Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Side 13

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Side 13
fyrir starfi því er þessi læknir hefir unn- ið, að þeir hafa veitt 70,000,00 kr. í byggingarsjóðinn. í Shanghai í Kína, er vel útbúið heilsuhæli í útjaðri borgarinnar, þar er alt eftir fullkomnustu gerð. íbúarnir í Shanghai hafa sýnt áhuga sinn með því að leggja til 100,000,00 kr. í þá bygg- ingu og á þann hátt stutt lækninga- starfsemi vora. Formaðurinn fyrir starfi voru í hinum fjarlægari Austurlöndum, I. H. Evans, skrifar: „f Kína og öðrum hlutum svæðis vors í Austurlöndum eru sjúkrahús vor meir en full og það streyma til vor hvaðanæfa beiðnir um að við byggjum ný sjúkrahús. Við þurfum líka að fá fleiri hjúkrunarkonur, er geti heimsótt sjúklinga í hinum mannmörgu borgum og á þann hátt opnað veginn fyrir ljós fagnaðarerindisins inn til fólksins. Á- rangurinn af slíku starfi verður aldrei metinn í orðum. Það starf hefir kristileg áhrif i för m'eð sjer. Á þann hátt hafa mörg mannslífin, sem sátu í myrkri heiðninnar, frelsast. Önnur læknatrúboð hafin. I Japan hefir spítali verið bygður ná- lægt Tokio. Dr. E. E. Getzlaff, sem er leiðandi maður þar biður um meiri hjálp til meðala og uppskurðartækja. Fyrir mörgum árum hefir oss borist beiðni um að byrja læknastarfsemi á Filippseyjunum. Þar er þörfin mjög mikil. Dr. A. Hall og kona hans frá Kali- forniu hafa orðið við þessari beiðni og eru nú búin að setja á stofn litla stöð í Manila. Það er líka gleðilegt að geta sagt að ný spítalabygging hefir verið vígð í Nasapur, í Suður-Indlandi, þar sem dr. A. E. Clarke og kona hans starfa. í Juliaca, Peru, höfum við einnig opnað lækningastöð, þar sem dr. B. M. Graybill læknar fjölda Inka-Indíána kring um Titicana-vatnið. Á öllum þessum stöðum — sem eru margir á starfsvæðum vor- um — eru mörg þúsund sjúklingar, sem einu sinni á mánuði er hjúkrað af lækn- um og hjúkrunarkonum vorum með góð- um árangri. Frá þessum læknastöðvum á hinum afskektu stöðum jarðarinnar koma hinar eftirminnilegustu frásagnir, er sýna þýð- ingu hins starfssama hjúkrunarfólks. i Það grefur gröf handa barninu. Innfædd kristin kona í Mið-Afríku gekk dag nokkurn fram hjá heiðnu þorpi og heyrði að verið var að syrgja einhvern dauðan þar inni í þorpinu, og sá að byrjað var á því að taka gröfina. Hún gekk þá nær og spurði hvað um væri að vera, og frjetti þá að lítill drengur væri dáinn. Hún gekk svo inn í kofann og sá hið torkennilega barn, sem lá þar fölt og dáið. Hún lagði eyrað að brjósti þess og fanst hún heyra lífs- voti. Henni datt í hug að dýrðlegt mundi það vera ef Guð í þessum heiðna bæ vekti þetta barn til lífsins og á þann hátt sýndi þessu fólki kraft sinn. Hún bað fólkið að hætta við að grafa og hafa Stahl kristniboði heíir sjúklinga til meðferðar í kofa Indíána eins, sem áður heíir verið villimaður; þetta er á Amazcn-svæðinu. Bls. 11

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.