Fréttablaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 32
Í LOK JANÚAR FER ÉG Á LISTAHÁTIÐ Í NÝJU DELÍ OG SÍÐAN TIL KALKÚTTA ÞAR SEM ÉG FÆ VINNUAÐSTÖÐU Í HÖLL Á VEGUM STOFNUNAR HANS OG SÝNI Í FRAMHALDINU Í GALLERÍI HANS Í BORGINNI. Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur hvar@frettabladid.is 22. OKTÓBER 2019 Orðsins list Hvað? Fyrirlestur um bókina Náðarstund Hvenær? 16.30 Hvar? Veröld – hús Vigdísar Ingibjörg Ágústsdóttir, dósent í enskum bókmenntum, flytur fyrir lestur um sögu Agnesar Magn- úsdóttur og Natans Ketilssonar eins og hún er sett fram í bókinni Náðarstund eftir Hönnu Kent. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Hvað? Málþing um byggingarlist Hvenær? 14.00-16.30 Hvar? Safnahúsið, Hverfisgötu Málþingið Hverfisgata: A Dia- logue Between the Urban Past and Present, er haldið í tilefni af 100 ára afmæli danska sendiráðsins á Íslandi. Hvað? Sjálfsbókmenntir í sögulegu ljósi Hvenær? 20.00 Hvar? Snorrastofa, Reykholti Sigurður Gylfi Magnússon, pró- fessor í menningarsögu, f lytur erindi um stigmögnun sjálfstján- ingar. Kaffiveitingar og umræður. Aðgangseyrir 1.000 krónur. Tónlist Hvað? Mezzó, flauta og píanó í Tíbrá Hvenær? 19.30 Hvar? Salurinn, Kópavogi Hanna Dóra Sturludóttir mezzó- sópran, Martial Nardeau flautu- leikari og píanóleikarinn Snorri Sigfús Birgisson flytja.  Hvað: Kvartett Rebekku Blöndal Hvenær: 20.30 Hvar: Kex hostel, Skúlagötu 28 Swing, blús, bebop og fleira. Dans Hvað? Tango milonga Hvenær? 20.30-22.30 Hvar? Iðnó Argentínskur tangó dunar. Dj er Kristinn og gestgjafi er Elín. Myndlist Hvað? Tilraunastofa Hvenær? 13.00-15.00 Hvar? Hafnarborg, Hafnarfirði Gerðar verða tilraunir með vatnsliti og túss, kolateikningar, blýantsteikningar, sápukúlur og lit í Apótekssalnum á 1. hæð. Leiðbeinandi er Unnur Mjöll Leifs- dóttir myndlistarkona. Jakob Veigar Sig urðsson my nd l i st a r maðu r er á mikilli siglingu í list sinni, en erlendir galleríeigendur og listunnendur hafa sýnt verkum hans mikinn áhuga. Jakob býr í Vín, þar sem hann lauk nýlega mastersnámi. Sýningu Jakobs, Snortinn, í Stokk Gallery á Stokkseyri, lýkur í dag. Þar sýnir hann olíumálverk þar sem fiðrildi eru mjög áberandi. „Fiðr- ildi hafa svo margar skírskotanir og ég tengi þau við umbreytingar. Við erum að upplifa stórkostlegar umbreytingar, bæði hvað nátt- úru og tækni varðar. Við óttumst umbreytingar en ef við nýtum þær getur eitthvað óskaplega fallegt komið út úr þeim. Umbreytingar gefa líka von. Fiðrildi eru líka skírskotun í per- sónulega umbreytingu á mínu eigin lífi. Áður en ég fór í myndlist var ég verkfræðingur, vann um tíma fyrir Ístak í Noregi, var eins og stór púpa, 130 kíló, drakk illa og missti allt í hruninu. Ég vaknaði einn laugardags- morgun á Eistnaflugi eftir algjört blakkát. Skyndilega sá ég sjálfan mig og áttaði mig á að það var aldr- ei ætlunin að vera þessi gaur. Á því augnabliki hætti ég að drekka. Ég fór að mála og varð gagntekinn, sótti um í Listaháskólanum tvisvar en fékk neitun. Á netinu sá ég frétt um myndlistarskóla á Kýpur og sendi umsókn þangað og fékk inngöngu. Ég flutti til Kýpur og átti besta vetur lífs míns og málaði átta til tíu tíma á dag. Þar fann ég lífsneistann aftur. Ég hlakkaði alltaf til næsta vinnu- dags og það hafði ekki gerst síðan ég var unglingur. Eftir það komst ég inn í Listaháskólann og fór svo í eitt ár sem skiptinemi til Vínar og þar kynntist ég prófessor frá Finnlandi sem reyndist mér stórkostlega vel og hvatti mig áfram. Eftir að hafa klárað Listaháskólann fór ég í nám til Vínar og útskrifaðist í vor frá Listaaka- demíunni þar í borg.