Fréttablaðið - 22.10.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 22.10.2019, Síða 16
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Haustið er yndislegur tími til gönguferða og enn meira gaman að ganga um í haustlauf- um með ömmu og afa, eða þegar öll fjöl- skyldan nýtur útivistarinnar saman. NORDICPHOTOS/ GETTY Hvað er yndislegra en að fá sér hænublund í ömmufaðmi eða fyrir ömmur að finna afkomendurna sofna hjá sér? Þrátt fyrir að við eyðum um þriðjungi ævi okkar í svefn hugum við ekki að mikilvægi svefnsins fyrr en svefnleysi fer að hrjá okkur. Svefninn endurnærir og gefur kraft til að takast á við gleði og amstur dagsins. Hann er nauðsynlegur þáttur heilbrigðra lífshátta og hefur áhrif á það hvernig okkur líður, samskipti við annað fólk, starfshæfni og almenn lífsgæði. Án svefns og hvíldar lifum við ekki af, hvað sem sögum líður af fólki sem þarf ekki nema nokkurra stunda hvíld á hverjum sólarhring. Til eru góð ráð til að ráða bót á svefnleysi og hér eru nokkur sem rannsóknir benda til að gefi góðan nætursvefn: Vaknaðu á sama tíma á hverjum degi. Að öllu jöfnu er í lagi að sofa lengur þegar vinnan kallar ekki, en ef svefnleysi hrjáir fólk þarf að koma reglu á svefntímann. Minnkaðu notkun á örvandi efnum eins og nikótíni, koffeini, áfengi og lyfjum (í samráði við lækni). Það að hafa lítið fyrir stafni eða að leggja sig á daginn getur truflað bæði svefn og gæði hans. Slökun eða hugleiðsla í 10-20 mínútur að degi til getur þó bætt líðan. Hreyfðu þig reglulega þar sem það bætir bæði lengd og gæði svefns. Of mikil þjálfun stuttu fyrir svefn getur þó haft neikvæð áhrif. Notaðu rúmið fyrir það sem því er ætlað. Rúmið er að öllu jöfnu til að sofa í, hvílast og stunda kynlíf. Það er ekki staður til að borða, horfa á sjónvarp eða vinna og slík iðja truflar tengingu svefnher- bergisins við svefn. Hreyfing, hvíld og samvera Eldra fólki, eins og reyndar öllum öðrum, er nauðsynlegt að hreyfa sig á hverjum degi og hvílast vel. Þá veitir virk samvera með vinum og fjölskyldu flestum ljúfa slökun og einskæra vellíðan. Ekki borða eða drekka mikið rétt fyrir svefn. Hvort tveggja getur haft áhrif á meltinguna þannig að brjóstsviði eða salernisferðir trufli svefninn. Búðu til svefnvænt umhverfi. Hitastig, lýsing og hljóð geta haft áhrif á svefninn og mikilvægt er að þessir þættir séu sem ákjósan- legastir. Leitaðu lausna við áhyggjum eða vandamálum áður en þú leggst til svefns. Það getur hjálpað að setja á blað þau viðfangsefni sem bíða, helst í lok vinnudags, en allavega fyrir svefninn. Ekki reyna að leysa málin í huganum eftir að upp í rúm er komið. Fáðu aðstoð við að draga úr streitu. Oft finnur fólk sínar eigin leiðir til að draga úr streitu en einnig getur verið gott að leita til fagfólks sem hefur yfirsýn yfir fjöl- breyttari leiðir. Íhuga ætti meðferð hjá sérfræð- ingi ef svefnvandi er langvarandi. Sérfræðiráðgjöf getur aðstoðað fólk við að greina vandann og leita úrlausna við honum. Sá tími sem okkur tekst að eyða í svefn er ekki allt; við þurfum líka að finna hvíld og sálarró. Því er gott að staldra við í amstri dagsins og njóta samvista við vini og vandamenn því ekki einungis svefn heldur slökun fær okkur til að líða betur. Hún gefur hvíld, frið og endurnæringu og umfram allt ættum við að leggja áherslu á virkar samverustundir í faðmi fjöl- skyldu og vina. Súrefni og smurð liðamót Mannslíkaminn er hannaður fyrir hreyfingu en bregst að sama skapi illa við mikilli kyrrsetu. Almennar ráðleggingar miða við að full- orðnir hreyfi sig rösklega í minnst 30 mínútur á dag og að börn hreyfi sig minnst í 60 mínútur daglega. Með hreyfingu smyrjum við liðamót og losum um andlega og líkamlega spennu. Við færum líkamanum súrefni og næringar- efni og losum hann við úrgangs- efni. Með tímanum styrkjast bein og vöðvar og hjarta- og æðakerfið verður afkastameira. Allt stuðlar það að meiri orku og styrk til að takast á við verkefni dagsins og að gera það sem okkur þykir skemmtilegt, en algengir fylgifisk- ar kyrrsetu eru stirðleiki, kraft- leysi, verkir og vanlíðan ásamt því sem líkur á ýmsum sjúkdómum aukast til muna. Fram undan er vetur með kulda, snjó og hálku, en það eru áhrifaþættir sem geta dregið úr hreyfingu. Veður er þó sjaldan það slæmt að klæðnaður við hæfi sé ekki nægileg vörn. Göngutúr skilar okkur hressum og glöðum heim á ný og hægt að fara í hvaða átt sem er út frá heimilinu til að upplifa og sjá eitthvað áhugavert, eins og trjágróður í vetrarbúningi, norðurljósin, smáfugla að leita sér að æti og ekki vitlaust að vera með brauðmola eða fuglafræ í vasanum. Einnig er hægt að vera virkur á fjölmargan hátt innan- húss og stunda til dæmis leikfimi og jóga. Hreyfum okkur daglega, allan ársins hring. n Hreyfing veitir aukna orku og slökun. n Virkjum fjölskylduna með okkur. n Klæðum okkur í samræmi við veður. n Njótum birtunnar með útivist í hádeginu. n Notum endurskinsmerki. n Nagladekk eru fáanleg fyrir reið- hjól. n Stundum jóga, skíði, snjókarla- gerð og virkjum hugmynda- flugið. Heimild: landlaeknir.is Slökun fær okkur til að líða betur. Hún gefur hvíld, frið og endurnæringu og umfram allt ættum við að leggja áherslu á virkar samverustundir í faðmi fjölskyldu og vina. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 E -1 B 4 8 2 4 0 E -1 A 0 C 2 4 0 E -1 8 D 0 2 4 0 E -1 7 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.