Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 12

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 12
Kristni- boðslæknir- inn að verki Eftir L. A. Hansen. Sé það eitt framar öðru, sem telja má vott um sannan kristindóm, þá hlýtur það að vera það, að leggja krafta sína fram til hjálpar nauðstödd- um —- að metta hina hungruðu, klæða hina nöktu, hjúkra hinum sjúku, og yfirleitt líkna þeim, sem líða. Leitast hefur verið við að fram- kvæma þessar biblíulegu fyrirskip- anir í hinu daglega lífi. Evangelistar vorir, 'læknar, hjúkrunarmenn, og hj úkrunarkonur og aðrir meðlimir hafa því lcngi bæði í ræðu og riti barizt fyrir heilsusamlegum lifnaðar- háttum og sannri bindindisstarfsemi og haldið slíku fram sem þýðingar- miklu atriði sannarlegs kristindóms. Starfsemi við stofnanir. Heilsuhæli og sjúkrahús, þar sem hjúkrunarmenn og hjúkrunarkonur fá menntun sína, lœkningastofur, þar sem sjúkir fá læknishjálp, auk verk- smiðja, sem framleiða heilnæmar Bergmann læknir við Zauditu Mem- orali spítalann í Addis Abeba. fæðutegundir, og veitingahúsa, þar sem búinn er til matur, sem fullnægir heilbrigðiskröfunum, eru mikilvirkur þáttur í heilbrigðisstarfsemi Aðvent- ista og kristniboði í mörgum löndum. Læknaskóli vor, sem er fyrsta flokks menntastofnun fyrir læknanema, hef- ur í inörg undanfarin ár sent frá sér útlærða lækna, sem einkum hafa haft það fyrir augum að verða hæfir til að starfa sem læknar og kristniboð- ar í heiðingjalöndunum. Þessi skóli er í Kaliforníu. Vér höfum einnig sérstaka stofnun, þar sem karlar og konur fá kennslu í heilsusamlegri matreiðslu. Vér höfum margar stofn- anir, sem veita róttæka kennslu í öllu því, sem lýtur að hjúkrunarstarfi, þaðan koma árlega útlærðir hjúkr- unarmenn og hjúkrunarkonur. Engin þessara stofnana er rekin með hagnað einnar einstakrar per- sónu fyrir augum. Öllum ágóða af 10

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.