Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 10
8
ÚTl
leita að ráðum. Ekki gátu stráklingar gengið um
og leikið kennara í fánameðferð. Það eru líka,
svei mjer, ekki margir, sem hafa trú á okkur, þótt
við sjeum orðnir skátar, svo að ef við lögðum út
i æfintýrið, þá máttum við eiga vísa flengingu,
og kanske fleiri en eina, vertu viss! Glettingar
okkar og gantaskapur frá fyrri tímum eru mönn-
um enn í fersku minni, enda þótt við höfum síð-
an gert margt, sem fullkomlega bætir fyrir það
gaman. Skyldfólk okkar og nokkrir menn að auki
eru farnir að treysta okkur fullkomlega. Enda sjá-
um við um alla fána hjá okkar fólki. En læknir-
inn, heildsalar og aðrir slikir, sem láta vinnukon-
urnar sínar draga upp fánana sína og fella þá!
Það er líka gert eftir því, máttu vita.
Eftir að við höfðum lengi setið og »dregið frá«,
eins og Frikki komst að orði, urðum við ásáttir
um, að taka höggum og barsmíði, ef því væri að
skifta. Þetta var þess virði.
Daginn eftir var sunnudagur, og þá fórum við
á kreik. Og ef við sáum fána, sem illa fór á stöng,
þá fórum við inn og báðum leyfis að lagfæra
hann. Flestir tóku okkur vinsamlega og þökkuðu
fyrir. Og þegar við komum aftur síðar um daginn
að strengja línur, er slaknað höfðu í hitanum, þá
fengum við saftblöndu og fleira gott.
En sumir skömmuðu okkur og ráku okkur út.
Og á einum stað, þar sem Villi fór inn, var sigað
á hann hundi. En þeim varð ekki kápa úr því
klæðinu, því að seppi vissi, að Villi átti tik heima,
og hann dinglaði bara skottinu og labbaði burt.
Einn kaupsýslumaðurinn á strák, sem enginn
strákur er, þó að hann sje 17 ára, heldur tepur-
fífl, sem ilmvatnsþefinn leggur af langar leiðir.
Þegar Nonni kom þangað, var piltur einn heima
og sparkaði Nonna út. Nonni tók auðvitað ekki
á móti, meðan peir voru þar innan garðs. En jafn-
skjótt og garðshliðið var opið, ljet hann höggið
ríða. Og pilturinn var góða stund að losa sig úr
rósarunnanum, sem hann valt út i.
Okkur fanst skylt að greiða aukaþóknun fyrir
þetta, því að það er ekki venja, að fleygja mönn-
um á dyr, þó að þeir komi og biðji hæversklega
leyfis að lagfæra fána, sem fer illa. Við þóttumst
of góðir til þess að berja slíka geit, sem þorir
aldrei að stinga sjer út af bryggjunni, heldur veð-
ur út í, og rekur tærnar í fyrst, til þess að finna,
hvort kalt sje, alveg eins og stelpa. Og reyndar
var hann kátlegur ásýndum, með glóðaraugað,
sem Nonni gaf honum.
Um kvöldið sáum við, að fáninn dinglaði, vaf-
inn um snúruna, löngu eftir sólarlag. Við fórum
þangað, allir í hóp, og Villi gekk inn. Enginn var
heima, nema vinnukonurnar, og þær þökkuðu sín-
um sæla, að losna við að fara út, þvi að þær sátu,
glömruðu á gítar og sungu sálma. Við fórum þá
allir inn í garðinn.
Það ljet hátt i trissunni á stangarhúninum, þeg-
ar Villi dró fánann niður, og hann mælti:
»Þetta dugar ekki. Það getur vakið heilan
kirkjugarð«.
»Hlauptu heim, Palli; þú átt styst«, sagði hann
við mig; »og sæktu olíu og góðan brjefpoka«.
Jeg hljóp auðvitað og kom fljótlega aftur.
Villi batt saman enda línunnar, svo að hún
drægist ekki úr. Siðan reif hann horn af brjef-
pokanum, helti í það olíu og batt fyrir. Síðan
hnýtti hann því við línuna og dró það upp, svo
að það kom ofan á trissuna. Svo kipti hann snögt
í, svo að blaðran sprakk. Þá dró hann línuna
nokkrum sinnum aftur og fram og íldi mjög í
trissunni, en svo þagnaði hún alt í einu. Olían
hafði gert sitt gagn. Smellið, er það ekki?
»Takið þið nú eftir«, sagði Villi. »Nú förum við
heim og lagfærum drauginn, sem við bjuggum til,
þegar við vorum að hræða púðruðu pjattrófuna
hjá Frikka«.
Nú rann upp ljós fyrir okkur öllum.
»Ágætt«, sagði Júlli og sló á herðar Villa. »í
kvöld?«
»Ekki fyr en annað kvöld«, svaraði Villi. »Ann-
ars skilja þeir strax, að við höfum gert það«.
Við skinnuðum »drauginn« upp, stoppuðum hann
með hálmi og klæddum hann í gamlar hlífðar-
buxur af Nonna. í svörtu haustmyrkrinu Iæddumst
við þangað. Hægt og hljóðlega rann piltur upp
eftir stönginni og Villi festi línuna eftir reglum
listarinnar.
Ellefu strákar gættu að um morguninn, hvort
karlinn væri kyr. Jú, viti menn! Og þarna hjekk
hann liðlangan daginn. Og fólk, sem fram hjá fór,
skemti sjer ágætlega, það sáum við, því að við
lágum lengi inni í næsta garði og horfðum á.
Svo fórum við heim til höfuðsmannsins, sögðum
honum, hvað við höfðum gert og báðum hann
koma og sjá.
Ef við hefðum ekki sjeð hann, þegar hann barð-
ist við strákana, þá hefðum við ekki getað ímynd-
að okkur, að hálfsjötugur karl gæti hlaupið eins
og hann. Hann fór alt beint og hentist yfir girð-
ingarnar, svo að jafnvel við átium fult í fangi
með að fylgja honum eftir. Og þegar hann sá
kariinn uppi á stönginni, þá hló hann svo, að tárin
streymdu niður kinnar honum, og sagðist sjálfur
ekki hefði getað hitt á neitt betra.
»Nú megið þið koma um borð«, sagði hann.
»Heim og fáið leyfi, allir saman. Fljótir nú!«
Og við fórum um borð, máttu vita! Aldrei höf-
um við skemt okkur jafn vel!
Það hafa hangið karlar á nokkrum fánastöngum
síðan, vertu rólegur! Enginn veit, hvernig þeir