Fréttablaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 24
Gott er að endurvinna gamlan pappír og bönd fyrir vistvænni jóla- pakka. NORDIC PHOTOS/GETTY Það styttist í jólin og margir eru farnir að huga að jóla­gjöfum og jólaundirbúningi. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en líka hátíð neyslunnar. l Gefðu heimatilbúna gjöf. Hvar liggja hæfileikarnir? Í prjóna­ skap, sultugerð eða listum? l Gefðu upplifun. Bjóddu í leik­ hús, á námskeið eða í ferð með útivistarfélagi. l Gefðu áskrift. Þekkirðu sjón­ varpssjúkling? Gefðu honum áskrift að góðri sjónvarpsrás og tónlistarunnandanum áskrift að tónlistarvefverslun. l Gefðu bágstöddum. Öll þekkjum við fólk sem á allt og vantar ekkert. Gefðu til góðs málefnis í þess nafni og sendu því kort sem útskýrir hvernig gjöfin mun nýtast til góðs. Hver kannast ekki við að eiga allt of mikið af innpökkunarefni inni í skáp, hættum að bæta við í hrúguna og … l Notum til dæmis einfaldan maskínupappír sem auðveldara er að endurvinna. l Endurnýtum dagblöð, tímarit eða plaköt sem gjafapappír og útkoman getur orðið mjög frum­ legur jólapakki. l Göngum vel frá pappírnum sem gjafirnar okkar voru í og notum aftur að ári. l Setjum tvær gjafir saman í eina með því að nota sjálfa gjöfina í innpökkunina, til dæmis tauinn­ kaupapoka, trefla, sjöl og dúka. Sá sem fær slíkan pakka, veit að meiri hugsun hefur farið í gerð hans og að þér er umhugað um hann með því að gera þitt til að draga úr neikvæðum umhverfis­ áhrifum. Heimild: Umhverfisstofnun, ust.is Grænni jól Margir hafa þegar hætt að nota plastpoka og taka með sér inn- kaupatösku í búðina. Samtök verslunar og þjónustu og Umhverfisstofnun vinna í sameiningu að verkefni sem felur í sér að verslanir á Íslandi dragi úr sölu á einnota burðarpok­ um og hvetji notendur til að draga úr einnota burðarpokanotkun, að því er greint er frá á síðu Um­ hverfisstofnunar ust.is Markmiðið er að árið 2019 kaupi hver Íslendingur að hámarki 90 stykki af einnota burðarpokum á ári og að árið 2025 verði þeir komnir í aðeins 40 stykki á ári. Tölur eru á reiki um hver eiginleg notkun er í dag en hún liggur einhvers staðar á milli 100 og 200 poka á ári á hvern íbúa á Íslandi. Plastið víkur Hægt er að nota smá- kökumót til að forma sápurnar NORDICPHOTOS/ GETTYÞað er sniðugt að safna saman afgöngum af sápu­stykkjum og blanda þeim saman og búa til nýja sápu. Sápuafgangarnir eru látnir liggja í bleyti í sólarhring og hrært í þeim af og til. Svo er vatnið með sápuafgöngunum soðið svo sápan bráðni alveg. Því næst er ólífuolíu bætt út í og hrært vel. Það má setja smá haframjöl út í til að búa til skrúbb og sítrónu­ safa til að fá ferska lykt. Því næst er sápunni hellt í form og hún látin harðna. Með þessu móti er hægt að nýta sápuna mun lengur og auk þess getur verið gaman að föndra sápustykkin með fjöl­ skyldunni. Heimagerð sápa Grænir skátar hafa fundið fyrir aukinni þörf fyrir þessa þjónustu við hús­ félögin vegna þeirri þróunar að fólk er farið að flokka meira, og einnota drykkjarumbúðir (flöskur og dósir) eru einn flokkurinn sem fólk vill geta skilað í sinni sorp­ geymslu. „Grænir skátar koma með söfnunarílát í sorpgeymsluna, tæma þau reglulega, og greiða hús­ félaginu hluta af skilagjaldinu. Þessi þjónusta hefur verið í boði um nokkurt skeið en það er verið að hleypa henni almennilega af stokk­ unum núna. Grænir skátar hafa í nokkur ár þjónustað fyrirtæki með svipuðum hætti, bæði veitingastaði og skrifstofur. Eftir að hafa fengið fyrirspurnir um að veita þessa þjónustu líka til húsfélaga fórum við að snúa okkur að því að finna lausnir sem gætu hentað í þetta verkefni,“ segir Júlíus Aðalsteins­ son, rekstrarstjóri Grænna skáta. „Með því að nýta sér þessa þjónustu losnar fólk við það vesen sem fylgir því að fara með flöskur og dósir í burtu, þannig að við bjóðum upp á þennan á valkost til aukinna þæginda,“ segir Júlíus. Í dag eru Grænir skátar að þjónusta um tuttugu húsfélög og hátt í 100 fyrirtæki, en fyrir­ tækjaþjónustan er búin að vera í boði frá árinu 2012. Júlíus segir að í meðalstórum stigagangi falli til um 500 flöskur og dósir á viku. „En húsfélögin eru auðvitað misstór og mismunandi hvað neyslan er mikil. Því finnum við út hversu oft við þurfum að tæma hvern stað miðað við hve fljótt söfnunarílátin eru að fyllast. Það er líka alltaf hægt að hafa samband við okkar ef það verður yfirfullt og við komum og tæmum.“ Skátar sækja en húsfélagið fær greitt Nú geta íbúar í fjölbýli safnað einnota drykkjarumbúðum í sorp- geymslunni. Grænir skátar bjóða nú þá þjónustu að annast flokkun og talningu einnota drykkjarumbúða fyrir húsfélög fjölbýlishúsa. Grænir skátar koma með söfnunarílát í sorpgeymsluna, tæma þau reglulega, og greiða húsfélaginu hluta af skilagjaldinu segir Júlíus, Aðalsteinsson. Við finnum út hversu oft við þurfum að tæma hvern stað miðað við hve fljótt söfnunarílátin fyllast. Það er líka alltaf hægt að hafa samband við okkur ef það verður yfirfullt og við komum og tæmum. 8 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RENDURVINNSLA 2 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 E -1 B 4 8 2 4 0 E -1 A 0 C 2 4 0 E -1 8 D 0 2 4 0 E -1 7 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.