Fréttablaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 20
Stjörnurnar ná til milljóna í gegnum samfélagsmiðla og þær eru miklir áhrifavaldar. Þessir fáu eru með sam- anlagt um 170 milljónir fylgjendur á Instagram. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Norskur prófessor, Stefan Gössling, hefur safnað að sér upplýsingum um ferðalög fræga fólksins og reiknað út hversu mikið það losar út í andrúmsloftið. Upplýsingar um ferðirnar fékk hann í gegnum samfélagsmiðla. Sá sem flaug mest er Bill Gates en ferðir hans losuðu um 1.600 tonn koltvísýrings (CO2). París Hilton og Jennifer Lopez komu þar á eftir með 1.260 og 1.050 tonn. Sú sem minnst ferðaðist í f lugi var leik- konan Emma Watson með 15 tonn koltvísýrings (CO2). Venjulega fólkið er talið losa um 100 kg. Það er frekar lítill hópur manna sem keyrir upp losunina með orku- frekum lífsstíl, segir prófessorinn. Einkaþotur fræga fólksins eru hluti af þessum lífsstíl. Aðrir sem nefndir voru eru Karl Lagerfeld, Mark Zuckerberg og Oprah Win- frey auk nokkurra stjórnmála- manna og viðskiptajöfra. Fræga og ríka fólkið hefur mikil áhrif á almenning og lífsstíl hans. Stjörnurnar ná til milljóna í gegnum samfélagsmiðla og þær eru miklir áhrifavaldar. Fræga fólkið sem Stefan nefnir í grein sinni er með samanlagt um 170 milljónir fylgjenda á Instagram. Hann er efins um að fræga fólkið taki þátt í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þótt það segist vilja breyta heiminum mun það samt halda Fræga fólkið flýgur mest Ríka og fræga fólki í heiminum er orkufrekt þegar kemur að flugi. Lífsstíll þessa fólks felur í sér margvísleg ferðalög á einkaþotum sem hafa áhrif á loftslagið. Sumir eru nánast alltaf í loftinu. Bill Gates heldur erindi og fyrirlestra um allan heim. Hann flýgur á milli staða og er alltaf á ferðinni. Nýlega var hann í Kína. NORDICPHOTOS/GETTY Jennifer Lopez flýgur mikið í einkaþotu vegna starfa sinna. Hún er bæði með tónleika víða og leikur í kvik- myndum. Spilliefni, dekk, rafgeymir, olia og eldsneyti eru fjarlægð og þeim fargað. Gamli bíllinn er pressaður í böggul sem er sendur út til frekari endurvinnslu. Þegar kemur að því að farga bílum getur Hringrás séð um ferlið frá upphafi til enda. Nýlega var ráðist í að gera nýja síðu, hringras.is/bilar, þar sem við- skiptavinir geta fyllt út skilavott- orð í gegnum vefsíðuna og undir- ritað með rafrænum skilríkjum. „Markmið okkar er að færa okkur nær nútíma kröfum neyt- enda og bæta þjónustu við við- skiptavini með því að spara þeim sporin,“ segir Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringrásar, sem er eitt elsta endurvinnslu- fyrirtæki landsins og hefur verið starfrækt í ein 60 ár. „Fyrir þá sem þess óska er nú hægt að undirrita skilavottorð með rafrænum hætti og losa sig þannig við ónýtan bíl án þess að fara á marga staði. Það sparar bæði tíma og fyrirhöfn,“ segir Daði og hjá Hringrás er þetta einfalt: 1. Bíl er komið á móttökustöð eða sóttur af þjónustuaðilum Hringrásar, að kostnaðarlausu innan höfuðborgarsvæðisins og á Akureyri, en annars gegn sam- komulagi. 2. Skilavottorð er fyllt út og bíllinn afskráður. 