Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 4

Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 4
2 ÚTI 01 i 1 í f unglinga f Reykjavík fyrir 50—60 árum. Eftir Klemens Jónsson. Jeg hefi að vísu áður ritað um ýmsa leiki og athafnir drengja í uppvexti mínum hjer í bænum,1) og get jeg vísað til þess, en samt vildi jeg ekki skorast undan, að gera dálítið nánari grein fyrir þessu í blað- inu »Úti«. Um íþróttalíf unglinga á þessu tímabili, frá 1870—80, var tæplega að tala; það var alls enginn áhugi vaknaður fyrir því þá, og varð ekki fyr en löngu síðar, undir alda- mótin, enda lítil skilyrði fyrir hendi sökum fámennis bæjarbúa og fátæktar. Leikfimi var kend í Latínuskólanum, en alls ekki i barnaskólanum. Einasta íþróttin, sem þá var dálítið iðkuð, var glíman, þessi gamla, þjóð- lega íþrótt, og hún lifnaði einmitt talsvert um jpetta leyti. Það var Þjóðhátíðin 1874 og sú vakning, er henni var samfara, sem var þess valdandi. Stúdentar mynduðu fje- lagsskap um og eftir 1870 og eitt af þeim viðfangsefnum, sem fjelagsskapur þeirra setti sjer, var að endurreisa og efla glím- urnar. Glímuvöllur var búinn til á Melun- unum, hjer um bil í norðvesturhorninu á íþróttavellinum. Þar var oft glímt á sunnu- dögum og einkurn sumardaginn fyrsta, því að þar var þá um nokkurra ára skeið hald- inn sumarfágnaður með glímum, söng, ræð- um og dansi. En þjóðhátíðarvíman hvarf fljótlega, og glímurnar með, svo að um 1880 voru þær horfnar, úti við að minsta kosti, og í Latínuskólanum urðu þær að víkja um líkt leyti fyrir dansinum. Önnur forn og göfug íþrótt var líka end- urnýjuð hjer rjett eftir 1870 og það var sundlistin. Hjer í bæ hafði sundlist löngum verið tíðkuð. í byrjun fyrri aldar voru hjer ágætir sundmenn, svo sem þeir bræður Finnbogasynir, Teitur járnsmiður og dýra- læknir, og Kristófer bókbindari á Stórafjalli, og einkum Hróbjartur Ólafsson í Traðar- koti, alkunnur Reykvíkingur á sínum tíma. Jeg veit með vissu, að Teitur synti úr Eng- ey upp á Reykjavíkursand. Hann var Iítill og samanrekinn og dó í hárri elli. — Rjett eftir 1870 hófu sundkenslu í Laugunum tveir prentarar í bænum, báðir góðir sund- menn, og kendu þeir mörgum piltum sund, en sú kensla stóð aðeins fáein ár. Ekki var ') Skírnir 87. árg., bls. 134. sundlaugin sjerlega aðlaðandi þá; í raun- inni ekki annað en forarpoliur, rjett fyrir ofan sundlaugina sem nú er; torfgarður var fyrir neðan hana, og mátti því hleypa úr henni með því að kippa nokkrum hnaus- um burtu, en vatnið í hana kom eftir lauga- læknum ofan úr þvottalauginni. En þótt líkamlegar íþróttir væru þá ekki nema þessar tvær og þær iðkaðar af fá- einum unglingum, piltum eingöngu, því að stúlkur i^kuðu engar íþróttir þá, var þó útilíf þeirra beggja talsvert mikið á vetrum, mjer liggur við að segja eins mikið og nú, eða enda meira, og þetta útilíf þeirra var á tjörninni. Mjer finst þessi ágæti leikvöllur Reyk- víkinga á vetrum vera ávalt minna og minna notaður af æskulýðnum hjer, og langtum minna en vert er og ósamboðið þeim áhuga, sem nú er orðinn almennur fyrir íþróttalífi. Allir geta lært að hlaupa á skautum, og það er orðin hrein list hjá ýmsum þjóðum, þar sem skilyrði eru fyrir höndum, og þau eru hjer á landi. Vjer höf- um haft ýmsa góða skautamenn, en lista- menn enga. í mínu ungdæmi var tjörnin notuð allan daginn, ef hægt var, þ. e. ekki fönn á henni, því að enginn hafði fram- takssemi í sjer að láta moka hluta af henni. Þó kom það fyrir, að einstakir menn ljetu gera það á sinn kostnað, því að bæjar- stjórnin taldi það alveg utan við sinn verka- hring. Allir æðri og lægri, gamlir og ungir, einkum þeir auðvitað, þyrptust út á tjörn, þegar fór að rökkva; var þar oft gleði mikil og háreysti, einkum hjá unga fólkinu. Auk þess að renna sjer um tjörnina, voru þar haldnir ýmsir leikir; þar var jafnvel höfð hringekja um nokkurra vetra skeið, og ýttu strákar á endana fyrir litla eða enga borgun. Þá hafði bærinn um tífalt færri íbúa en nú, en þó var oft fleira fólk úti á tjörn, einkum í góðu veðri og tungls- Ijósi, en nú; kann þetta að þykja ýkjur, en eru það ekki. Mjer sárnar oft að sjá, hve tjörnin er fáskipuð, þótt skautafæri sje gott, því að hollari og skemtilegri list en skautahlaup þekki jeg ekki fyrir mitt leyti. Þá þektist ekki fótbolti, tennis eða ýms- ar aðrar þær listir, er æskulýðurinn iðkar nú, en þá var boltaleikur almennur; var aðallega iðkaður á vorin og haustin, og að- allega á svokclluðu Nýjatúni, þar sem nú er kallað á Sólvöllum. Þegar jeg man fyrst eftir mjer, var langbolti tíðkaður, en smám saman ruddi sá leikur »að gefa upp« sjer

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.