Úti - 15.12.1928, Side 16

Úti - 15.12.1928, Side 16
14 ÚTI Gróandi. \ i. Ragnar Ásgeirsson garðyrVjustjóri skrifar í Tímann, 20. nóv., mjög skemtilega grein, þar sem hann segir frá því, hversu korn- rækt er nú hafin aftur á íslandi, í Fljóts- hlíð, undir umsjón Klemens Kristjánssonar, þess manns, sem best vit, allra íslendinga, mun hafa á þessum ágætu jurtum, túngrös- unum; hversu lindirnar, sem Bjarni Thor- arensen og Þorsteinn Erlingsson hafa kveðið um svo fagurlega, eru nú farnar að lýsa og hita bæina; og hvernig Þverá, sem lengi hefir svo miklu spilt, er lögst frá, svo að nú er farið að verða likara því, sem var á dögum Gunnars. Er næsta furðulegt að sjá, hvernig ísland er nú að verða byggilegra en áður hefir verið, og að vísu eigi ein- ungis af mannanna tilverknaði, því að það er nærri því einsog einhver annar kraftur en mannlegur, væri að reyna til að gera landið betra. Jeg var í sumar að virða fyrir mjer sveit, sein jeg kyntist fyrst fyrir mörg- uin árum, og furðaði mig á, hve mjög hefir gróið upp, einnig þar, sem starf manns- handarinnar kemur ekki til greina. II. Ennþá furðulegra og meira er þó, að sjá gróandann í þjóðinni sjálfri. Það sem mest gengur í augun, eru hinar mörgu fallegu ungu stúlkur. Sjeð hefi jeg haft eftir merk- um útlendingi, sem hjer var á ferð, að hann hefði þar hvergi komið, sem hann sæi jafnmikið af fallegu kvenfólki að til- tölu við mannfjölda, og mun fleirum svo virst hafa. Og svo hefir mjer sýnst, að þó að altaf hafi verið hjer fallegar stúlkur, þá sjeu þær þó nú mun fleiri að tiltölu, held- ur en þegar voru á barnsaldri foreldrar þeirrar kynslóðar, sem nú er uppkomin. Annað, sem mjög mikið ber á, er þessi risa- kynslóð, sem hjer hefir vaxið upp síðan um aldamót. Á barnsárum mínum var held- ur sjaldgæft, að sjá hjer í Reykjavík mann, sem væri fullar 3 álnir, og þó að t. d. margir væru háir af fjelögum mínum í latínuskólanum, þá man jeg ekki eftir, að neinn þeirra næði 3 álnum. En nú er al- gengt orðið, að sjá hjer á götunum unga menn, sem eru 3 álnir danskar og þar yfir. Þá er vert að veita börnunum eftirtekt. Það er ekki efamál, að ljóshærð börn eru talsvert fleiri nú að tiltölu, heldur en á mínum barns- og æskuárum. Fyrir skömmu gekk jeg eftir götu, þar sem nokkrir barna- hópar voru að leika sjer. Það miðar til að gefa nokkra hugmynd um, hversu Ijósu kollarnir eru algengir, að einungis eitt af öllum þessum börnum hafði jarpt hár, og þó ljósjarpt, en um annað var jeg í efa, hvort kalla ætti jarpt á hár eða Ijóst. Það er algengt, að foreldrar, sem bæði eru jörp á hár, eiga Ijóshærð börn, og virðist auð- sætt, að hinn dekkri háralitur er oft ekki þjóðættareinkenni (racial). Skýringin mun heldur vera sú, að þegar ljóminn fór af hinni íslensku þjóð, undir yfirráðum kirkju og kóngs, þá sótti aftur til þess vaxtar og litar (atavismus), sem auðveldara var að koma upp við hinar erfiðari ástæður til að þrífast, sem orðnar voru. En nú er þjóðin auðsjáanlega farin að sækja sig aftur, eins- og líka nauðsyn er á, ef vjer íslendingar eigum að geta átt upptökin að því, að hið norræna kyn komist fullkomlega á þroska- leið og geti tekið að sjer forustu mann- kynsins. III. Á þjóðhátíðinni 1930 ætti að fara fram skrúðganga, sem miðað gæti til að auka eftirtekt á gróanda þeim í hinni íslensku þjóð, sem hjer er um rætt. Virðist þar vera gott verkefni fyrir skáta, að undirbúa þá sýningu og hafa umsjón með henni. Er ekki ólíklegt, að göngunni yrði hagað eitthvað á þá leið, að fyrst væri hópur af gulhærð- um börnum. Þar næst barnahópur, þar sem valið væri eftir fríðleik eingöngu, en ekki lit. Þá kæmi hópur a? fallegu ungu kven- fólki, og býst jeg við, að mörgum yrði starsýnt á þá fylking. Þá kæmi hin ungá risakynslóð, og gæti sá hópur orðið fjöl- mennur, þó að enginn væri minna en 188 cm. Síðast væri fylking, þar sem ekki væri valið eftir hæð, heldur knálegum vexti og drengilegu yfirbragði. Mundi þar mega sjá margan hraustan dreng. Það er varla efamál, að slík skrúðganga, sem auðvitað mundi verða kvikmynduð, gæti orðið til mikillar ánægju og fróðleiks. 2. dec. Helgi Pjeturss.

x

Úti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.