Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 26

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 26
Höggormafélög og kraftur fagnaðar- erindisins. K. F. Noltze skrifar frá Líberíu um hin leynilegu höggonnafélög, sem leitast við að hindra trúboðs- starfsemina í þeim hluta Afríku. Meðlimirnir hækka í tign, stig af stigi. Fyrst fá þeir tilsögn í að fara með höggormsbit. Kornungar stúlkur eða konur læra undir dáleiðsluáhrif- um að gera ýmsar hreyfingar líkt og höggormar. Síðar rannsaka þær höggormaeitur, og hvernig á að nota það við inenn. Þeim er kennt, hvernig þær geta sjálfar orðið ómóttækilegar fyrir höggormaeitur. Meðlimunum í hinum æðri flokkum ur hafa sjálfar mikla löngun til að tryggja sér hagkvæmt nám þegar þær fá tækifæri til þess, og þær hafa alveg eins mikla þroskunar- möguleika eins og drengirnir. Hvílík áhrif mun hver slík stúlka geta haft? Hún verður aðal umtalsefnið í þorp- inu, og allir dáðst að henni. Það. er satt, sem einhver hefir, sagt: „Barn, sem frelsast fyrir áhrif afríkanskrar móður, er meira virði en hundrað, sem frelsast fyrir áhrif útlends manns“. Hún hefir fullt traust fólksins, og hún getur með dæmi sínu hjálpað sínum eigin kynflokki meir en nokk- ur annar. Eigum vér þá ekki að gera meira fyrir innfæddar stúlkur í Afríku. A. S. Nuka, Sierra Leone. er sýnd mjög. mikil virðing, sökum hinna leyndardómsfullu krafta, er þeir ráða yfir, og af því að þeir eru fúsir til, fyrir hæfilega borgun, að nota þessa krafta til að vinna öðrum mein. Stundum kemur það jafnvel fyrir að þeir myrða menn. Birda heyrði til eins af æðri flokk- num. Hann var formaður eins af þessum leynifélögum. Hann átti yngri bróður, sem var kristinn og boðaði fagnaðarerindið í fæðingarbæ sínum. Birda notaði vald sitt til að vinna á móti starfsemi bróður síns. Góa, yngri bróðir hans, lét ekki hugfallast. Hann treysti því, að Kristur mundi gefa honum vald yfir myrkraöflunum, sem héldu bróður hans í þrældómi. Hann auðsýndi Birda bróðurlegan kærleika og með djörfung hélt hann því fram, að kraftur Frelsarans væri meiri þess- um myrkraöflum. Hann sá það fvrir, að Birda mundi fyr eða síðar g í lið með honum í baráttunni við þann óguðleik og illsku, sem drottn- aði í höggormafélögunum, og að hann mundi syngja Jesú lofsöngva. I fyrstu hæddist Birda að þessu. En smátt r smátt fór svo, að trú og kærleiki L. urins sigraði hjartaharðúð hans. Biru ákvað að taka kristrfa trú og láta skír ast. „Það var einhver sú dásamlegasK sjón, sem ég hefi séð í Afríku“ skni- ar Noltze kristniboði, „þegar Birda faðmaði bróður sinn að sér, og þeir með tárin í augunum lögðu kinn vi kinn í innilegum kærleika. Þá sagö’ Birda: „Aldrei skal nokkur maður sja mig framar láta eins og höggormur, og án yfirmanns mun félag mitt bráð um líða undir lok“. 24

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.