Fréttablaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 12
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, bróðir og mágur, Guðmundur Jónsson Hólabraut 12, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut, föstudaginn 18. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásdís Jónsdóttir Soffía G. Guðmundsdóttir Birgir S. Ellertsson Jóna Guðmundsdóttir Kristinn Árnason Jóna Jónsdóttir Þorsteinn Svavarsson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Rósa Harðardóttir frá Bolungarvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þann 17. október sl. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins fyrir góða umönnun og ættingjum og vinum auðsýnda samúð. Tryggvi Guðmundsson Heimir Tryggvason Kristín Guðnadóttir Haraldur Tryggvason Katrín Ingibjörg Steinarsdóttir Gunnar Tryggvason Úlfhildur Áslaug Leifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erna Kristjánsdóttir frá Hnjúki, Skíðadal, lést fimmtudaginn 17. október á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Margrét B. Kristinsdóttir Haukur S. Valdimarsson Snorri R. Kristinsson Rannveig Guðnadóttir Ingibjörg R. Kristinsdóttir Jón Þórarinsson Kristjana S. Kristinsdóttir Jón Þ. Baldvinsson ömmu- og langömmubörn. Eiginmaður minn og bróðir okkar, Snorri Þorsteinn Pálsson frá Dagverðartungu, Fjólugötu 13, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 13. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 24. október kl. 13.30. Nittaya Nonghee Gylfi, Ragna, Gísli og Snjólaug Pálsbörn Okkar ástkæri Egill Már Guðmundsson arkitekt, sem lést fimmtudaginn 10. október, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 25. október klukkan 13. Vigdís Magnúsdóttir Tanja Vigdisdottir Arnar Óskar Egilsson Bianca Tiantian Zhang Páll Skírnir Magnússon Guðmundur Logi Arnarsson Við erum aðallega að sækjast eftir óvenjulegum sögum, til dæmis af einstökum vits-munum, og atburðum tengd-um dýrum,“ útskýrir Kristín Einarsdóttir sem ásamt vinkonu sinni Moniku Papenfuss heldur úti síðunni hestasaga.com á netinu. „Það má segja að tilgangur vefsíðunnar sé að bjóða upp á safn af sögum og frásögnum af hestum en við erum líka með sögur af öðrum dýrum sem við birtum á sömu síðu undir efnis- flokknum dýrasögur,“ segir Kristín og bætir við að öllum sem vilji sé velkomið að senda sögu til þeirra Moniku gegnum vefinn. En það þurfi að vera alvöru saga, helst með risi og tilgangi.“ Kristín er búsett í Þýskalandi, rétt fyrir utan Bonn, er gift og á tvö börn sem eru íslensk-þýsk, tala bæði málin og eru með íslenska kennitölu. Hún starfar sem skrá- setjari íslenskra hesta í Þýskalandi. „Hér snýst lífið um hesta. Þeir eru hér úti í garði hjá mér, þeir eru vinnan mín, dægradvölin mín og allir vinirnir eru hestafólk. Það er svona þegar maður fær þessa hestabakteríu,“ segir hún glaðlega. Kristín kveðst hafa haft áhuga á hestum frá því hún var smábarn. „Ég er Reykvíkingur, fjölskylda mín var fólk af mölinni, enginn var í hestum svo það var erfitt fyrir mig sem borgarbarn að komast í tengsl við þá. Það var bót í máli að ég átti heima í Fossvoginum og þar var hálfgerð sveit á þessum tíma. Af því að ég gat ekki spurt mitt fólk þá vantaði mig fróðleik um hesta, ég leitaði að honum á bókasöfnum, í bókabílnum og víðar og fann bækur eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp, Horfnir góð- hestar. Þar eru stuttar sögur af íslenskum hestum í öllum mögulegum aðstæðum.“ Á  netinu er talsvert af myndefni, kennsluefni og fréttum af árangri hrossa á keppnisvöllum og sýningum, að sögn Kristínar. „Mér fannst vanta þar sögur eins og ég man eftir frá því í gamla daga sem voru eins og kvöldsögur. Fólk eins og ég sem er með hesta upplifir ýmislegt í gegnum þá, þeir eru ekki allir snillingar sem vinna afrek á keppnisvelli en þeir snerta hjartað í manni. Ein ung kona hefur skrifað talsvert fyrir okkur. Hún upplifði úti á túni að hryssa gekk í ljósmóðurstarf og var að hjálpa vin- konu sinni að eignast folald. Það er mjög gaman þegar fólk deilir einhverju slíku. Við Monika Papenfuss, vinkona mín, hjálpumst að með síðuna hestasaga.com. Hún er doktor í þýsku, á íslenska hesta og hefur áhuga á þeim. Við byrjuðum með átta sögur á þýsku í mars 2018 og fengum ansi góðar undirtektir, ákváðum því að bjóða upp á sögurnar á þremur tungu- málum, þýsku, íslensku og ensku. Lista- konan María S. Gísladóttir hefur hjálpað okkur með myndskreytingar á sögum sem ekkert myndefni fylgir. Einnig lögð- um við töluverða vinnu í útlitshönnun og uppsetningu. Það voru því tímamót 26. september 2019 þegar nýja síðan fór í loftið.“ gun@frettabladid.is Hér snýst lífið um hesta Vefurinn hestasaga.com fór í loftið nýlega. Kristín Einarsdóttir og Monika Papenfuss standa á bak við hann. Þær safna frásögnum af hestum – og reyndar fleiri húsdýrum. Vinkonurnar Monika Papenfuss og Kristín Einarsdóttir með hina litföróttu hryssu Lydíu frá Árbæjarhjáleigu á milli sín. Listaverk Maríu Gísladóttur á síðunni hestasaga.com fylgir sögunni um ófarir Litfara. Fólk eins og ég sem er með hesta upplifir ýmislegt í gegnum þá, þeir eru ekki allir snillingar sem vinna afrek á keppnisvelli en þeir snerta hjartað í manni. 2 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 D -F 3 C 8 2 4 0 D -F 2 8 C 2 4 0 D -F 1 5 0 2 4 0 D -F 0 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.