Úti - 15.12.1928, Side 22
20
Ú.T.1
Snöggvast datt honum í hug að sparka í hurð-
ina, en sá strax, að það var ekki rjett.
Þetta var seinni hluta aðfangadags. Pjetur var
sendisveinn í matvörubúð og hafði nú mikið að
gera. En hann flýtti sjer altaf i ferðunum, hve
þreyttur, sem hann var orðinn. Hann vissi, að
fólkið bað sjaldnast um vörurnar fyr en á síð-
ustu stundu. Þótt honum fyndist, að það væri
mátulegt á suina, að hann kæmi of seint, þá hafði
hann ekki skap þeirra drengja, sem varla dragn-
ast úr sporunum. Pjetur var þess vegna vel liðinn.
En því sárar fjell honum, ef einhver hreytti í hann
ónotum að ástæðulausu.
Tvo undanfarna aðfangadaga hafði Pjetur fengið
hjálp við sendiferðirnar. Einn af bestu kunningj-
um hans, sem var í skóla og vann því hvergi
þennan dag, bauðst til þess að vera með honum.
Þetta var mikið ljettara fyrir Pjetur og skemtilegra.
En nú voru þeir búnir að vera ósáttir rúma þrjá
mánuði og höfðu aldrei talast við þann tíma.
Friðrik, kunningi Pjeturs, var sonur efnaðra
hjóna. Hann skorti hvorki föt nje peninga til
skemtana. Fyrst hafði Friðrik viljað gefa Pjetri
aura við og við, því að hann vissi, að foreldrar
hans áttu við þröngan kost að búa. En hann þáði
það aldrei. Þá bauð hann honum á skemtanir.
En strax sá Friðrik, að Pjetri fjell illa að þiggja
slíkt. Og Pjetur hafði oft sýnt honum fram á, að
hægt var að skemta sjer án þess að eyða fje. En
þá tók Friðrik upp á því, að gefa honum bækur.
Pjetur hafði mjög gaman af að lesa og þessar
gjafir voru honum því kærkomnar. Og þeim gat
hann ómögulega neitað. Aftur á móti skrifaði hann
Friðriki brjef um efni bókanna og sýndi þannig,
að hann hafði lesið þær með athygli. Friðrik fann,
að þetta dró hann frá ýmsu, sem hafði miður góð
áhrif á lærdóm hans, og var því Pjetri þakklátur.
Það, sem olli ósáttinni milli þeirra, var deila
um jafnaðarstefnuna. Friðrik var henni algerlega
frahverfur. Hann ólst upp í þvi umhverfi, þar sem
öllu slíku var hallmælt, svo að segja á hverjum
degi. Foreldrar hans höfðu talið honum trú um,
að forkólfar jafnaðarmanna gerðu ekki annað en
skara eld að sinni köku. Og þvi hafði Friðrik ávalt
haldið fram, þegar hann lenti i deilum um þetta
efni. t skólanum var hann fyrir þeim flokki, sem
barðist á móti skoðunum jafnaðarmanna.
En Pjetur leit á þetta alt frá öðru sjónarmiði.
Aðstæður hans voru ekki líkar þeim, sem Friðrik
átti við að búa. Faðir hans hafði í mörg ár unnið
hjá útgerðarfjelagi. En nú var hann orðinn gamall
og ekki eins liðtækur sem fyr. Honum hafði því
verið sagt upp vinnunni og yngri maður tekinn í
staðinn. Þetta fjeli föður Pjeturs mjög illa. Auk
þess hafði kaupið altaf verið svo lágt, að afgang-
ur var enginn, þótt sparlega væri með farið.
Móðir Pjeturs hafði því orðið að leggja mikið á
sig við vinnu. Hún þvoði föt fyrir frúr, sem ekki
gátu eða vildu gera það sjálfar. Og í hreingern-
ingar fór hún, þegar hægt var að koma því við.
Pjetur byrjaði snemma að bera út blöð. Gerði
hann það fram að fermingu. Þá fór hann i versl-
un til sendiferða. Mikið hafði hann langað til að
komast í skóla. En þess voru engin tök. Oft hafði
hann hugsað um aðstæður sínar og borið þær
saman við annara drengja, og þá ekki síst Frið-
riks. Hafði hann sagt Pjetri, að sig langaði ekkert
til að vera í skóla, en yrði að gera það vegna
foreldra sinna. En Pjetur hafði sýnt honum fram
á, hvað það væri mikils virði að rnega læra. Og
það varð umhugsunarefni fyrir Friðrik.
Pjetur hafði lítið heyrt um jafnaðarstefnuna fyr
en Friðrik fór að tala um hana við hann. Þá lagði
Pjetur sig eftir bókum, sem fjölluðu um það efni.
Og vegna aðstæðna sinna gat hann ekki orðið
sammála Friðrik. Þar kom, að stælur þeirra urðu
svo miklar, að þeir skildu.
En báðum fjell þetta sárt. Þeir söknuðu fjelags-
skapar hvors annars. Hvorugur hafði þó reynt að
koma sáttum á. Báðir biðu þess, að hinn byrjaði.
Pjetur var að leggja af stað frá versluninni með
vagn fullan af vörum. Þetta er mjög þungt og
honum sviður i öxlina undan bandinu. Þar að
auki er gatan hál og því stundum nokkuð erfitt
að ná góðri viðspyrnu. En Pjetur er orðinn þessu
vanur og því seigur fyrir.
Hann nemur staðar við fyrstu brekkuna til þess
að safna kröftum. Þá koma þrír jafnaldrar hans
eftir götunni. Þeir eru í sparifötunum og láta frjáls-
mannlega. Einn þeirra er Friðrik. Þegar hann sjer
Pjetur, kveður hann fjelaga sína og gengur til
hans.
»Sæli nú«, segir hann. »Á jeg ekki að ýta á
eftir vagninum upp brekkuna?«
»Jú, þakka þjer fyrir. Hann er nokkuð þungur«.
Friðrik ýtti á eftir vagninum og dró ekki af
kröftunum.
Þegar þeir höfðu farið nokkrar sendiferðir sam-
an, barst talið að miskliðinni, sem hafði verið
milli þeirra. Sagði Friðrik þá, að hann vildi gjarn-
an að þeir færu að verða saman aftur og óþarft
væri, að láta þennan skoðanamun skilja þá í
sundur.
»Við getum talað um ótal málefni önnur og
einnig rætt þetta, en bara ekki með sarna hita og
áður«, sagði Pjetur.
Þeir skildu síðan sáttir og Pjetur þakkaði Frið-
riki hjartanlega fyrir hjálpina.
Þegar Pjetur hafði lokið sendiferðunum, var
klukkan orðin rúmlega átta. Hann var dauðþreytt-
ur, en langt frá því að vera leiður. Mörg stór og
falleg jólatrje hafði hann sjeð um daginn. En