Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 5

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 5
næga umbun fyrir allar þrautir og erfiðleika. Neyð og' örbyrgð eru alstaðar ríkjandi. Alstaðar þar sem kristniboðar vorir koma, hitta þeir fyrir útréttar hendur þúsunda, til að taka á móti hjálp þeirri, sem þeir geta veitt þeim. Alltaf brjótast kristniboðarnir lengra og lengra inn á meðal fólks, sem talar óþeklct tungumál, margir þeirra á stöðum, sem enginn hvítur maður hefir áður stígið fæti sínum á. Einn af kristniboðum vorum, sem starfar langt inni í landi í Mexíkó, sendir oss eftirfylgjandi skýrslu. „Rétt núna hefi ég lokið erfiðu en mjög merkilegu ferðalagi á hestbaki til að heimsækja nýjan Indíánakyn- flokk, sem enginn hefir áður komið til, og boða honum fagnaðarerindið. I nær því öllum Indíánaþorpum fann ég veikt og deyjandi fólk. Mæðurnar flykktust að mér með veiku smá- börnin sín í fanginu, í von um að fá eitthvert meðal til að lina þjáning- ar þeirra. Vér höfum aðeins tíma til mjög skammrar heimsóknar í þetta sinn, en vér tökum til meðferðar því nær alla sjúkdóma, allt frá al- gengri kvefsótt og til holdsveiki. Þar & i FljótancLi sjúkrahús á Amazonfljótinu. Kristni- boðsbáturinn „Luzeiro" er velkominn ,,gestur“ meðal hinna innfæddu, er búa meðfram Amaz- onfljótinu i Brasiliu. — Daglega fá nokkur hundruðsjúklinga hjálp, sem þjázt af Malaríu, höggormabiti o. s. frv. 3

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.