Úti - 15.12.1928, Side 18
16
ÚTl
drengurinn þeirra kemur aftur heim til bæj-
arins með nýja krafta og ánægður.
Þau eru nú í þann veginn að búa út
aðra skemtun fyrir ykkur, jólagleðina, og
þá er um að gera, að þið sýnið þeim í
verkinu, að þið eruð sannir skátar. Þið vitið
vel, hvernig þið eigið að fara að því, að
launa foreldrum ykkar, svo að jólin einnig
verði gleðihátíð fyrir þau.
Gerið það. Þá verða jólin eins og jeg
óska ykkur þau.
Gleðileg jól!
Skátakveðja.
Axel Tulinius.
Sveitamaðurinn
og skátarnir.
(Samtal, sem skátar t. d. gætu leikið á sam-
koraum sínum).
(Sveinn skáti hefir reist tjaid sitt í skógarrunna.
Hann situr í tjalddyrunum og er að tálga tjald-
hæl. Kemur þá til hans sveitamaður. Sveinn stend-
ur upp).
Sveitam.: Góða kvöldið! Hver er maðurinn?
Sveirai: Sveinn heiti jeg og er úr Reykjavík.
En hvaðan ert þú?
Sveitam.: Jeg er frá bænum, sem þú sjerð þarna
Fyrir ofan og gekk hingað til að sjá, hver væri
kominn hjer á beit.
Sveinn: Já, þú sjerð að ekki er það grasbítur,
en annars fjekk jeg leyfi hjá bóndanum þarna
fyrir neðan til að tjalda hjer
Sveitam.: Mikið rjett. Og hvert er nú ferðinni
heitið?
Sveinn: Hingað og ekki lengra. Jeg á von á 2
fjelögum mínum, sem Iosnuðu seinna frá vinnu
sinni en jeg, og við erum vanir að fara á hverju
laugardagskvöldi upp um sveitir á sumrin og
dvelja þar um helgar.
Sveitam.: Mikið rjett. Þið eigið kanske slægjur
hjer um slóðir?
Sveinn: Nei, við förurn ekki upp í sveit um
helgar til að vinna, þvi að það gerum við alla
virka daga í bænum, en notum helgidagafríið til
að njóta fjallaloftsins og losna við ryk og strit
Reykjavíkur.
Sveitam.: Svo er nú það. En skrítið finst mjer
þetta þó, og ekki hefði okkur unglingunum í minu
ungdæmi verið látið það liðast, að slæpast um
sláttinn. En þú ert víst einn af þessum státum.
(Sveinn grípur fram í og leiðrjettir: skátum). Já,
eða skátum. Einhverntíma hefi jeg heyrt þeirra
getið.
Sveinn: Já, það er trúlegt, því að þetta er þekt-
ur fjelagsskapur. (Þeir setjast).
Sveitam.: Mikið rjett. Mig minnir að hafa heyrt,
að þetta væri komið frá Englandi, svo að ekki er
það víst mikið þjóðlegt.
Sveinn: Þetta er fyrst og fremst alheimsfjelags-
skapur, en hagað eins og best á við í hverju landi.
Sveitam.: Svo er nú það. En jeg hefi litla trú
á öllum þessum alheimsfjelögum. Jeg hefi nú alið
allan aldur minn í þessari sömu sveit og þarf ekki
neina alheimssveit til að geta lifað.
Sveinn: Má vel vera. En skátafjelagsskapurinn
vinnur fyrst og frenrst að þvi, að þroska æskulýð-
inn, bæði andlega og líkamlega, og við skátar er-
um alls ekki óþjóðlegri en aðrir.
Sveitam.: Mikið rjett. Og hvað kunnið þið þá,
sem þjóðlegt er?
Sveinn: Margir okkar iðka glímu og okkur þykir
garnan að kveðast á. Svo er það lika gert að skil-
yrði í prófum okkar, að hafa lesið og kynt sjer
helstu íslendingasögurnar.
Sveitam.: Nú jæja.
(Nú heyrist blásið i skátaflautu skamt frá. Þeir
rísa báðir upp).
Sveinn: Bravó! Nú koma fjelagar mínir.
Sveitam.: Ætli það sje þá ekki best, að jeg
hypji mig?
Sveinn: Nei, blessaður vertu. Heilsaðu upp á
fjelaga mína.
(Tveir drengir, Halli og Jói, báðir i skátabún-
ingi og með malpoka á bakinu, koma hlaupandi
til þeirra).
Halli og Jói: Komið þið sælir!
Sveinn: Sælir og velkomnir á staðinn! Þessi
maður er hjeðan frá næsta bæ. Við vorum að
rabba saman og jeg bað hann að bíða og heilsa
upp á ykkur.
(Þeir Halli og Jói ganga báðir til sveitamanns-
ins og heilsa honum með handabandi. Síðan ganga
þeir inn i tjaldið og leggja þar af sjer farangur
sinn, en koma að vörmu spori út aftur og er þá
Halli með bijefpoka í höndunum).
Halli: Húsbóndi minn gaf mjer nokkur epli i
nestið. Við skulum gæða okkur á þeim strax.
(Hann rjettir þeim öllum sitthvert eplið. Þeir sitj-
ast allir niður).
Sveitam.: Þið komið færandi hendi úr kaup-
staðnum, drengir, og ekki bjóst jeg við að bragða
epli fyr en á næstu jólum. Er annars nokkuð títt?
Halli: Það er lítið um það. Og þegar blöðin
berast svo að segja daglega upp um sveitirnar,
þá er litið hægt að segja i frjettum.