleg veikindi á sam- félagsmiðlum. 2 Í sjálfheldu á Jökulsárlóni Erlendur ferðamaður virti við- vörunarskilti að vettugi og lenti í sjálfheldu á Jökulsárlóni. 3 Langaði að sýna aðra týpu af kvenlíkama Leikkonan Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir ræddi hlutverk sitt í þáttunum Pabbahelgum á RÚV 4 Áhöfn TF-SIF í Miðjarðarhafi Áhöfn flugvélar Landhelgis- gæslunnar stuðlaði að björgun rúmlega 1.300 flóttamanna í síðasta mánuði. 5 Samkeppnislögin verði ein-földuð Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköp- unarráðherra, lagði fram frumvarp um breytingar á samkeppnislög- gjöfinni. Sævar Reykjalín, formaður for- eldrafélags Kelduskóla, segir tillög- una reiðarslag. „Það er mjög sorglegt að þetta skuli vera niðurstaðan. Það er mikil skammsýni,“ segir Sævar. „Þetta er erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað.“ Hann boðar aðgerðir foreldra í hverfinu til að fá meirihlutann til að skipta um skoðun. „Við munum láta í okkur heyra á næstu vikum og munum ekki gefast upp.“ – ab Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is DÓMSMÁL Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnun- arinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. Málið hefur þegar verið þingfest. Atli Rafn kvartaði til Persónuverndar vegna synjunar Borgarleikhússins á beiðni hans um upplýsingar um efni og uppruna kvartana gagnvart honum sem fram komu í vinnuskjali leikhússtjóra Borgarleikhússins um kvartanir sem beindust að honum og urðu til þess að honum var vísað úr starfi. Það var niðurstaða Persónu- verndar að hlutaðeigandi ein- staklingar yrðu ekki látnir sæta því að sá trúnaður sem þeim var heitið af hálfu leikhússtjóra yrði látinn víkja fyrir hagsmunum Atla Rafns og hefði henni því ekki verið skylt að veita honum umbeðnar upp- lýsingar. Í byrjun mánaðarins fór fram aðalmeðferð í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu, en hann fer fram á 13 milljónir í bætur vegna fyrir- varalausrar uppsagnar og miska í kjölfar hennar. Við aðalmeðferðina lagði lögmaður Atla Rafns áherslu á að það hafi gert skjólstæðingi sínum ómögulegt að verjast kvörtununum að vita hvorki hvers eðlis þær voru né hvaðan þær stöfuðu. Dóms er að vænta í máli Atla gegn Borgarleikhúsinu á næstu dögum. – aá Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn ásamt lögmanni sínum, Einari Þór Sverrissyni, við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóms er að vænta á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR STJÓRNSÝSLA Ákvörðun stjórnar Vat najök u lsþjóðgarðs u m að synja ferðaþjónusturisanum Arc- tic Adventure um leyfi til siglinga á Jökulsárlóni árið 2018 var staðfest af umhverfis- og auðlindaráðu- neytinu á dögunum. Arctic Advent- ures lagði fram stjórnsýslukæru til ráðuneytisins í kjölfar synjunar- innar á síðasta ári en niðurstaða ráðuneytisins er sú að ákvörðun stjórnarinnar hafi verið lögmæt og hafi ekki brotið á kæranda. Málið vakti nokkra athygli um mitt ár 2018 en þá hafði fyrirtækið siglt með ferðamenn á lóninu heimsfræga án leyfis um skeið. Hafði fyrirtækið óskað eftir leyfi til siglinganna fyrr um veturinn en ekki fengið svar frá þjóðgarðinum fyrr en í maí. Þá var þegar búið að skipuleggja siglingarnar og var talið að fyrirtækið hefði túlkað sein svör sem samþykki fyrir því að hefja siglingarnar. – bþ Staðfestu synjun 2 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 D -F D A 8 2 4 0 D -F C 6 C 2 4 0 D -F B 3 0 2 4 0 D -F 9 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.