Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 20

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 20
Efri myndin sýnir byggingar og umhverfi hins kínverska kristniboðsskóla vors í Hankow, Wang Gis Dun. Myndin til vinstri sýnir unga nemendur við skólann í Foochow, sem eru að læra að búa til „Panamahatta“. slcóla, hann leggnr ríkulegan skerf til fræðslumála vorra. Með því að starfsemi þessa skóla er brautryðjenda-starfsemi og fullnægir því ekki þeini skilyrðuin, sem yfirvöldin setja, er hann ekki viður- kenndur af rikinu og nýtur þar af leið- andi ekki styrks af hinu opinbera; en ég dirfist að halda því fram, að vér munum fyrr taka upp þeirra kennsluaðferðir, en þeir vorar núverandi. Eg óska lir. Streeter og meðstarfendum lians og nemendum alls góðs í starfinu. Hveitiuppskera þeirra á þessu ári er níeð afbrigðum góð, einkennilega mikln betri en nágrannanna“. Þann 16. apríl 1935. F. L. Brayne, M. C., I. C. S., umsjónarmaður rikisins í landbúnaði. „Mér likar kristniboðið ykkar vel“. Yete II. æðsti liöfðinginn í Barotselandi í Norður-Rhodesia, sagði um kristniboðs- starfsemi Aðventkirkjufélagsins: „Mér lika skólar ykkar vel, mér líkar vel við fólkið ykkar. Sendið marga kennara til míns lands“. Ef efni leyfa, munum vér á komandi ári senda kristniboðtelækni til þessa lands, þar sem 350,000 manneskjur eru í myrkri hjátrúar og alls konar töfra. Viðvíkjandi starfsenli Sjöundadags Að- ventista liefur Ata-gam-buye, sem er móðir stjórnandans og önnur voldug- asta manneskjan í Barotselandi, látið svo um mælt: „Það gleður mig afarmikið, að þið setjið á stofn tvo nýja skóla á þessu ári i landi mínu. Það er ósk min, að þið á næsta ári sendið mér ennfremur tvo kennara. Eg vil að ljós fagnaðarerindis- ins nái að sldna til míns fólks“. Höfðinginn Hamaunda, hann er af Ba- tonga-þjóðflokknum og ræður yfir 68 þorpum — sagði fyrir skömmu: „Eg er þakklátur fyrir fagnaðarerindið og þá breytingu, sem það hefur komið til vegar i mínum þorpum. Mitt fólk reisir betri og betr: heimili með liverju árinu sem líður. í stað þess að lifa lífi, sem er verra en 18

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.