3. Eigandi bílsins fær greiddar 20.000 krónur inn á reikninginn sinn. Rafræn undirritun skilavottorðs „Með því að nýta sér rafræna Einfalt að farga ónýtum bíl Hringrás er stærsti móttakandi bíla til förgunar. Fyrirtækið býður upp á rafræna undirskrift skilavottorða á nýrri vefsíðu til að spara viðskiptavinum sínum sporin, tíma og fyrirhöfn. afskráningu einföldum við áður flókið ferli þar sem eigandi þurfti að vera á staðnum þegar bíllinn var sóttur, afhenda pappíra og koma númeraplötum á rétta staði. Með nýju fyrirkomulagi er þetta auðveldara,“ útskýrir Daði. n Viðkomandi þarf að vera skráður eigandi bílsins n Innskráning með rafrænum skilríkjum n Bílnúmer látin fylgja bílnum, ef þau eru ekki þegar innlögð n Hringrás fargar bílnum Hvað verður um gamla bílinn? „Margir velta fyrir sér hvað verður um gamla bílinn. Hringrás selur ekki varahluti úr bílum enda störfum við sem endurvinnslu- fyrirtæki,“ upplýsir Daði. „Eftir að skilavottorð hefur verið fyllt út og bíllinn er kominn til Hringrásar fer hann í gegnum ferli þar sem öll spilliefni, svo sem dekk, rafgeymar, vökvar, olíur og eldsneyti eru fjarlægð og send til endurvinnslu eða förgunar sam- kvæmt ströngustu kröfum um umhverfisvernd. Bíllinn er svo pressaður í böggul sem sendur er til frekari endurvinnslu erlendis,” segir Daði. Endurvinnsla og umhverfið Samstarfsaðilar Hringrásar í Evrópu sjá um að endurvinna alla málma og plastefni með bestu mögulegu tækni. Endurvinnslu- hlutfall efna úr bílum sem fargað er hjá Hringrás er með því hæsta sem gerist í heiminum. Viltu farga bíl? Til að farga bíl ferðu inn á vef- síðuna hringras.is/bilar eða hefur samband við starfsfólk okkar í síma: 550 1900, netfang: afgreidsla@hringras.is. Móttökustöðvar Hringrásar eru að Klettagörðum 9, Reykjavík, og að Ægisnesi 1, Akureyri. áfram sínum orkufreka lífsstíl. Sjálfur hefur hann lengi starfað við loftslagsmál og segir að umræðan hafi breyst undanfarið. Hann þakkar Gretu Thunberg fyrir að vekja máls á umhverfismálum og að setja af stað mótmæli undir slagorðinu Föstudagar fyrir fram- tíðina en þau séu mjög góður þrýstingur á stjórnmálamenn. Það var til dæmis eftir því tekið þegar John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetafram- bjóðandi í Bandaríkjunum, tók á móti verðlaunum fyrir baráttu í umhverfismálum á Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu nýlega, að hann kom fljúgandi á einkaþotu. Þótti mörgum það skjóta skökku við. Greta Thunberg ferðast um víða veröld en eingöngu á skipum og í lestum. Stefan bendir á að ungt fólk í dag sé farið að meta hvort f lug sé í raun nauðsynlegt. Ungmennin skoða flugið frá því að vera mjög Nú er hægt að losa sig við ónýtan bíl án þess að þurfa að fara á marga staði. Það sparar bæði tíma og fyrirhöfn. mikilvægt yfir í algjöran óþarfa. Umræðan hefur aukist mikið um flugferðir, ekki bara hjá fáum hug- sjónamönnum. Hin unga Greta hefur skapað mikla umræðu langt út fyrir heimaland sitt og hefur áhrif á skoðanir ungs fólks. Þess ber þó að geta að engin þjóð í Evr- ópu er eins háð flugi og Íslending- ar. Aðrar þjóðir geta auðveldlega ferðast með lestum. Grein Stefans heitir Celebrities, air travel, and social norms. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RENDURVINNSLA 2 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 E -0 2 9 8 2 4 0 E -0 1 5 C 2 4 0 E -0 0 2 0 2 4 0 D -F E E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.