Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Síða 16
sem við getum sent“, svaraði hann.
„Jú, við þurfum að fá kennara“.
„Jeg þarf að fara til Iquitos“, sagði
trúboðinn ennfremur.
„Kemur þú ekki aftur“ spurði höfð-
inginn.
„Jú, það vona jeg“.
„Hvenær?“
„Líklega eftir tvö til þrjú ár“. (Hann
átti bráðum að fá frí og fara heim).
„Viltu koma með kennara með þjer
er þú kemur aftur?“
Hásýn: Kennaraskóli fyrir Inka-Indíána frá Peru og Bolivia
í Juliaca, Peru.
Stahl trúboði gat ekki lofað því.
„En við bíðum og gætum að er þú
kemur“, sagði höfðinginn, „og svo biðj-
um við Guð að koma því þannig fyrir,
að þú getir komið með kennara er þú
kemur. Gleym oss ekki. Við bíðum
hjer í skóginum eftir þjer“.
„Hvernig get jeg fundið þorp ykkar?“
spurði Stahl. „Jeg veit ekki hvort jeg
get fundið þenna stað aftur, er jeg kem
til baka. En jeg skal segja ykkur hvað
þið skuluð gjöra. Hengið nokkur hvít
flögg í' trjágreinarnar, svo jeg geti sjeð
þau er jeg kem aftur“.
„Nei, það er ekki til neins“, sagði
höfðinginn“. Einhver gæti tekið flöggin,
og svo færir þú framhjá. Jeg kann
betra ráð. Við flytjum þorpið. Við flytj-
um allan þjóðflokkinn hingað að fljót-
inu Við megum ekki missa þig. Við
megum td að fá kennara. Við munum
verða hjer og líta eftir þjer er þú
kemur“.
Það var hjer um bil þrem árum síðar,
að> eftir að þeir höfðu ferðast sex daga
eftir fljótinu, að Indíáninn, sem stýrði
fyrsta bátnum rak upp hátt hróp. Hann
var spurður að því hvað þetta ætti að
þýða, og svaraði hann að nú nálguðust
þeir þorp höfðingjans Umpacaris. Það
var hann sem hafði lofað að flytja þorpið
niður að fljótinu, og var Indíáninn að
gefa merki um að trúboði Stahl væri á
ferðinni. Hjer um bil klukkutíma síðar
fóru bátarnir fyrir nes, og þar blastl
við Indíánaþorp með 400 fjölskyldum.
Það kváðu við há óp og Indíánarnir
hlupu niður á bakkann og tóku fagnandi
á móti komumönnum. Höfðinginn sem
lofað hafði að flytja þorpið tók fyrst í
höndina á Stahl, er hann kom í land og
spurði: „Hefir þú kennara með? Þú
hefir vona jeg komið með hann?“
Trúboðanum var svo boðið að koma
með föruneyti inn í tvær bestu bygging-
arnar í þorpinu. Umpacari höfðingi
sagði: „Þessar byggingar tilheyra trú-
boðinu. Við höfum kallað mennina sam-
an og bygt þessar byggingar fyrir skóla
og samkomuhús, og nú verðum við að fá.
kennara“. Kirkjubyggingin tók um 500'
manna. Meðan. þeir sátu þar, söfnuðust
margar myndarlegar konur og menn I
kring um þá og sögðu: „Við þurfum að
fá kennara, útvega oss kennara, sem
getur kent. okkur um Guð. Við getum
ekki slept þjer fyr en þú lætur oss hafa
kennara“. Allar þessar 400 Indíánafjöl-
skyldur höfðu hætt að tyggja Coca, en
það eru blöðin, sem er búið til Cocain
úr. Þeir hafa líka allir hætt að nota
vínanda. Enda þótt þeir gætu ekki feng-
ið kennara þá, þá fögnum við nú yfir
því að þeir hafa fengið kennara, sem
getur vísað þeim leiðina frá heiðninni
til Guðs.
„Mitt orð. . . hverfur ekki aftur til mín við svo
búið, eigi fyr en það hefir framkvæmt það, sem mjer
vel líkar, og komið því til vegar, er jeg fól því að
framkvæma." Jes. 55, 11.
Bls. 14