Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 28

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 28
Sjöunda dags Aðventistar reka kristni- boðsstarf í 378 löndum, á 648 tungumáliim munnlega og skriflega, og hafa alls 26,553 kristniboða, lœkna, hjúkrunarkonur, bóksala og kennara. Þeir eiga 163 heilsuhœli, sjúkra- hús og lœkningastofur, 2735 skóla með 112,832 nemendum, 73 prentsmiðjur og bókaútgáfu- hús, sem gefa út bækur og rit kristilegs og heilsufrœðilegs efnis á 193 tungumálum. Að líkna þeim, sem líða, er lífsins skyldugrein. Þess þörf mun vera víða, því víða heyrast kvein. Sjá, sumir sjúkir liggja, en suma vantar brauð og kaldan bústað byggja, þar bróðurhönd er snauð. Ó, veitum, vinir, hlýju með vinsemd öllum þeim, sem kveina’ í kvala stíu, þeim kærleiks opnum heim. Á særðra tökum sárum með sannri líknarhönd, og leiðum ljós að tárum, sem leysir raunabönd. J. J.

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.