Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 14

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 14
„I byrjun höfðum við aðeins eina kristniboðsstöð, síðan voru gerðar kröfur til kvennaskóla, og eftir því sem starfið óx, varð einnig ómissandi að hafa sjúkrahús. Ur þessari þörf hefur nú verið bætt. Skólinn þrífst vel og sjúkrahúsið er í fullum gangi. Við höfum við margt að stríða auk hinnar ríkjandi hjátrúar. T. d. hefur járnsmiðurinn í þorpinu stund- um haft sjitklingana til ineðferðar í heila viku áður en þeir koma til okkar. Oftast eru sár þeirra þá smurð með kúatnykju, sem er aðalsárameð- alið hjá heiðingjunum í Indlandi. Trésmiðurinrí reynir að setja brotin bein saman. Ljósmóðirin í þorpinu, sem allir bera ótakmarkað traust til, hefur enga hugmynd um ljósmóður- störf né hreinlætisreglur yfirleitt og verður þess valdandi að sjúklingar hennar smitast í flestum tilfellum.“ Starf fyrir börn í Narsapur. Frá kristniboðsspítalanum í Narsapur í Austur-Indlandi skrifar Aurora Wearner-Randolph eftirfarandi: „Nálægt Los Angeles opnaði inndæl lítil stúlka í fyrsta sinn sín bláu augu. Um sama leyti fæddist lítill drengur í dimmum kofa lengst inni í Indlandi. Þegar þessi litlu börn voru sextán mánaða gömul, hittust þau í Narsapur í Indlandi, og komu til Ijósmyndar- ans til að verða ljósmynduð. Litla ameríska stúlkan var klædd indversk- um búningi, sem ekki var annað en snúra um mjaðmirnar, sem málmstykki var sett í að framan. „Litli indverski bróðir,“ sagði litla Ameríkumærin, „hvers vegna seztu ekki upp? Þú ert eins og poki full- ur af beinum, og svo hefur þú eng- ar tennur. Því gefur mamma þín þér ekki mjólk, svo að þú getir vaxið og orðið stór og sterkur?“ Svarið var aðeins veikt bros á litla, hrukkótta og ellilega andlitinu. En það var glaðara bros á andliti hinnar hreyknu móður, því að nú var hún viss um að barnið hennar mundi dafna og verða hraust og sæl- legt, því að hjúkrunarkonurnar bjuggu til góða mjólkurblöndu handa því og kenndu henni hvernig hún ætti að 12

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.