Fréttablaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 2
Veður Norðaustan 8-15 í dag og él, en lengst af bjartviðri syðra. Hiti kringum frostmark. SJÁ SÍÐU 14 Strandlengja Reykjavíkur í stöðugri mótun Unnið að landfyllingu sunnan Skarfaskers /Skarfabakka í Reykjavík. Alls fara 300.000 rúmmetrar af jarðvegi byggingarsvæðis Landspítalans við Hringbraut til landfyllingar samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur. Það er 2,5-3 hektara stækkun svæðis Sundahafnar. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON BRINK Gæði og glæsileiki endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæs ileiki endalaust úrval af hágæ ða flísum Finndu okkur á facebook STJÓRNSÝSLA Umhverfis- og auð- lindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur sett Sig- rúnu Ágústsdóttur, sviðstjóra hjá Umhverfisstofnun, til að gegna tímabundið embætti forstjóra stofnunarinnar til 1. mars 2020, þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Tímabundinn forstjóri UMST Sigrún Ágústdóttir, settur forstjóri Umhverfis- stofnunar. Sigrún, sem er lögfræðimenntuð, hefur starfað sem sviðstjóri hjá UMST í rúman áratug. Hún hefur einnig verið staðgengill forstjóra. Embætti forstjóra UMST var aug- lýst til umsóknar þann 10. október síðastliðinn og er umsóknarfrestur til 28. október. Gerð er krafa um leiðtogahæfileika. – bþ AKUREYRI „Auðvitað togast þetta alltaf á, það er öryggismál og umhverfismál,“ segir Guðríður Erla Friðriksdóttir, sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæj- ar. Tilkynning birtist á vef bæjarins á föstudag þar sem Akureyringar eru hvattir til þess að draga úr notkun nagladekkja í bænum. Í tilkynningunni kemur fram að síðastliðin fimm ár hafi að meðal- tali 74 prósent bifreiðaeigenda á Akureyri ekið um á nagladekkjum. Nagladekk auka svifryksmengun, valda hávaða og slíta malbiki hrað- ar en önnur dekk. „Við erum einnig að hvetja fólk til þess að vera á nöglum eins stutt og mögulegt er,“ segir Guðríður. „Fólk upplifir sig auðvitað í mörgum til- fellum öruggara á negldum dekkj- um og við höfum skilning á því en þeir sem eru kannski ekki að ferðast á milli landshluta heldur keyra meira innanbæjar geta þá frekar verið naglalausir.“ Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að erfitt gæti reynst að vera á naglalausum dekkjum á Akureyri og þá sér í lagi að erfitt gæti reynst að aka upp Gilið. „Það koma auð- vitað dagar þar sem það er fljúgandi hálka en þá gerum við ráðstafanir til að draga úr hálkunni, til dæmis með því að sanda,“ segir Guðríður. „Ég held að fólk sé allt af vilja gert til þess að hjálpa okkur við þetta og vernda umhverfið en auðvitað skil- ur maður líka að fólk sé að hugsa um öryggi sitt og annarra vegfarenda,“ segir hún. – bdj Vilja ekki nagladekk Röðin var löng í dekkjaskipti á Akureyri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN LANDBÚNAÐUR Smjörbirgðir Mjólk- ursamsölunnar hafa ekki verið meiri í þrjú ár og eru birgðirnar nú um 650 tonn. Flutt hafa verið út á árinu hundrað tonn af smjöri og í bígerð er að f lytja út allt að 200 tonn í viðbót til afsetningar. For- maður Landssambands kúabænda segir þetta gefa til kynna að fram- leiðsla á mjólk sé eilítið of mikil eins og staðan er í dag. Í yfirliti Pálma Vilhjálmssonar, aðstoðarforstjóra MS, um mjólkur- birgðir sem birtist í svokölluð- um mjólkurpósti til bænda kemur fram að smjörbirgðirnar núna séu um 150 tonnum meiri í lok ágúst en á sama tíma árið 2018. Birgðir hafa ekki verið svona miklar síðan í ágústmánuði árið 2016. Það sem af er árinu hafa rúmlega hundrað tonn verið f lutt út af smjöri og hafa fengist fyrir það um 490 krónur á hvert kíló til útf lutnings. Einnig segir Pálmi í yfirliti sínu að í undir- búningi sé útf lutningur á allt að tvö hundruð tonnum af smjöri til viðbótar. „Útf lutningur á mjólkurvörum frá Íslandi verður seint til þess að borga sig. Markaðir í Evrópu eru fullir og verðlag á Íslandi með þeim hætti að það er tiltölulega dýrt að stunda framleiðslu hér, hvaða nafni sem hún nefnist,“ segir Arnar Árnason, formaður Lands- sambands k úabænda. „Fram- leiðslan hér innanlands er heldur yfir þörfum sem nauðsynlegt er á hverjum tíma til þess að við getum verið viss um að geta sinnt okkar heimamarkaði. Útf lutningur er fyrst og fremst stundaður til að halda jafnvægi.“ Kílóverð á smjöri er um eitt þúsund krónur út úr búð. Verðið sem hefur fengist fyrir útf lutning er hins vegar helmingi lægra, eða tæpar 500 krónur á hvert kíló. „Það er ákveðin útf lutnings- skylda og við erum að takast á við þá skyldu. Við sjáum á þessari stöðu að það var heillavænlegt af bændum að halda í kvótafyrir- komulagið til þess að missa ekki framleiðsluna út í vitleysu. Það hefði ekki verið til hagsbóta fyrir íslenska bændur að missa fram- leiðslustýringuna,“ bætir Arnar við. sveinn@frettabladid.is Smjörbirgðir ekki verið meiri í þrjú ár MS á nú um 650 tonn af smjöri. Áætlanir uppi um að flytja allt að þrjú hundruð tonn til útlanda á þessu ári til að ná jafnvægi á markaði hér innanlands. Fram- leiðslustýring mikilvæg í þessu árferði að mati forsvarsmanns kúabænda. Markaðir í Evrópu eru fullir og verðlag á Íslandi með þeim hætti að það er tiltölulega dýrt að stunda framleiðslu hér, hvaða nafni sem hún nefnist. Arnar Árnason, formaður Lands- sambands kúa- bænda Nóg er til af smjöri og er ráðgert að flytja allt að 200 tonn til útlanda á árinu til viðbótar við þau 100 tonn sem þegar eru farin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR 2 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 D -E 9 E 8 2 4 0 D -E 8 A C 2 4 0 D -E 7 7 0 2 4 0 D -E 6 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.