Úti - 15.12.1928, Page 11
ÚTI
9
hafa komið þangað; en hitt vita menn, hvers
vegna þeir hafa komið. Höfuðsmaðurinn hefir sjeð
um, að menn fengju að vita það. Menn kæra sig
ekkert um, að fá slíka karla, og þess vegna vanda
þeir meðferð fánanna sinna, svo að meira að segja
höfuðsmaðurinn er ánægður. En við erum hásetar
á besta vjelbátnum, sem flotið hefir á fersku vatni.
(Hjer er nefnilega eklcert saltvatn!)
Aðalsteinn Sigmundsson þýddi.
Jamboree.
1929.
Þriðja alsherjarmót skáta — Jamboree — verð-
ur háð dagana frá 30. júlí til 14. ágúst að sumri
komandi. Það fer fram skamt frá Liverpool á
Englandi.
Arrowe Park, en svo heitir staðurinn, þar sem
mótið verður, tilheyrði áður fornu aðaissetri, en
verður eftirleiðis notaður sem almennur skemti-
garður. Þar er fagurt um að litast. Útsýni ágætt
og gróður fjölbreyttur og fagur. Á rennur þar
skamt frá og á bakka hennar stendur gamia að-
alssetrið Arrowe Hall. í garðinum eru grasflatir
miklar, þar sem skátabúðirnar eiga að standa.
Hjer skal i fáum dráttum skýrt frá því, hvernig
mótinu verður hagað. Þriðjudaginn þ. 30. júlí eiga
allir að vera mættir í Arrowe I’ark. Þann dag
verður mótið opnað með sjerstakri athöfn. Næstu
dögum, miðvikud., fimtud., föstud. og iaugardegi,
verður varið til ýmsra sýninga og leikja, sem hver
þjóð sýnir fyrir sig. Á sunnudaginn verður meðal
annars haldin sameiginleg skáta-guðsþjónusta á
staðnum. Mánudag og þriðjudag sýna hinar ýmsu
þjóðir enn það, sem þær hafa að bjóða. En svo
verður miðvikudegi, fimtudegi og föstudegi varið
til að sýna erlendum skátum ýmsa merka staði í
nágrenninu. Á laugardaginn verða allskonar sam-
komur og þjóðdansasýningar. Á sunnudaginn verð-
ur enn sameiginleg skáta-guðsþjónusta, en þá i
dómkirkjunni i Liverpool. Mánudegi og þriðjudegi
verða svo enn varið til að ferðast um. En á mið-
vikudegi, þ. 14. ágúst, verður mótinu slitið.
í fljótu bragði virðist þetta ekki vera fjölbreytt
nje mikil dagskrá, en hún inniheldur þó geysimörg
og góð atriði, sem ekki er hægt að lýsa nákvæm-
iega í stuttri blaðagrein, en þó skal þetta skýrt
nokkuð nánar hjer. Einhver þessa daga verður t.
d. helgaður sæ-skátunum. Sýna þeir þá ýmsar
listir sínar. Sundsýningar fara og fram þennan
dag. Á hverjum degi verða þar að auki hafðir
varðeldar, sýndar kvikmyndir, sungið saman og
ýmsar skemtilegar sýningar hafðar á kveldin.
Vandað leiksvið verður reist á víðavangi, fyrir
allar hinar mörgu sýningar, svo sem þjóðdansa,
glímur, skátalíf ýmsra þjóða og fleira og fleira.
Það er einnig í hyggju, að reisa þar kvikmynda-
skála. Ætlast er til, að hver þjóð komi þá með
sina filmu, sem sje fræðandi um land og þjóð.
Gefst nú ísl. skátum gott tækifæri til að kynna
æskulýð ótal margra þjóða, sitt einkennilega og
afskekta land. Sölubúð fyrir skáta og önnur fjölda
mörg þægindi verða einnig á staðnum.
Fimrn dögum mótsins verður varið til að ferð-
ast um nágrannahjeruðin, eins og fyr segir. Þá
verða meðal annars skoðaðar skipasmiðastöðvarn-
ar í Birkenhead, hinn frægi sápuiðnaðarbær Port
Sunlight, járnbrautaverksmiðjur, norðurhluti Wales,
höfnin í Liverpool og vefnaðarverksmiðjurnar í
Manchester.
Það var fyrst í hyggju, að láta seinni hluta
mótsins fara fram í London, en því hefir nú verið
breytt, og í stað þess ferðast skátarnir um, eins
og fyr segir.
Þeir, sem mótinu stjórna, hafa hagað þvi þannig,
að samkepni verður þar engin, því að þetta mót
á að verða til þess, að kynna og þroska æskulýð
þjóðanna í anda samvinnu og friðar, en ekki í
samkepni og metorðagirnd.
Mót þetta sækja um 30 þúsundir skáta viðsveg-
ar að. ísl. skátar munu gera sitt ítrasta til að fjöl-
menna og vera þjóð sinni til sórna á mótinu. Nú
þegar er vissa fengin fyrir því, að um 20 ísh skát-
ar fari ulan og þeir eru vist rnargir enn, sem fylla
munu hópinn.
Ómetanlega gott hafa allir af slíkum förum, sem
þessum. Þekking þeirra eykst og víðsýnið vex.—
Fjórða hvert ár stofnar Alþjóðabandalag skáta til
þessara móta. Þeim er ætlað að auka samúð og
bræðraþel milli þjóðanna, og munu eflaust vinna
meir á í þeim efnum en rnargar hinar svonefndu
friðarráðstefnur undanfarinna ára.
O. J.
Móðurástin.
[Oscar Wilde fæddist i Dublin á írlandi árið
1856. Var hann af góðu bergi brotinn, móðir
hans merk skáldkona. Sjálfur var hann glæsi-
legum hæfileikum búinn, tignaður og dáður af
öllum, sem kyntust honum. Þegar hann var 25
ára gamall, kom út fyrsta kvæðasafn hans, en
siðan hvert ritverkið á fætur öðru. Voru það
aðallega leikrit, kvæði og smásögur. Hlaut
skáldið mikla frægð fyrir og vinsældir. En