Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 19

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 19
hann af stað til Damaskus. Vandlæt- ing hans fyrir lögmálið og trú feðr- anna fékk á ný byr undir báða vængi þegar Stefán var grýttur. Hvorki hættur eyðimerkurinnar né steikjandi sólarhitinn megnuðu að hræða hann. Hann varð að binda enda á allt þetta, sem hann hélt að væri fölsuð guðs- dýrkun. En er hann á ferðinni var kominn í nánd við Damaskus leiftraði skyndi- lega um hann ljós af himni. Post. 9, 3. Fariseinn fellur til jarðar. Hann verður blindur af ljóma hins himn- eska ljóss, og skær og ástúðleg rödd hljómar í eyrum hans: „Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?“ Hinn hrausti og hugrakki maður titrar; það er eins og allt myrkur og kvalir Vítis komi yfir hann. I örvæntingu sinni spyr hann: „Hver ert þú, herra?“ Og rödd- in svaraði: „Eg er Jesús“. Það mundi hafa verið eðlilegt og rétt, hefði hann sagt: „Eg er Messías, sonur Davíðs, konutigur Israel“. En nei. Hann seg- ir: „Eg er Jesús“. Það nafn hataði Sál meir en nokkurt annað, því það var nafn þess manns, hvers lærisveina hann var að ofsækja. Kristur setti sig algerlega í stað fólks síns, til að sýna Sál, að það var sjálfur Drott- inn himinsins sem hann ofsótti. Hreykinn af því trausti, sem prest- arnir og hið mikla ráð sýndu honum, lagði hann af stað frá Jerúsalem. Þegar hann kernur til Damaskus, er hann blindur og aðrir verða að leiða hann. Svo fylgdu á eftir þrír dagar í sálarangist, gráti og föstu, þangað til Ananías kom, lagði hendur yfir hann og mælti þessi blessunar orð-' „Sál, bróðir, Drottinn hefir sent mig, Jesús, sá er birtist þér á veginum, sem þú komst til þess að þú fengir aftur sjón þína og að þú fylltist Heilögum Anda“. 17. v. Sál frá Tarsus var orðinn nýr mað- ur: Páll. Nú gat hann vitnað um kraft fagnaðarerindisins til að frelsa synduga menn, og meðal þeirra áleit hann sjálfan sig vera fremstan. Hann hafði sjálfur reynt hina fyrirgefandi náð Guðs. Hann „var viðstaddur þegar það skeði.“ En hann vitnaði eigi aðeins um kraft fagnaðarerindisins í sínu eigin lífi. Hann hafði einnig séð hvað þessi sami kraftur hafði gert fyrir aðra, hvernig þúsundutn týndra og örmagn- 17

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.