Úti - 15.06.1940, Qupperneq 21

Úti - 15.06.1940, Qupperneq 21
Á mynáinni til vinstri sést sjúklingurinn og blóðgjafinn — skátinn — liggjandi á sjúkrabekkjunum, en á milli þeirra Ólafur Þorsteinsson læknir, sem stjórnar blóðfærslunni. Tvær hjúkrunarkonur eru til aðstoðar. — Á myndinni til hægri sjást nánar slöngurnar og tækið — daelan — sem læknirinn notar við flutning blóðsins úr skátanum í sjúiclinginn, Blóðgjafa5ueit skóta Yíða um heim hófu skátar sérstaka fórnarstarfsemi fyrir nokkrum árum, sem er fólgin í því, að gefa vissan hluta af blóði sínu til sjúklinga, sem orðið hafa fyrir slysum eða miklum blæðingum vegna sjúkdóma og þurfa því á blóði heil- brigðra manna að halda, til þess að geta haldið lífi og heilsu. Hér á landi byrjaði slík starfsemi árið 1935 og voru það Roverskátar (R.S.) Vær- ingjafélagsins í Reykjavík, sem hófu það starf. Foringi R. S. var þá B. D. Bendtsen, en félagsforingi Jón Oddgeir Jónsson, og höfðu þeir samvinnu um skipulagningu blóðgja,fanna í sa,mráði við próf. Guð- mund Thoroddsen, yfirlækni á Landsspít- alanum, en félagsforingi hafði árið áður flutt erindi á fundi R. S. um blóðgjafa- starfsemi danskra skáta, sem voru meðal hinna fyrstu til þess að skipuleggja sér- stakar blóðgjafasveitir, sem sjúkrahús landsins gætu leitað til hvenær sem þau 19 þyrftu á blóði að halda fyrir sjúka ög særða. Blóðgjafastarfsemi skáta í Reykjavík jókst ár frá ári, og var því rætt um það á sameiginlegum fundi R. S. í ársbyrjun 1939, að stofna sérstaka sveit innan félags- ins, sem allir skátar innan félagsins, eldri en 17 ára og án tillits til þess, hvort þeir væru R. S. eða ekki, ættu kost á að ganga í og sú sveit yrði nefnd „Blóðgjafasveit skáta í Reykjavík“ — og höfð eins fjöl- menn og kostur væri á, svo blóðgjafarnir dreifðust á sem flesta skáta. Á þessum fundi var samþykkt reglugerð fyrir sveit- ina og stofnendur hennar taldir allir þeir skátar, sem gefið hefðu blóð til sjúklinga. Um vorið sama ár kom sveit þessi sam- an og fól þeim Jóni Oddgeiri og Þorsteini Bergmann að vinna að eflingu sveitarinn- ar og nánari skipulagningu. Á fyrsta aðalfundi Blóðgjafasveitarinn- ar, sem haldinn var í janúar 1940, lögðu þeir J. O. J. og Þ. B. fram skýrslu yfir ÚTI

x

Úti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.