“ Indverskur velunnari Sýning með verkum Jakobs og Kristínar Gunnlaugsdóttur stendur yfir í Vín þar sem listamaðurinn býr. „Opnunin var frábær og þar var sægur af fólki sem virkilega skiptir máli í menningarlífi Vínarborgar. Þarna var sterkefnaður Indverji, Umbreytingar og ný tækifæri Erlendir listaverkasalar og safnarar hrífast af myndlist Jakobs Veigars. Indverskur listunnandi hefur tekið hann upp á sína arma. Virtur svissneskur listaverkasali sýnir einnig áhuga. BÆKUR Til í að vera til Höfundur: Þórarinn Eldjárn Fjöldi síðna: 74 Útgefandi: Vaka Helgafell/For- lagið „Sjálfstýring“ er orðið sem kom fyrst upp í huga ritdómara við lestur nýjustu ljóðabókar Þórarins Eldjárns (f. 1949). Þessi meistari orðanna sem hefur gert það að sér- snilli sinn að leika sér með tungu- málið – kryfja það í merkingarein- ingar, setja í nýtt samhengi, smíða ný orð úr gömlum og binda við rím og stuðla – er kominn svo langt í þeirri list að hún er farin að standa í vegi fyrir skáldlegum tökum. Hag- leikurinn orðinn of áreynslulaus, áferðarfallegur, sléttur og felldur. Að sumu leyti – sem er þó verra – laus við erindið og þar með einn- ig hnökra og hrjúf leika þess sem liggur mikið á hjarta. Þessi þróun í ljóðagerð Þórarins hefur gerst áleitnari í nokkrum síðustu bókum hans en gengur einna lengst í þess- ari nýju bók sem ber heitið Til í að vera til. Á baksíðu segir að kvæði bókar- innar séu „glaðlegur óður til lífsins hér og nú“. Vissulega er í þessum kveðskap komið við í ýmsum krók- um og kimum tilverunnar. Eins og oft áður býður Þórarinn hér upp á stök erindi í bundnu máli, mikið er um limrur og vísur í ferskeyttum hætti þar sem orðaleikir og glettni ráða för. Glíma við formið er megin- öxull bókarinnar eins og kemur fram í titilerindinu „Að yrkja“ þar sem segir: Vel mér fellur vinnan, vaxa myndir strammans. Ég uni mér best innan óþægindarammans. Þessi fyrsta vísa bókarinnar slær tóninn fyrir ýmislegt sem á eftir kemur, til dæmis leiki með sam- setningu hljóða í Vorstemningu: Fylliraftur fyllir aftur f leyg sinn tóman – þyrstur starir. Vill setjast út og setja stút á sólgnar varir. Húmorinn er þó ekki einhlítur því hann á til að fara fyrir ofan garð og neðan. Stundum er engu líkara en að átektirnar við „óþæginda- rammann“ teymi skáldið lengra en það kannski ætlaði sér (Að fara erlendis, Um hugsun, o.f l.). En þá er eins og höfundur tapi viður- eigninni, hrasi út úr hrynjandinni eða gangi of langt í því að kryfja einstök orð innan rímfestinnar (Einsýnt, Níð, Bein í nefi, o.f l.). Að þessu sinni er ekki boðið upp á nein órímuð ljóð. Engin trúnaðar- samtöl sem hvíslað er í eyra lesand- ans um innri tilfinningar, löngun, söknuð, þrá eða eftirsjá. Höfundi virðist ekkert liggja á hjarta nema kannski að hafa skoðun á umræð- unni og málfarinu. Eina ástríðan er leikurinn með formið – hagleikur- inn, orðafimin – en bogalistin sú bregst jafnvel af og til. Í síðustu ljóðabók Þórarins, Vammfirringu sem kom út í fyrra, mátti finna myndrænar tjáningar á líðan og lífsafstöðu innan um formleikina. Því er varla að heilsa í þessari bók, þó að örli á slíku í einni og einni stöku. Er það mikill skaði þar sem höfundurinn er eins og fyrr segir meistari forms og orða, fær um f leira og miklu meira en hér er sýnt. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. NIÐURSTAÐA: Bók gerð af hagleik en skortir erindi og ástríðu. Hagyrðingur á sjálfstýringu Verk Jakobs Veigars Sigurðssonar hafa vakið mikla athygli og eftirtekt og tilboðin streyma til hans. listunnandi sem rekur stofnun sem styður við listamenn víða um heim. Hann heimsótti mig í stúdíóið og varð heillaður. Í lok janúar fer ég á listahátíð í Nýju-Delí og síðan til Kalkútta þar sem ég fæ vinnuað- stöðu í höll á vegum stofnunar hans og sýni í framhaldinu í galleríi hans í borginni. Eftir það verð ég á vegum þessarar stofnunar í Madríd og síðan í Róm.“ Með bros á vör Virtur svissneskur listaverkasali og safnari er einnig að bera víurnar í Jakob. „Hann kom í stúdíóið og gekk út með stórt bros á vör. Ég mun hitta hann eftir nokkrar vikur og þá kemur í ljós hvað verður,“ segir Jakob. „Eftir að hann hafði heimsótt mig fékk ég póst frá einni af merk- ustu myndlistarkonum Austurríkis en hann hafði sagt henni frá mér og hún vildi endilega heimsækja mig í stúdíóið mitt. Allt í einu er fullt af fólki að boða komu sína og allt er þetta stærra í sniðum en ég hefði nokkru sinni getað ímyndað mér.“ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Martial, Hanna Dóra og Snorri Sig- fús koma fram í Salnum Kópavogi. 2 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R MENNING 2 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 D -F D A 8 2 4 0 D -F C 6 C 2 4 0 D -F B 3 0 2 4 0 D -F 9 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.