Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 23

Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 23
Hjálp í uiðlögum 2. útg. 1940. — Stærð 122 bls. með rúml. 90 myndum. Á síðastliðnu hausti kom út bókin „Hjálp í viðlögum“ eftir Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúa Slysavarnafélags íslands. Bókin hlaut góða dóma lærðra og leikra og seldist upp á hálfu ári. Nú hefir bók þessi verið endurprentuð og aukin að mun. Vegna yðar, sem ekki hafið ennþá keypt þessa bráðnauðsynlegu bók, skulu hér til- færð ummæli merkra manna um hana, svo þér fáið kynnst bókinni nánar: Guðmundur Thoroddsen prófessor segir: .... Hjálp í viðlögum, gerð á réttan hátt, getur verið ómetanleg fyrir þann, sem verður fyrir slysi, hún getur bjargað lífi og limum og hún getur á marg- an hátt létt þjáningar hins slasaða. Læknum þeim, er að slysum gera, er oft kennt um, ef eitthvað fer verr en skyldi, og er þá ekki alltaf spurt um hvernig verið hefir í pottinn búið, og því er það ánægjuefni fyrir lækna að sem flestir Iæri hjálp í viðlögum og njóti þar réttrar tilsagnar. Nú hefir Jón Oddgeir Jónsson tekið saman í bók ágrip af því, sem kennt hefir verið og safnað til þess viðeigandi myndum. Ég hefi farið yfir bókina mér til ánægju og þykist þess fullviss, að hún eigi eftir að gera mikið gagn.“ (Úr formála að 1. útg. „Hjálp í viðlögum.“) Karl Strand stud. med. lætur svo um mælt: .... Ætla mætti að sú hjálp, sem lærð verður af ekki stærri bók, næði skammt, ef alvarlegt slys bæri að höndum. En því fer fjarri. í bókinni er komið undra víða við, þegar þess er gætt, hvað rúmið er takmarkað. Vita- skuld má lengi deila um hvað beri að taka með og hverju beri að fresta, þegar valið er í bók, sem þessa, en reynsla höfundarins í þessum efnum virðist hafa orðið honum notadrjúg að sigla milli skers og báru í þessum efnum. Unglinga og barnaskólum er fengur að þessari bók, svo og hverjum manni.” (Dvöl, 3. h. 7. drg.). Skátablaðið segir m. a. í ritdómi sinum um bókina: ,.Bókin fjallar um eitt þýðingarmesta meginatriði í námskerfi skáta og er eina bókin, sem nú er fáanleg um það efni á íslenzku. Höfundur hennar hefir allra íslenzkra leikmanna mesta reynslu í að kenna hjálp í viðlögum, fyrst sem skátaforingi árum saman, og síðari ár sem fulltrúi Slysavarnafélags íslands um slysavarnir á landi. Á þessari reynslu sinni reisir höf. bók sína, en hefir auk þess að sjálfsögðu stuðzt við erlendar handbækur um efnið. Lýsingar og leiðbeiningar bókarinnar eru skýrar og gagnorðar, og efnið skýrt með fjölda ágætra mynda. — Þetta er mjög góð kennslubók fyrir skátaflokka og námskeið og ómissandi handbók fyrir skáta og aðra, sem vilja vera viðbúnir, ef slys ber að höndum.“ A. Sigm.). BÓKAVERSLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU AOalsala bókarlnnar „HjALP f VIÐLÖGUM" 21 ÚTI

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.