Fréttablaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 6
Við eigum í stríði við öflugan óvin sem virðir ekkert og eirir engu. GLÆNÝR FOCUS ACTIVE Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 ford.is KRÖFTUGUR OG FJÖLHÆFUR Í JEPPASTÍL! Ford Focus Active Verð frá 3.690.000 kr. Ford tekur þig lengra Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford Focus Active • Árekstrarvari að framan, nemur einnig gangandi og hjólandi vegfarendur • Veglínuskynjari og umferðaskiltalesari • Leðurklætt stýrishjól • Loftkæling • Aksturstölva • My Key (forritanlegur lykill með takmörk á hámarkshraða ofl.) • ECO mode eldsneytissparnaðarkerfi • SYNC3 raddstýrt samskiptakerfi með neyðarhringingu í 112 • Apple CarPlay og Android Auto • 8” snertiskjár • Stillanlegir akstursmátar (Normal/Eco/Sport/Trail og Snow) • Easy fuel eldsneytisfylling án loks • ESC stöðugleikastýrikerfi • TC spólvörn • TVC (Torque Vectoring Control) • LED dagljós með birtuskynjara • Hraðatakmarkari • Brekkuaðstoð Nýr Focus Active ONGOING 5x15 20191021_END.indd 2 21/10/2019 10:55 SÝRLAND Bandarísku hersveitirnar sem staðsettar hafa verið í norður- hluta Sýrlands voru í gær f luttar yfir landamærin til Íraks. Um eitt hundrað brynvarðir bílar og flutn- ingabílar fluttu hermennina. Reiðir íbúar á yfirráðasvæði Kúrda köst- uðu skemmdum ávöxtum og græn- meti í bílalestina. Reuters-fréttastofan hafði eftir Mark Esper, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, að til greina komi að hafa hluta her- sveitanna nálægt olíulindum í norð- austurhluta Sýrlands. Þar gætu þær aðstoðað sveitir Kúrda við að verja lindirnar fyrir mögulegum árásum liðsmanna Íslamska ríkisins. Breski miðilinn The Guardian hefur eftir hinum 56 ára gamla verslunareiganda Khalil Omar að fólk sé mjög reitt og hafi rétt á því vegna framferðis Bandaríkja- manna. „Við sendum börnin okkar til að berjast með þeim gegn ISIS og svo yfirgefa þeir okkur. Það verður erfitt að jafna sig á þessum svikum og ég vona að við munum þetta í framtíðinni.“ Donald Trump sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu aldrei lofað Kúrdum því að vera á svæðinu í 400 ár til að vernda þá. Tímabundnu fimm daga vopna- hléi á svæðinu lýkur í kvöld. Erdog- an Tyrklandsforseti mun í dag ræða stöðuna á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Erdogan hefur sagt að innrás Tyrkja í Sýrland muni halda áfram eftir að vopnahléinu lýkur. Markmið Tyrkja er að koma á öryggissvæði á 440 kílómetra löngum kafla á landamærunum. Átök síðustu tveggja vikna eru að mati bresku mannréttindastofnun- arinnar SOHR talin hafa kostað 120 óbreytta borgara lífið og um 470 Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda gegn mögulegum árásum ISIS. Fimm daga tímabundnu vopnahléi á svæðinu lýkur í kvöld. Trump segist búast við ákæru frá þinginu Bandaríkjaforseti stendur í ströngu þessa dagana. Í gær sagði hann að það væri nánast öruggt að fulltrúadeild þingsins, þar sem Demókratar eru í meiri- hluta, myndi ákæra sig fyrir embættisbrot. Trump er sakaður um að hafa óskað eftir því að stjórn- völd í Úkraínu hæfu rannsókn á pólitískum andstæðingum hans. Forsetinn sagði að Repúbl- ikanar þyrftu að standa saman og berjast gegn ákæruferlinu en rannsókn á málinu stendur nú yfir. Tveir háttsettir embættis- menn í Hvíta húsinu hafa sagst ekki ætla að mæta fyrir rann- sóknarnefnd þingsins til að gefa skýrslu í málinu. Bandarísku hersveitirnar yfirgefa Sýrland í gær en mikil reiði ríkir meðal Kúrda vegna þess. NORDICPHOTOS/GETTY liðsmenn hersveita Kúrda. Tyrk- nesk stjórnvöld halda því hins vegar fram að 765 hryðjuverkamenn hafi fallið en engir óbreyttir borgarar. Þá hafa um 300 þúsund manns yfirgefið heimili sín og hafa margir Kúrdar f lúið yfir landamærin til Íraks. UNICEF greinir frá því að vatns- dælustöðin A’llouk sem sér um 400 þúsund manns fyrir hreinu vatni hafi nú verið óvirk á aðra viku eftir innrás Tyrkja. sighvatur@frettabladid.is CHILE Að minnsta kosti 11 ein- staklingar hafa látið lífið í óöld- inni sem hefur geisað í Santiago, höfuðborg Chile, undanfarna daga. Flest dauðsföllin hafa átt sér stað þegar fólk hefur freistast til að hnupla vörum úr brennandi stór- mörkuðum borgarinnar. Mannfall í Santiago Almenningur í landinu er ótta- sleginn yfir hinum stjórnlausu óeirðum en í fyrsta skipti í þrjá ára- tugi þurfti her landsins að láta til sín taka á götum höfuðborgarinn- ar. Umdeild hækkun á miðaverði í neðanjarðarlestakerfi Santiago var neistinn sem kveikti elda ófriðar meðal almennings en áralöng mis- skipting auðs og spilling hafði lagt grunninn að vænum bálkesti. Forseti landsins, Sebastian Piñera, lýsti yfir neyðarástandi í landinu fyrir helgi og dró síðan hina umdeildu miðahækkun til baka. Þær aðgerðir sefuðu ekki reiði mót- mælenda. „Við eigum í stríði við öfl- ugan óvin sem virðir ekkert og eirir engu,“ lét forsetinn hafa eftir sér í kjölfarið. Mótmælendur hafa haldið því á lofti að fallið hafi heldur betur á glansmynd Chile sem fyrirmynd- ar annarra ríkja Suður-Ameríku. Sú mynd hafi verið byggð á sandi. – bþ Öll spjót standa á Sebastian Piñera, forseta Chile. NORDICPHOTOS/GETTY 2 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 E -1 1 6 8 2 4 0 E -1 0 2 C 2 4 0 E -0 E F 0 2 4 0 E -0 D B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.