Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 25

Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 25
ÚTI 23 Skátabúðir í Laugardal 1928. í blaði þessu birtast tvær myndir frá skáta- móti því, er Væringjarnir stofnuðu til á síðast- liðnu sumri í Laugardalnum, dagana frá 24. júni til 1. júlí. — Þar var gott að vera. — Dá- samleg náttúrufegurð og yndislegt veður skópu skátunum unaðsrikar og ógleymanlegár stundir. Tveimur dögum mótsins var varið til ferða- laga. Fóru þá flestir skátarnir til Gullfoss og Geysis, en aðrir gengu á Skjaldbreið og Hlöðufell. Helstu starfsmenn mótsins voru þessir: Leií- ur Guðmundsson vai' bryti og sá því um kaup á öllum matvælum og úthlutun þeirra, Henrik W. Ágústsson sá um varðeldana og fleira, Óskar Pjetursson var eftiriitsmaður þess, að alls þrifnaðar væri gætt, Tryggvi Kristjánsson stjórnaði öllum leikjum, Jón Þorkelsson var báðvörður, Haraldur Ágústsson var fánavörður og Jón Oddgeir Jónsson var mótstjóri. — Frásögn um mótið birt- ist í »Lesbók Morgunblaðsins«, sunnudaginn 5. ágúst. Úr heimi skáta. Væringjafjelagiö. Þetta starfsár fjelagsins hefir verið ágætt, æf- ingar fjölsóttar og ferðalög mörg og skemtileg. Einkum hefir verið legið mikið úti i tjöldum á síðastliðnu sumri og einnig í Skálanum að Lækj- arbotnum. Sigurður Ágústsson skátaforingi, sem dvalið hefir i Danmörku undanfarin tvö ár, er nú kominn heim aftur. Kynti hann sjer þar meðal annars ýms skáta- mái og sótti námskeið á danska »Gillwell«-skáta- foringjaskólann. Urn skóla þessa skrifar Sigurðnr grein í þetta blað. Hann tekur nú við stjórn 3. Væringjasveitar. Einnig hefir hann stofnað til og starfrækt foringjaskóla fyrir fjelagið. Æfingar eru nú í fullu fjöri hjá Væringjunum. Tvær sveitir fje- lagsins, 1. og 3. sveit, hafa húsnæði í K. F. U. M.- húsinu. En þar er nú þröngt orðið og hefir því 2. sveit fengið húsnæði fyrir æfingar sínar í húsi Chr. Nielsen við Bárugötu. Hefir hann lánað þeim það endurgjaldslaust. Stjórn fjelagsins skipa nú þeir D. Sch. Thor- steinsson sem formaður, H. W. Ágústsson gjald- keri og þeir Sigurður Ágústsson og Jón Oddgeir Jónsson. Skátaheimsóknir. Á laugardagskvöldið þ. 25. ágúst fóru unr 30 Væringjar á mótorbáti upp á Akranes til að heim- sækja skátana þar. Fóru þeir strax um kvöldið, ásamt Akranesskátum, upp undir Akrafjall og lágu þar í tjöldum sínum. Daginn eftir gengu þeir allir á Akrafjall og fengu ágætt útsýni. Seinni hluta Sir Robert Baden Powell, upphafsmaöur skátahreyfingarinnar. dagsins notuðu þeir til að skoða kaupstaðinn, en sigldu síðan heinr syngjandi kátir. Sunnudaginn þ. 28. okt. fóru 14 foringjar úr Væringjafjelaginu i bíl austur á Eyrarbakka. Var

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.