Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 25

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 25
ið, meðan vatnið rennur úr augum hennar sökum reyksins, sem er allt í kring um hana. Loks er búið að matreiða hrísgrjónin. Vér skyldum nú ætla, að öll í’jölskyldan safnaðist saman í kringum fatið, til að neyta hinnar góðu máltíðar. Nei, maðurinn á fyrst að hafa sinn skammt. Oft kemur það fyrir, að hann borðar allan matinn einsamall, svo konan verður að matreiða á ný handa sér og börnunum. Það er ekkert innilegt samband milli manns og konu, engin sameigin- leg áhugamál eða sameiginlegar ráða- gerðir til eflingar velferð fjölskyld- unnar. Hversvegna? Orkar eiginkon- an ekki að rækja skyldur sínar, sem húsmóðir? Oss til mikillar sorgar verðum vér að vísu að játa, að hún er ekki eins og hún á að vera. Hún er bara lifandi vera án allrar þekkingar á skyldum konunnar, og hún veit ekki hvað það þýðir, að vera húsmóðir,lífsförunautur og móðir. Hún hefir frá bernsku verið útilokuð frá allri fræðslu um skyldustörf sín sem húsmóðir. Það er almenn skoðun meðal hinna innfæddu að drengir eigi að fá skóla- menntun, en stúlkur verði að vinna. Þegar sttilka er orðin fjögra eða fimm ára gömul, er hún látin fara að matbúa handa fjölskyldunni, þvo föt, verzla með fisk og annað til að hjálpa móður sinni. Þegar hún er tólf ára, verður hún meðlimur í „Bundooen“, sem er leynilegt stúlk- nafélag, og þar lærir hún nokkra af hinum hræðilegustu löstum, sem menn geta hugsað sér. Meðan þessu fer fram, hafa foreldrar hennar selt hana fyrir nokkrar kýr, geitur eða önnur verðmæti, manni, sem hún þekkir ekki, og sem hún kærir sig ekki hið allra minnsta um. Foreldranir hafa þegar tekið á móti borguninni fyrir hana, og hún er nauðbeygð til að giftast honum. Nú er hún orðin eiginkona og verður bráðum móðir, án þess að hafa nokkurn skilning á hinni mikilsverðu köllun sinni. Hugsaðu þér konu, sem aldrei hefir tekið sér nál í hönd, sem ekki hefir hina minstu þekkingu á sjúkdómum, eða nokkra hugmynd um, hvaða þýðingu það hefir, að halda líkama sínum hreinum, og vera í hreinum fötum, sem ekkert vit hefir á að gera heimilið vistlegt, eða hvernig hún á að annast börnin. Sérhver sjúkdómur, er kemur fyrir í fjölskyldunni, er eignaður illum öndum, og aldrei er hugsað út í það, að hann geti stafað af óhrein- læti, eða óhollum lifnaðarháttum. Vesalings ungbörnin eru látin líða hræðilegustu þjáningar. Vei því barni, sem ekki vill taka við þeim mat sem það fær! Þá er það lagt á kné móð- urinnar, og matnum er troðið upp í það með fingrunum, eða með priki. Sökum hinnar óþægilegu stellingar getur það eklci kyngt matnum, svo það kafnar, Eg veit að það fer um ykkur hryll- ingur við að hugsa um þetta, og svo spyrjið þið, hvort ekki sé hægt að gera eitthvað fyrir mæðurnar í Afríku, og kenna þeim að fara skyn- samlega með börnin. Það gleður mig því að geta sagt, að afríkanskar stúlk- 23

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.